Jana sviptir hulunni af girnilegum vikumatseðli

Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, matgæðingur og heilsumarkþjálfi býður …
Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, matgæðingur og heilsumarkþjálfi býður upp á Vikumatseðilinn. mbl.is/Hákon Pálsson

Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, er mikill matgæðingur auk þess sem hún er líka heilsumarkþjálfi. Það tvennt fer vel saman, því kræsingar sem hún eldar og framreiðir eru hollar og ótrúlega girnilegar. Jana býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni sem er hinn girnilegasti og mun gleðja alla matgæðinga.

Jana er flutt heim til Íslands eftir að hafa búið erlendis og blómstrar í því sem henni finnst skemmtilegasta að gera. „Lífið er yndislegt og við fjölskyldan erum að verða búin að búa hérna á Íslandi í 1 ár eftir að hafa búið í 15 ár í Lúxemborg. Þar átti ég hlut í heilsu veitingastaðnum Happ og þar eldaði ég eintóma hollustu í tæp 12 ár.  Einnig er ég heilsumarkþjálfi og hitti kúnna ásamt því að vera með óteljandi af námskeiðum um hópefli á vinnustöðum og matreiðslunámskeiðum í heimahúsum í Lúxemborg meðan ég bjó úti Ég er einmitt að byrja að vera með slík námskeið hérna á Íslandi og var með fyrsta matreiðslunámskeiði mitt síðastliðinn föstudag sem var alveg ótrúlega skemmtilegt og dásamlegu konurnar sem voru lærðu helling af nýjungum og skemmtu sér mjög vel,“ segir Jana.

Ný uppskriftasíða

Jana hefur ekki setið auðum höndum eftir að hún kom heim. „Í vetur var ég gestakokkur á Satt veitingastaðnum á Hótel Reykjavík Natura í 12 vikur sem var mjög skemmtilegt og þar var ég með allskonar ný salöt sem við buðum upp á, á þeirra frábæra hlaðborði.“

Jana svipti hulunni af nýjasta verkefninu sínu á dögunum. „Um helgina opnaði ég heimasíðuna mína jana.is þar sem ég mun deila heilsuuppskriftunum mínum og gefa fólki hugmyndir af hollum og auðveldum réttum og uppskriftum. Mér finnst gaman að elda og búa til nýjar uppskriftir og reyndar erum við öll þannig í fjölskyldunni og eldum mjög mikið saman. Mér finnst lang skemmtilegast að gera litskrúðug salöt og dressingar. Það er svo gaman að prófa nýjar samsetningar og nýjar kryddblöndur.“

„Mér finnst mjög skemmtilegt að deila því sem ég er að gera á Instagram reikningnum mínum @janast  og sé að það er rosalegur áhugi fyrir bættri hollustu hjá fólki.  Ég fæ daglega skemmtileg komment og heyri frá fólki sem er að prófa sig áfram og er að prófa uppskriftirnar mínar. Ef einhverjum vantar smá pepp til að bæta heilsuna, eða vantar bara einhverjar nýjar hugmyndir, þá ætti hinn sá sami endilega að hafa samband við mig á jana@jana.is.“

Vikumatseðillinn kunngerður

Jana setti saman vikumatseðilinn fyrir lesendur Matarvefsins og er komin í sumargírinn. „Nú er alveg að koma sumar og erum við farin að grilla meira og  ég er aðeins að fara í léttari öðruvísi og meiri salöt. En á veturna elska ég að gera allskyns súpur og pottrétti sem ylja í kuldanum.“

Lax með tælensku ívafi sem gleður bragðlaukana.
Lax með tælensku ívafi sem gleður bragðlaukana. Ljósmynd/Berglind Guðmunds

Mánudagur – Ljúffengur lax með tælensku ívafi

„Mánudagar eru langoftast fiskidagar hjá okkur og hvergi betri fisk að fá en hérna á Íslandi. Hér er tælensk laxasnilld með tahini límónusalati sem við erum mjög hrifin af.“ 

Matarmikið salat með spennandi kryddum sem gefa lífinu lit.
Matarmikið salat með spennandi kryddum sem gefa lífinu lit. Ljósmynd/Jana

Þriðjudagur – Matarmikið salat með spennandi kryddum

Ég elska að leika mér með alls konar brögð og blandað alls kyns saman og þetta salat geri ég oft og léttsýð egg með ef einhverjir í fjölskyldunni vilja aðeins meira af próteini. Kryddaða blómkálið og döðlurnar eru svo góðar saman og mæli ég svo með að prófa þetta salat.“

Girnileg súpa með tælensku yfirbragðið.
Girnileg súpa með tælensku yfirbragðið. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Miðvikudagur – Himnesk tælensk súpa

Þar sem ég elska sundlaugarnar hérna á Íslandi förum við hjónin nánast daglega í sund og mér finnst ótrúlega þægilegt að henda í allskonar súpur, þá geri ég þær oftast fyrripart dags og við hjónin skellum okkur í sund seinnipartinn og biðjum stelpurnar að hita bara upp rétt áður en við komum heim.

Hér er boðið upp á þorsk með allskonar góðgæti.
Hér er boðið upp á þorsk með allskonar góðgæti. Ljósmynd/Dröfn

Fimmtudagur – Ljúffengur þorskréttur

Þennan þorskrétt hef ég gert svo oft og allir sem smakka hann elska hann. Ég gerði hann einmitt fyrir 30 manna hóp úti í Lúxemborg einu sinni þegar ég sá um garðveislu fyrir kunningja mína þar og sló hann algjörlega í gegn.

Föstudagar eru góðir fyrir heimagerðar pitsur.
Föstudagar eru góðir fyrir heimagerðar pitsur. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

Föstudagur – Heimagerð pítsa með æðislegum botni

Síðustu árin hafa föstudagskvöldin langoftast verið pitsa kvöld hjá okkur og sérstaklega eftir að við fengum okkur pitsaofn fyrir nokkrum árum.  Maðurinn minn og ein af stelpunum sjá að mestu leyti um þetta kvöld þar sem þau gera deigið, sósuna og pitsurnar alltaf saman. Uppáhalds pitsan mín er trufflupitsa en þessi uppskrift hérna er svipuð og við notum hjá okkur og ég er svo sammála um að setja bara lítið og góð hráefni á hverja pitsu og lofa þeim að njóta sín í botn.

Laugardagskvöld eru fullkomin fyrir humarveislu.
Laugardagskvöld eru fullkomin fyrir humarveislu. Ljósmynd/Aðsend

Laugardagur – Humarveisla og meðlæti sem fullkomnar máltíðina

Við elskum að fá góða vini í mat og hlökkum til að geta verið meira úti og grillað í sumar, ég geri nú oftast nokkur salöt svo með matnum og þá væri þetta skemmtilegt með humrinum

Sumarlegt salat á vel við í humarveisluna.
Sumarlegt salat á vel við í humarveisluna. Ljósmynd/Aðsend
Ómótstæðilegur grillaður kjúklingur toppaður með girnilega meðlæti
Ómótstæðilegur grillaður kjúklingur toppaður með girnilega meðlæti Ljósmynd/Aðsend

Sunnudagur  Hunangsristaður kjúklingur með hvítlauk og lavender

Á sunnudögum förum við oft í langar göngur eða notum daginn í einhvers konar útivist og þá er gott að vera búin að græja mat sem þarf svo bara að stinga inn i ofn og hita þegar við komum heim. Ég elska heilan kjúkling með alls konar grænmeti og allt er eldað saman í stórum potti inni í ofni. Þessi uppskrift er mjög girnileg og ég ætla að prófa hana fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert