Tóku upp myndband í Hvalfjarðargöngunum

Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu.

Eftir hátt í áratug gefur rappsveitin Quarashi út nýtt myndband og það við lagið „Rock On“ sem kom út þann 15. maí síðastliðinn en myndbandið má sjá hér að neðan. Í þessu nýja myndbandi koma við sögu Quarashi meðlimirnir Egill „TINY" Ólafur Thorarensen, Steinar Fjeldsted og Sölvi Blöndal. Myndbandinu var leikstýrt af Eilífi Erni Þrastarsyni en það var meðal annars tekið upp á fullri ferð í Hvalfjarðargöngunum.

Egill segir að göngunum hafi ekki verið lokað á meðan á tökum stóð heldur hafi þeir fengið sérstakt leyfi og keyrt rösklega tvær ferðir með tilheyrandi öryggisbúnað við hendina. „Þetta gekk þetta allt eins og í sögu, það fer í bækurnar að hafa rappað aftan í sendibíl í gegnum Hvalfjarðargöngin. Þetta er bæði eitthvað nýtt og það er alltaf gaman að ögra sér innan skynsamra marka,“ segir Egill.

Eins og áður hefur komið fram er þetta fyrsta myndband Quarashi í hátt í áratug við fyrsta lag sveitarinnar í jafn langan tíma. Myndbandið er uppfullt af nostalgíu og segir Egill samstarfið óneitanlega hræra við hjartarótunum.

„Tilfinningar eru auðvitað blendnar en það er ekkert skemmtilegra en að hrærast í tónlist alveg sama á hvaða forsendum,“ segir Egill og bætir við að þeir Sölvi setjist gjarnan niður og pæli í tónlist til þess eins að njóta þess að vera saman. „Við kláruðum þetta lag undir þeim formerkjum að við myndum gera gamla hljóðinu hátt undir höfði og það er það sem „Rock On“ snýst um. Engin rembingur bara pungsveitt rokk og rapp beint í andlitið á þér.“

Meðlimir Quarashi voru miklir frumkvöðlar í íslensku rappi allan starfstíma sveitarinnar og segir Egill nýja kynslóð ekki hafa farið varhluta af áhrifum þeirra. „Það er oft á tíðum undarlegt að sjá hversu margar kynslóðir tileinka sér þá stóru tónlistararfleið sem Quarashi hefur skilið eftir sig. Við vorum töff, en við erum ennþá töff og rúmlega það þannig að það gefur að skilja,“ segir Egill. „Íslenskt rapp hefur verið lyft upp á hærri stall með listamönnum eins og Gísla Pálma, Emmsjé Gauta, Úlf Úlf, Geimfarar, Alvia Islandia,“ telur hann upp og segist geta haldið endalaust áfram. „Þetta eru strákarnir sem eru að bera kyndilinn og við eldri hundarnir í þessu erum stoltir og fylgjumst með að ákafa.“

Þegar minnst er á aldur þeirra félaga er rétt að spyrja hvort tónleikarnir á Þjóðhátíð verði einskonar einnar nætur gaman eða hvort Quarashi hyggist halda áfram að hrista upp í lýðnum en Egill segir það af og frá. „Veistu hvað við erum gamlir ? Það er ekki fræðilegur möguleiki á öðru giggi, Sölvi er 50 ára gamall á næsta ári!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson