Óstundvísu fólki farnast betur í lífinu

Oprah Winfrey og Barack Obama er fólk sem hefur gengið …
Oprah Winfrey og Barack Obama er fólk sem hefur gengið vel í lífinu en ælti þau séu óstundvís? mbl.is/AFP

Hingað til hefur það frekar þótt vera neikvætt en jákvætt að vera óstundvís. Viðhorf til þeirra sem eiga erfitt með að mæta á réttum tíma gæti verið að breytast en rannsóknir hafa leitt það í ljós að óstundvísir eru farsælli en þeir sem eru stundvísir. 

Indy100 greinir frá því að nokkrar mismunandi rannsóknir benda til ágætis fólks sem er óstundvíst. Það fólk á það til að vera afslappaðra, jákvæðara og áhugasamara. 

Rétt eins og kemur fram hjá Buisness Insider er fólk ekki endilega að sýna dónaskap með því að mæta ekki á réttum tíma. Það getur einfaldlega verið að fólk hafi bara mikið að gera. Fólk sem fjölbeitir sér á það til að gleyma tímanum en um leið er það oft farsælt. 

Eins og fram hefur komið getur óstundvísi einnig verið merki um jákvæðni. Fólk sem er jákvætt heldur stundum að það geti gert meira en það hefur tíma fyrir. Jákvæðni er einmitt einn þáttur í því hversu farsælt fólk er. 

Ritstýran Anna Wintour og fyrirsætan Karlie Kloss. Það er erfitt …
Ritstýran Anna Wintour og fyrirsætan Karlie Kloss. Það er erfitt að ímynda sér að Wintour óstundvísa. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál