Hver viltu vera?

Aldís Pálsdóttir

„Eitt sinni vann ég á vinnustað þar sem menningin einkenndist af útilokun og flokkadráttum. Sumt fólk á vinnustaðnum notaði gagngert særandi orð gegn þeim sem af einhverjum ástæðum þeir höfðu valið að níðast á. Þetta var þó gjarnan gert undir fjögur augu svo engin vitni voru að hegðuninni. Vandamálið var því bæði dulið og óáþreifanlegt. Þeir sem beittu þessarri tegund hegðunar, sem ég leyfi mér að kalla andlegt ofbeldi, höfðu unnið á vinnustaðnum um árabil,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi í sínum nýjasta pistli: 

Áhrif neikvæðrar menningar

Eftir að hafa unnið við markþjálfun í tæpan áratug, veit ég fyrir víst að sambærileg menning þrífst enn á mörgum vinnustöðum landsins. Þar að auki er þetta vandamál sem á sér hliðstæðu víða um heim. Margir upplifa útilokun og vanvirðingu sem hluta af daglegu lífi á vinnustaðnum.

Á sumum vinnustöðum er eins og tveir menningarheimar mætist. Þar eru þeir sem sýna af sér neikvæða hegðun og svo eru hinir sem ekki taka þátt í slíkri hegðun og halda þá gjarnan hópinn.

Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að það hefur gjarnan djúpstæð áhrif á fólk að búa við neikvæðni. Hvort sem við sem einstaklingar tökum þátt í þeirri hegðun sem einkennir slíka menningu eður ei, þá hefur neikvæðnin áhrif á okkur.

Þeir sem hafa unnið eða jafnvel vinna enn á vinnustöðum þar sem menningin einkennist af neikvæðni, eiga oft í átökum innra með sér. Við fyrstu sýn virðist það oft auðveldara að verða hluti af neikvæðri menningu heldur en að breyta henni til hins betra.

Hver vilt þú vera?

Við stöndum frammi fyrir vali á hverjum einasta degi. Hver viljum við vera? Viljum við taka þátt í að viðhalda menningu þar sem sumir eru útilokaðir – eða viljum við stöðva slíka hegðun? Þrátt fyrir að við upplifum valdaleysi gagnvart þeirri menningu sem við erum hluti af, er það í raun og veru á okkar valdi að taka þátt í að breyta henni til batnaðar.

Öll eigum við okkur fyrirmyndir og ef vel er að gáð geta þær verið bæði jákvæðar og neikvæðar. Stundum virka neikvæðu fyrirmyndirnar eins og víti til varnaðar, ef svo má segja. Með öðrum orðum, við viljum ekki líkjast þeim.

En jákvæðu fyrirmyndirnar eru oftast fleiri og áhrif þeirra djúpstæðari. Það er góð leið til aukinnar sjálfsþekkingar að vera sér meðvitaður um hverjar þessar góðu fyrirmyndir eru. Skrifa jafnvel niður hvað einkennir þetta fólk og hvers vegna við lítum upp til þess.

Rannsakendur sem safnað hafa upplýsingum um fyrirmyndir hafa komist að því að flest lítum við upp til fólks sem stendur okkur nærri. Það er gjarnan náinn ættingi eða fjölskylduvinur sem við höfum kynnst vel. Það merkilega er að þrátt fyrir að við setjum fyrirmyndir okkar á stall að einhverju leyti, þá gerum við okkur jafnframt grein fyrir að þetta er fólk sem bæði er gætt kostum og göllum.

Fyrirmyndir eru gjarnan fólk sem hefur fundið styrk til að sigrast á hindrunum og vaxið í kjölfar áfalla. Fólk sem tekur upp hanskann fyrir öðrum og berst fyrir því sem er rétt. Ekki vegna þess að það sé því sjálfu til framdráttar, heldur vegna þess að það hefur sterkan innri áttavita eða siðferðiskennd.

Við erum samfélagið

Það getur verið auðveldara að horfa í hina áttina þegar aðrir eru beittir misrétti og flest erum við sek um að hafa gert það. En staðreyndin er sú að við erum samfélagið.

Ef þú vinnur á vinnustað þar sem menningin er skaðleg, getur verið gott að muna að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Þú getur verið sú eða sá sem stígur fyrsta skrefið í átt að breytingum. Það þarf nefnilega ekki nema einn til að brjóta munstrið.

mbl.is

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

19:00 Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

14:29 Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

12:38 Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

10:00 „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

05:30 Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

Í gær, 23:00 Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

í gær Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

í gær Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

í gær Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

í gær Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

í gær Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

í gær Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

í fyrradag Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

14.11. „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

14.11. Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

14.11. „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

14.11. „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

14.11. Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

13.11. Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

13.11. Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

13.11. Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »