Uppáhalds fiskréttur Berglindar Guðmunds

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

„Þessi fiskréttur er minn uppáhalds enda endurspeglar hann matargerð sem ég elska mest. Einfaldur og hollur, fallegir litir og sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Þennan verðið þið að prufa," segir Berglind Guðmunds á GRGS.is um þennan dásamlega fiskrétt sem verður ábyggilega í kvöldmatinn á þó nokkrum heimilum í kvöld.

Tælensk laxasnilld með tahini límónusalati

Lax og marinering

  • 400 g lax
  • 2 msk sesamfræ
  • 2 msk sólblómafræ
  • 1 msk sambal olelek
  • 2 msk sweet chilísósa
  • safi úr 1/2 límónu
  • 1-2 hvítlauksrif, pressuð
  • 2 tsk fiskisósa

Afðerð:

  1. Ristið fræin á pönnu þar til þau hafa fengið gullin blæ og eru farin að ilma. Kælið lítillega.
  2. Látið í skál ásamt hinum hráefnunum og blandið vel saman. Látið á fiskinn og eldið hann í
  3. 200°c heitum ofni í 10 mínútur.

Gúrm salat

  • 1 stór gulrót, skorin í strimla
  • 1 gúrka, kjarnahreinsuð, skorin í tvennt og svo sneiðar
  • 1 handfylli sykurbaunir
  • 1 handfylli baunaspírur
  • 1 lítill rauðlaukur
  • 1 handfylli spínat

Aðferð:

  1. Blandið öllu saman og hellið hluta af dressingunni yfir salatið. Berið sósuna fram með salatinu.

Tahini límónudressing

  • 0.5 dl soyasósa 1 msk tahini
  • safi af 1/2 límónu

Aðferð:

  1. Blandið öllu vel saman.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert