Fullt út úr dyrum í opnun á Amber & Astra

Margt var um manni í opnunarpartíinu hjá hjónunum Viggó Vigfússyni …
Margt var um manni í opnunarpartíinu hjá hjónunum Viggó Vigfússyni og Erlu Sylvíu Guðjónsdóttur þegar veitingastaðurinn Amber & Astra var opnaður formlega. Samsett mynd

Í hjarta borgarinnar, þar sem veitingastaðurinn Punk var áður til húsa, hefur nú glænýr veitingastaður rutt sér til rúms. Staðurinn, sem ber heitið Amber & Astra, er afrakstur sameiginlegs áhugamáls hjónanna Viggós Vigfússonar og Erlu Sylvíu Guðjónsdóttur.

Erla, sem starfar einnig sem mannauðsstjóri hjá Andes & Prógramm, deilir þessari ástríðu með Viggó, sem ber hitann og þungann af öllu er snýr að opnun og rekstri staðarins. Þau eru einnig eigendur að Blackbox Pizza, Hygge - Coffee & Micro Bakery og veitingastaðarins OTO ásamt Sigurði Laufdal.

Í til­efni af því var haldið opn­un­ar­partí þar sem vin­um og velunn­ur­um var boðið í mat og drykk. Boðið var upp á smárétti í anda þess sem er á matseðlinum. Yfir 200 manns mættu í opn­un­ar­par­tíið og gleðin var allsráðandi. Gest­ir gæddu sér á kræs­ing­um og nutu góðs fé­lags­skap­ar inn­an um mat­gæðinga og gleðigjafa í fallegu og stílhreinu umhverfi.

Mest að horfa til Frakklands

Aðspurður seg­ir Viggó að veit­ingastaður­inn verði með frönsku ívafi og muni vera op­inn öll kvöld í vik­unn­ar og bjóða upp á bröns um helg­ar. Einnig verði opið í há­deg­inu fimmtu­dög­um og föstu­dög­um.

„Okkur langaði að opna stað sem er með þeirri  matargerð sem er mjög vinsæl hjá matarunnendum og þá er mest verið að horfa til Frakklands þar sem eru miklar hefðir og klassísk matreiðsla sem okkur finnst sjálfum mjög skemmtileg og góð þótt við ætlum ekki að festa okkur of mikið í Frakklandi. Það verða líka klassískir réttir annars staðar frá.“  

Yfirkokkur staðarins er Daninn Carl Kristian Frederiksen en hann hef­ur verið bú­sett­ur hér um hríð en hef­ur þar á und­an verið í New York. Hann er reynslu­mik­ill mat­reiðslumaður sem á að baki flottan fer­il, hef­ur meðal ann­ars starfað á Michelin-stjörnuveit­ingastaðnum Dill,  Estela og Acme í New York, Aamann's og Nimb í Kaup­manna­höfn svo fátt sé nefnt.

Myndaveislan talar sínu máli og lýsir stemningunni vel.

Helgi Ómars og Viggó.
Helgi Ómars og Viggó. Ljósmynd/Mummi Lú
Patrekur Jaime og Gunnar Skí.
Patrekur Jaime og Gunnar Skí. Ljósmynd/Mummi Lú
Erla Björg og Árni Jónas.
Erla Björg og Árni Jónas. Ljósmynd/Mummi Lú
Sigurgeir, Hólmfríður og Jón Gunnar.
Sigurgeir, Hólmfríður og Jón Gunnar. Ljósmynd(Mummi Lú
Hera og Ásgeir Kolbeins.
Hera og Ásgeir Kolbeins. Ljósmynd/Mummi Lú
Lalli og Sædís.
Lalli og Sædís. Ljósmynd/Mummi Lú
Helena og Irena.
Helena og Irena. Ljósmynd/Mummi Lú
Viggó Vigfússon og Erla Sylvía Guðjónsdóttir eigendur Astra & Amber.
Viggó Vigfússon og Erla Sylvía Guðjónsdóttir eigendur Astra & Amber. Ljósmynd/Mummi Lú
Hrafnhildur og Tómas.
Hrafnhildur og Tómas. Ljósmynd/Mummi Lú
Lára og Frosti.
Lára og Frosti. Ljósmynd/Mummi Lú
Harpa og Helgi Valur.
Harpa og Helgi Valur. Ljósmynd/Mummi Lú
Dagný og Erla Sól.
Dagný og Erla Sól. Ljósmynd/Mummi Lú
María Mjöll og Hildur Skúla.
María Mjöll og Hildur Skúla. Ljósmynd/Mummi Lú
Emilia Viggós og Erla.
Emilia Viggós og Erla. Ljósmynd/Mummi Lú
Skarphéðinn, Hrund, Hjördís ásamt góðu föruneyti.
Skarphéðinn, Hrund, Hjördís ásamt góðu föruneyti. Ljósmynd/Mummi Lú
Snorri.
Snorri. Ljósmynd/Mummi Lú
Bjarni Gunnar og Lilja.
Bjarni Gunnar og Lilja. Ljósmynd/Mummi Lú
Emilia og Viggó.
Emilia og Viggó. Ljósmynd/Mummi Lu
Hera, Viggó og Ásgeir Kolbeins.
Hera, Viggó og Ásgeir Kolbeins. Ljósmynd/Mummi Lú
Fullt var út úr dyrum í opnunarpartíinu.
Fullt var út úr dyrum í opnunarpartíinu. Ljósmynd/Mummi Lú
Gestir nutu góðra veitinga á staðnum.
Gestir nutu góðra veitinga á staðnum. Ljósmynd/Mummi Lú
Berglind og Júlía.
Berglind og Júlía. Ljósmynd/Mummi Lú
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert