Hver viltu vera?

Aldís Pálsdóttir

„Eitt sinni vann ég á vinnustað þar sem menningin einkenndist af útilokun og flokkadráttum. Sumt fólk á vinnustaðnum notaði gagngert særandi orð gegn þeim sem af einhverjum ástæðum þeir höfðu valið að níðast á. Þetta var þó gjarnan gert undir fjögur augu svo engin vitni voru að hegðuninni. Vandamálið var því bæði dulið og óáþreifanlegt. Þeir sem beittu þessarri tegund hegðunar, sem ég leyfi mér að kalla andlegt ofbeldi, höfðu unnið á vinnustaðnum um árabil,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi í sínum nýjasta pistli: 

Áhrif neikvæðrar menningar

Eftir að hafa unnið við markþjálfun í tæpan áratug, veit ég fyrir víst að sambærileg menning þrífst enn á mörgum vinnustöðum landsins. Þar að auki er þetta vandamál sem á sér hliðstæðu víða um heim. Margir upplifa útilokun og vanvirðingu sem hluta af daglegu lífi á vinnustaðnum.

Á sumum vinnustöðum er eins og tveir menningarheimar mætist. Þar eru þeir sem sýna af sér neikvæða hegðun og svo eru hinir sem ekki taka þátt í slíkri hegðun og halda þá gjarnan hópinn.

Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að það hefur gjarnan djúpstæð áhrif á fólk að búa við neikvæðni. Hvort sem við sem einstaklingar tökum þátt í þeirri hegðun sem einkennir slíka menningu eður ei, þá hefur neikvæðnin áhrif á okkur.

Þeir sem hafa unnið eða jafnvel vinna enn á vinnustöðum þar sem menningin einkennist af neikvæðni, eiga oft í átökum innra með sér. Við fyrstu sýn virðist það oft auðveldara að verða hluti af neikvæðri menningu heldur en að breyta henni til hins betra.

Hver vilt þú vera?

Við stöndum frammi fyrir vali á hverjum einasta degi. Hver viljum við vera? Viljum við taka þátt í að viðhalda menningu þar sem sumir eru útilokaðir – eða viljum við stöðva slíka hegðun? Þrátt fyrir að við upplifum valdaleysi gagnvart þeirri menningu sem við erum hluti af, er það í raun og veru á okkar valdi að taka þátt í að breyta henni til batnaðar.

Öll eigum við okkur fyrirmyndir og ef vel er að gáð geta þær verið bæði jákvæðar og neikvæðar. Stundum virka neikvæðu fyrirmyndirnar eins og víti til varnaðar, ef svo má segja. Með öðrum orðum, við viljum ekki líkjast þeim.

En jákvæðu fyrirmyndirnar eru oftast fleiri og áhrif þeirra djúpstæðari. Það er góð leið til aukinnar sjálfsþekkingar að vera sér meðvitaður um hverjar þessar góðu fyrirmyndir eru. Skrifa jafnvel niður hvað einkennir þetta fólk og hvers vegna við lítum upp til þess.

Rannsakendur sem safnað hafa upplýsingum um fyrirmyndir hafa komist að því að flest lítum við upp til fólks sem stendur okkur nærri. Það er gjarnan náinn ættingi eða fjölskylduvinur sem við höfum kynnst vel. Það merkilega er að þrátt fyrir að við setjum fyrirmyndir okkar á stall að einhverju leyti, þá gerum við okkur jafnframt grein fyrir að þetta er fólk sem bæði er gætt kostum og göllum.

Fyrirmyndir eru gjarnan fólk sem hefur fundið styrk til að sigrast á hindrunum og vaxið í kjölfar áfalla. Fólk sem tekur upp hanskann fyrir öðrum og berst fyrir því sem er rétt. Ekki vegna þess að það sé því sjálfu til framdráttar, heldur vegna þess að það hefur sterkan innri áttavita eða siðferðiskennd.

Við erum samfélagið

Það getur verið auðveldara að horfa í hina áttina þegar aðrir eru beittir misrétti og flest erum við sek um að hafa gert það. En staðreyndin er sú að við erum samfélagið.

Ef þú vinnur á vinnustað þar sem menningin er skaðleg, getur verið gott að muna að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Þú getur verið sú eða sá sem stígur fyrsta skrefið í átt að breytingum. Það þarf nefnilega ekki nema einn til að brjóta munstrið.

mbl.is

Endurunna innréttingin frá IKEA sigraði

21:00 Sænska móðurskipið IKEA var rétt í þessu að vinna Red Dot-verðlaunin 2018 í flokki vöruhönnunar fyrir KUNGSBACKA-eldhúsframhliðarnar. Meira »

Bubbi Morthens orðinn afi

18:10 Rokkstjarna Íslands, Bubbi Morthens, varð afi 21. september þegar dóttir hans, Gréta Morthens og kærasti hennar, Viktor Jón Helgason, eignuðust dóttur. Meira »

Gengur illa að búa til fræg vörumerki

16:00 Viggó Jónsson er annar stofnenda og eigenda Jónsson & Le'macks. Hann hefur unnið mikið fyrir orkufyrirtækin í gegnum árin.   Meira »

Innlit í baðherbergi ofurfyrirsætu

13:02 Baðherbergið er í sama rými og svefnherbergið á heimili fyrirsætunnar Miröndu Kerr og eiginmanns hennar, Evan Spiegel, stofnanda Snapchat. Meira »

Þrjár kynslóðir í Dolce & Gabbana

09:10 Dolce & Gabbana sýndi nýja fatalínu á tískusýningunni í Mílanó á dögunum. Ítalska leikkonan Isabella Rossellini kom fram á sýningunni ásamt dóttur sinni og barnabarni. Meira »

Jólin koma snemma í ár

06:00 Mestu jólabörn landsins ættu ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur þar sem senn er hægt að hefja niðurtalningu að jólum. Ef þú ert alvörusælkeri jafnast fátt á við að telja niður að jólum með jóladagatali Lakrids by Johan Bülow. Í ár kemur dagatalið í hefðbundinni stærð ásamt fjölskyldustærð. Meira »

7 góðar stellingar fyrir einn stuttan

Í gær, 23:59 Það er alltaf tími fyrir kynlíf hvort sem þú ert að drífa þig í vinnuna eða hreinlega í vinnunni, enda þarf kynlíf ekki að taka langan tíma. Þá er gott að muna eftir vel völdum kynlífsstellingum. Meira »

Getur fitusog fjarlægt ístruna á Jóni?

í gær „Ég er miðaldra karl með ístru og náraspik sem mig langar að losna við. Ég er hvergi annarsstaðar með fitu á líkamanum. Þannig að mig langar að fara í fitusog, svo spurningin er hvað myndi það kosta?“ Meira »

Hvenær er best að taka bætiefnin inn?

í gær „Þumalputtareglan er að taka bætiefnin með eða strax eftir mat, þar sem sum bætiefni geta valdið brjóstsviða ef þau eru tekin á fastandi maga. Ef morgunverðurinn er ekki staðgóður er ekki ráðlegt að taka mikið af bætiefnum með honum. Þá er betra að taka þau með hádegis- eða kvöldmat.“ Meira »

Baddi í Jeff Who? á lausu en til í kærustu

í gær Bjarni Lárus Hall söngvari Jeff Who? er á lausu en væri alveg til í að eignast kærustu bráðum. Þessu greindi hann frá í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Meira »

„Alli ríki“ hélt tryllt Gatsby-afmæli í Iðnó

í gær Glamúr-teiti helgarinnar var án efa haldið í Iðnó á laugardagskvöldið þegar Aðalsteinn Jóhannsson fagnaði því að hann væri orðinn fertugur. Aðalsteinn er kallaður „Alli ríki“ vegna velmegunar sinnar. Meira »

Guðdómlegt nútímaheimili í 203

í gær Ef þig langar í hús á einni hæð sem er súpervel skipulagt með fallegum innréttingum þá er þetta kannski hús fyrir þig. Það er 180 fm og byggt 2013. Meira »

Föt sem ætti að banna í ræktinni

í gær Er réttur brjóstahaldari og skór ofan í íþróttatöskunni þinni? Æfingin verður betri ef þú klæðir þig rétt í ræktinni.   Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

23.9. „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

23.9. María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

23.9. Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

23.9. Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetur konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

23.9. „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

23.9. Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

22.9. Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

22.9. Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »