„Ég er heppinn að vera á lífi“

Undanfarið hefur borið mikið á kvenmannsnafninu Mollý í íslensku skemmtanalífi. Þar er þó ekki um að ræða nýjustu djammdrottningu borgarinnar því Mollý þessi er ekki manneskja heldur eiturlyfið MDMA. Mollý, sem dregur nafn sitt af orðinu "molecule" (ísl. sameind) hefur verið tíður gestur í poppmenningu samtímans og við undirbúning úttektar um efnið fékk Monitor að heyra ýmsar og afar ólíkar sögur af upplifunum og afleiðingum notkunar á MDMA. 

Í umfjöllun sinni leitast Monitor við að kynna lesendur sína fyrir eiturlyfinu Mollý frá hinum ýmsu sjónarhornum en að því sögðu er rétt að árétta að það er rík ástæða fyrir því að vímuefni á við MDMA er nefnd EITURLYF (í blaði vikunnar má lesa um öll þau vondu áhrif sem efnið hefur á notendur).

Hvað er Mollý?

Mollý er slangur yfir eiturlyfið MDMA (methylendioxymetamfetamin) sem er virka efnið í E-töflum. Í E-töflum er MDMA yfirleitt blandað við önnur efni en Mollý er notað fyrir efnið eitt og sér. MDMA dregur fram upplifun af aukinni orku, alsælu, tilfinningalegri hlýju og
nánd við aðra, en veldur brenglun á skynhrifum og tímaskyni. Molly er yfirleitt gleypt eða blandað við vökva og getur verið í töfluformi, hylki eða litið út eins og kristall. Áhrif þess endast í þrjá til sex tíma í senn.

Er Mollý ávanabindandi?

Rannsóknir á vanabindandi eiginleikum MDMA hafa sýnt mismunandi niðurstöður en sumir neytendur efnisins hafa gert grein fyrir einkennum fíknar, þar á meðal áframhaldandi notkun þrátt fyrir vitund um líkamlegan eða sálfræðilegan
skaða, stærri skammtaþörf og fráhvarfseinkenni. Þau taugaboðkerfi sem MDMA virkjar eru þau sömu og önnur ávanabindandi eiturlyf virkja. Tilraunir sýna að dýr sækja í MDMA sjálfviljug og þykir það gefa sterkar vísbendingar um ávanabindandi eiginleika þess.

Monitor spjallaði við nokkra einstaklinga sem höfðu prófað Mollý og einn af þeim var ung manneskja sem slasaðist lífshættulega eftir neyslu á lyfinu í bland við áfengi. Viðkomandi man lítið sem ekkert eftir því hvernig slysið bar að garði og segist heppinn að vera á lífi, en það blæddi inn á heila viðkomandi við slysið.Viðkomandi hefur ekki neytt MDMA síðan og segist hafa hugsað sinn gang þegar hann vaknaði á spítala.


„Ég prófaði þetta í fyrsta skipti þar síðasta sumar og það var eiginlega óvart. Þetta var í teiti sem ég var í eftir bæinn þar sem einhver var að bjóða. Maður gerði þetta svolítið í blindni og ég vissi ekkert hvað þetta var,“ sagði viðkomandi í samtali við Monitor.

Hann hafði prófað Mollý nokkrum sinnum fyrir slysið og líkað vel en telur þó ljóst að áhrif efnisins séu ekki eins góð og þau kunna að virðast í fyrstu.

„Þetta steikir auðvitað örugglega á manni heilann og allt það en ég held líka að það
slæma við þetta sé að maður verður fljótt háður þessu. Það er enginn sem segir „Nei, nú er ég búin að prófa þetta“ og hættir svo bara.“

Umfjöllun Monitor um Mollý má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Monitor hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson