Jómfrúin kom, sá og sigraði í Svíþjóð – Best í heimi

Jakob Einar Jakobsson eigandi Jómfrúarinnar og Dögg Hjaltalín og Anna …
Jakob Einar Jakobsson eigandi Jómfrúarinnar og Dögg Hjaltalín og Anna Lea Friðriksdóttir frá Sölku sigruðu keppnina um bestu matarbókin á Gourmand verðlaunahátíðinni í ár fyrir bókina Jómfrúin. Ljósmynd/Aðsend

Jakob Einar Jakobsson eigandi Jómfrúarinnar og Anna Lea Friðriksdóttir og Dögg Hjaltalín útgefendur frá Sölku komu, sáu og sigruðu keppnina um bestu matarbókina á Gourmand verðlaunahátíðinni í Umeå í Svíþjóð í gærkvöldi fyrir bókina Jómfrúin.

Gourmand verðlaunin eru alþjóðleg matreiðslubókaverðlaun, hálfgerð Óskarsverðlaun og hafa verið veitt í 30 ár. Á hátíðinni öttu kappi bækur frá yfir 100 löndum, og Jómfrúin vann „best in the world“ eins og stendur á verðlaunaplagginu. Þetta er mikil viðurkenning bæði fyrir Jakob Einar og útgefendurna og ekki síst fyrir Jómfrúna sem er þekkt fyrir sín dönsku smurbrauð í bland við klassíska danska og skandínavíska aðalrétti. Hefð og handbragð danskrar matreiðslu ásamt áræðinni íslenskri nýjungasmíð sem er í öndvegi sem bókin lýsir svo vel.

Jakob Einar afar stoltur af verðlaununum og fá að viðurkenninguna …
Jakob Einar afar stoltur af verðlaununum og fá að viðurkenninguna á því Jómfrúin sé best í heimi. Ljósmynd/Aðsend

„Ég er rosalega ánægður að fá staðfesta vitneskju mína - Jómfrúin er best í heimi. En án alls gríns, þetta er mikill heiður og frábær viðurkenning fyrir matarhefðina sem Jómfrúin stendur fyrir. Ég deili þessum heiðri afar stoltur með mínu elskulega samstarfsfólki á Jómfrúnni,“ segir Jakob Einar og er í skýjunum með verðlaunin

Útgefendur bókarinnar voru með í för og fögnuðu með Jakobi Einari. „Ég ásamt mínum frábæru útgefendum frá Sölku, tókum við verðlaununum í Umeå í Svíþjóð þar sem Gourmand bókaveislan fór fram þetta árið.“

Þríeykið með verðlaunabókina Jómfrúin.
Þríeykið með verðlaunabókina Jómfrúin. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is