Meðlætið sem toppar flest

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér erum við með dýrindis Veislufugl en það er heitið á kjúklingi sem er extra stór og glæsilegur. Slíkur fugl klikkar aldrei á matarborðinu - hvort sem er hversdags eða spari en með honum er boðið upp á meðlæti af betri gerðinni.

Við erum að tala um eina þá svakalegustu kartöflumús sem sögur fara af og sveppasósu sem sögð er yfirliðsvaldandi.

Það er meistari Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari snilld og hafi hún þakkir fyrir!

Veislufugl með kartöflumús

Fyrir 4-6 manns

Veislufugl

  • 1 x veislufugl frá Matfugli (um 2,5 kg)
  • Gott kjúklingakrydd að eigin vali
  • 1 hvítlaukur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Þerrið kjúklinginn og takið fyllinguna úr honum. Klippið gat á endann á henni og sprautið henni aftur inn í kjúklinginn án plastsins.
  3. Kryddið fuglinn vel með góðu kjúklingakryddi og setjið í ofnskúffu/eldfast mót.
  4. Skerið hvítlaukinn í tvennt (þvert) og leggið í fatið.
  5. Eldið við 200° í 20 mínútur, lækkið hitann í 150° og eldið áfram í um 80 mínútur eða þar til kjarnhiti nær 72°.
  6. Hvílið kjúklinginn í um 15 mínútur áður en þið skerið í hann.
  7. Á meðan fuglinn eldast má útbúa kartöflumús, sósu og salat.

Kartöflumús uppskrift

  • Um 1 kg bökunarkartöflur (4-5 stk.)
  • 20 g smjör
  • 40 g rifinn Grettir (ostur)
  • 150 ml nýmjólk
  • 1 tsk. salt
  • ¼ tsk. pipar

Aðferð:

  1. Flysjið kartöflurnar og skerið í litla teninga, sjóðið þar til þeir eru mjúkir í gegn.
  2. Setjið í hrærivélina (eða stappið með kartöflustappara), bætið smjöri og osti saman við og síðan mjólk og kryddum.

Sveppasósa uppskrift

  • 50 g smjör
  • 200 g kastaníusveppir
  • 2 hvítlauksrif (rifin)
  • 1 x piparostur (rifinn)
  • 500 ml rjómi
  • 2 msk. nautakraftur
  • Salt eftir smekk

Aðferð:

  1. Steikið sveppina við meðalhita þar til þeir verða mjúkir og ilma vel.
  2. Bætið hvítlauknum saman við og kryddið eftir smekk.
  3. Hellið næst rjóma og piparosti yfir allt og hrærið þar til osturinn er bráðinn.
  4. Leyfið að malla á meðan kjúklingurinn eldast.

Salat

  • 1 poki veislusalat
  • 1 x mangó
  • 4-6 jarðarber
  • Fetaostur eftir smekk
  • Salatblanda (fræ) um ½ poki

Aðferð:

  1. Skerið mangó og jarðarber niður og blandið öllu saman.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert