Svona skrifar þú hið fullkomna kynningarbréf

Það vefst fyrir mörgum að skrifa kynningarbréf.
Það vefst fyrir mörgum að skrifa kynningarbréf. Skjáskot Self.com

Að skrifa hið fullkomna kynningarbréf getur virst alger ógerningur. Það er engu að síður afar mikilvægt ef þú ætlar að næla þér í draumastarfið. Alison Green, fyrrum ráðningastjóri, deildi nokkrum ráðum með þeim sem eru ekki vissir hvernig best sé að bera sig að.

Notaðu hversdagslegra orðalag heldur en „til þess sem málið varðar“
Oft er vænlegra til árangurs að vera persónulegur. Ef þú veist nafnið á manneskjunni sem sér um ráðningar skalt þú nota það. Ef ekki getur þú notað orðalag líkt og „kæri starfsmannastjóri“ eða eitthvað í þeim dúr.

Vertu persónuleg/ur, en nýttu jafnframt styrkleika þína
Til þess að fanga athygli starfsmannastjórans er gott að bæta inn í textann nokkrum fróðleiksmolum sem sýna hvaða mannesku þú hefur að geyma, auk þess að sýna fram á hvers vegna þú smellpassar í starfið.

Ekki taka fram að þú munir hafa samband til að skipuleggja viðtal
Það er munur á milli þess að vera ákveðinn og vera ýtinn. Það er starfsmannastjórans að ákveða hvort hann vilji hitta þig eftir að hafa lesið umsóknina.  

Forðastu klisjur
Starfsmannastjórar kunna betur að meta að þú talir við þá á jafningjagrundvelli, fremur en að þú sért að reyna að selja þeim eitthvað. Þeir hafa líklega heyrt setningar á borð við: „Ef þú ert að leita að frábærum starfskrafti sem hefur margt fram að færa, leitaðu þá ekki lengra.“ Ekki aðeins er þetta tilgerðarlegt, heldur hafa þeir líklega séð þetta margoft.

Sparaðu stóru orðin
Forðastu setningar eins og „ég er einstaklega hæfur í þetta starf“ eða „ég er besti umsækjandinn í þetta starf.“ Betra er að segja: „Ég tel víst að kostir mínir muni  koma fyrirtækinu að góðum notum“ eða eitthvað í þá áttina.

Passaðu lengdina
Ef þú getur fyllt um það bil eina síðu af gæða efni ert þú í góðum málum. Hálf síða er vanalega ekki nóg til að útskýra hvers vegna þú átt erindi í starfið. Auk þess kann langdregið kynningarbréf ekki góðri lukku að stýra.

Pistilinn má lesa í heild sinni á vef SELF

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál