Fagurkeri sem eflir konur

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir er framkvæmdastjóri FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu. Mesta ...
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir er framkvæmdastjóri FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu. Mesta hluta starfsævinnar hefur hún unnið að því að efla fólk í gegnum menntun, stjórnun og félagsstörf. Ljósmynd/Aðsend

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir er framkvæmdastjóri FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu. Mesta hluta starfsævinnar hefur hún unnið að því að efla fólk í gegnum menntun, stjórnun og félagsstörf. Hrafnhildur hefur fjölhæfa menntun frá ólíkum heimshornum og mikla víðsýni eftir að hafa búið erlendis og ferðast um heimsálfurnar sjö. Hún er fagurkeri fram í fingurgóma og kann að njóta lífsins.

Hrafnhildur er skipulögð og jarðtengd en líka ævintýramanneskja sem fer í teygjustökk, hoppar í fossa, syndir í köldum sjó og Meðalfellsvatninu þar sem hún býr í sveitasælu með fjölskyldunni. Hún er framkvæmdastjóri FKA, eins af öflugustu félagasamtökum hér á landi sem samanstendur af 1200 félögum en segir þó að mikilvægasta hlutverkið sitt sé að vera mamma.

Hvað er FKA?

„FKA eru félagasamtök fyrir allar konur í atvinnulífinu sem eiga eða reka fyrirtæki eða eru í stjórnenda- og leiðtogastörfum og vilja stórefla tengslanetið sitt, styrkja sjálfa þig og hafa áhrif til eflingar íslensks atvinnulífs.“

Hrafnhildur, Íris og Freyja Kristjánsdóttir.
Hrafnhildur, Íris og Freyja Kristjánsdóttir. mbl.is/Stella Andrea

Af hverju eru konur í kvennasamtökum eins og þessum?

„Fyrst og fremst til að efla sjálfar sig, stækka tengslanetið og ekki síst til að hafa það gaman. Gríðarleg breidd er af konum í samtökunum og koma þær úr öllum greinum atvinnulífsins. Í FKA gefst konum tækifæri til að koma sér á framfæri, gera sig sýnilegar, gefa af sér af reynslu og miðla til þeirra sem eru óreyndari eins og við gerum í gegnum„mentor“-prógrammið okkar með FKA Framtíð. En samstaða er enn gríðarlega mikilvæg og í krafti fjöldans er FKA hreyfiafl sem sameinast í mikilvægum verkefnum til að ná fram jafnvægi þar sem við þurfum að ná frekari árangri eins og við höfum gert varðandi konur í stjórnir, konur í stjórnendastöðum og sýnileiki kvenna í fjölmiðlum. Allt okkar starf stuðlar að því að íslenskt atvinnulíf einkennist af fjölbreytileika öðrum löndum til fyrirmyndar.“

Áhugaverð námskeið sem þú mælir með?

„Að vera framkvæmdastjóri þessa flotta félags er í raun eitt stórt námskeið því FKA stendur fyrir um 100 viðburðum á ári sem samanstanda af; fræðslufundum, námskeiðum, fyrirtækjaheimsóknum, ferðum og ráðstefnum.“

Hvert er besta námskeið sem þú hefur farið á?

„Ef það er eitthvert eitt námskeið sem hefur haft afgerandi áhrif á það hvernig ég vinn sem stjórnandi þá er það án nokkurs efa, markþjálfunarnámskeiðið sem ég bætti við mig þegar ég vann hjá Háskólanum í Reykjavík. Þar lærði ég meðal annars virka hlustun, spyrja spurninga á ákveðin hátt og það er mjög mikilvægt tól í stjórnendakassann minn.“

Hvað gerir þú til að dekra við þig?

„Að rækta líkama og sál. Byrjaði síðasta vetur að mæta aftur reglulega í ræktina að lyfta og það er í raun algjört dekur að hugsa vel um sig og fá smá „ME TIME“.“

Hvert er uppáhaldstískumerkið þitt?

„Ég spái lítið í fatamerkjum, horfi frekar á flíkina en þegar kemur að töskum þá er Michael Kors í uppáhaldi.“

Hvaða hönnuð heldur þú upp á?

„Ég elska allt frá skartgipalínunni VERA DESIGN – ótrúlega fallegar vörur með sögu og þjóðlegum bakgrunni.“

Rose Gold skartgripir frá Vera Design eru í uppáhaldi hjá ...
Rose Gold skartgripir frá Vera Design eru í uppáhaldi hjá Hrafnhildi. Ljósmynd/skjáskot alnetið.

Hvað þýðir tíska fyrir þig?

„Tíska er alls konar – mér finnst mikilvægast að finna sinn stíl og vera bara þú sjálfur. Auðvitað koma oft tískubylgjur sem maður hleypur með – en persónulegur stíll stendur ávallt upp úr.“

Hver er uppáhaldsliturinn þinn?

„Fjólublár, bleikur og turkís eru uppáhaldslitirnir mínir en þegar kemur að fötum þá er hinn klassíski svarti allsráðandi en ég er hrifin af húðlituðum fötum og laxableikur hefur síðan verið að detta aðeins inn í hinn svarta fataskáp undanfarið.“

Laxableikur litur er í uppáhaldi hjá Hrafnhildi.
Laxableikur litur er í uppáhaldi hjá Hrafnhildi. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Uppáhaldsíþróttafatnaður?

„„BEFIT & KUSK Collection“ buxurnar eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Þetta er íslensk hönnun og saumað af Hrönn Sigurðardóttur. Ég nota buxurnar alltaf í ræktinni því þær eru þægilegar, með háum streng og mjög klæðilegar.“

BEFIT og KUSK Collection buxurnar koma vel út á líkamanum.
BEFIT og KUSK Collection buxurnar koma vel út á líkamanum. Ljósmynd/skjáskot alnetið

Hvaða hlutur er ómissandi?

„Enginn hlutur er að mínu mati ómissandi en ég sný hiklaust við heim ef ég gleymi símanum mínum.“

Hver er mest notaða snyrtivaran í snyrtitöskunni?

„MAC varaliturinn – Myth.“

Hver er uppáhaldsverslunin þín?

„Veit ekki, sakna þó Karen Millen.“

Hver er uppáhaldsborgin til að versla í?

„Ég fer aldrei í sérstakar verslunarferðir...gerði síðustu stóru fatakaup á Egilsstöðum í Sentrum þegar ég var stödd á Íslandsmeistaramótinu í fimleikum með dóttur minni. Sætar búðir geta leynst á ýmsum stöðum.“

Áttu þér uppáhaldsflík?

„Get ekki verið án Canada Goose úlpunnar minnar né grænu Cintamani dúnúlpunnar þegar það verður kalt í Kjósinni á veturna en mamma og pabbi gáfu mér Canada Goose úlpuna þegar ég varð fertug – ein besta og hlýjasta flíkin mín.“

Hver er besti veitingastaðurinn á Íslandi að þínu mati?

„Verð að segja „PAMA“ en það köllum við systkinin að vera boðin í mat til mömmu og pabba. Mamma býr til heimagerðar pizzur sem toppa allt og pabbi er einn sá mesti listakokkur sem sögur fara af. Annars er indverskur í uppáhaldi og Austur-Indía félagið.“

Uppáhaldsmorgunmaturinn?

„Á morgnana fæ ég mér yfirleitt „smoothie“ sem ég geri fyrir alla fjölskylduna eða þá gríska jógúrt með jarðarberjum, bláberjum og múslí. Á sunnudögum bakar Bubbi „Ömmu Grétu“ skonsur sem eru bestar í heimi.“

Uppáhaldssmáforrit?

„Pinterest “

Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu?

„Hamingjan felst í að vera til í núinu og njóta allra litlu hlutanna sem stundum virðast vera svo sjálfsagðir en eru í raun stærsta gjöfin.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Katrín Olga geislaði í gulri dragt

11:13 Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Viðskiptaráðs var eins og vorboðinn ljúfi í gulri dragt þegar Viðskiparáð hélt Viðskiptaþing á dögunum. Meira »

Hámarkaðu vinnuna með hvíld frá vinnu

10:15 Er svo mikið að gera í vinnunni að þér líður eins og þú hafi ekki tíma til að taka kaffi eða slaka á í hádegismatnum? Það kann að vera að þessi hugsun borgi sig ekki. Meira »

Svona býr Höskuldur bankastjóri Arion

05:00 Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka býr við Skildinganes í Reykjavík. Fasteignamat hússins er 105.650.000 kr.  Meira »

Kynlífið er alltaf eins

Í gær, 22:00 „Við stunduðum gott kynlíf þangað til fyrir nokkrum mánuðum þegar mér fannst við vera gera það sama aftur og aftur.“  Meira »

Þórdís Kolbrún skar sig úr í teinóttu

Í gær, 19:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mætti í teinóttri dragt á Viðskiptaþing sem haldið var á dögunum. Meira »

Frönsk fegurð undir áhrifum New York

Í gær, 17:00 „Það er draumi líkast að við fáum að hanna snyrtivörulínu í samstarfi við svo þekkt lúxusmerki í snyrtiheiminum,” segja Jack McCollough og Lazaro Hernandez en þeir eru stofnendur og aðalhönnuðir bandaríska tískuhússins Proenza Schouler. Meira »

Ekki gera þessi mistök í hjónaberberginu

Í gær, 13:00 Gunna Stella útskýrir hvers vegna okkur líður oftar en ekki betur á hótelum en hér eru nokkrar ástæður.   Meira »

Ragnheiður selur 127 milljóna hús

í gær Ragnheiður Arngrímsdóttir flugmaður og ljósmyndari hefur sett sitt fallega hús í Tjarnarbrekku á sölu.   Meira »

Sjö merki um að hann elski þig

í gær Er hann ekki búinn að segja þér að þú sért sú eina sanna? Það þarf þó ekki að þýða að hann elski þig ekki.   Meira »

Ertu bara „rebound“?

í fyrradag Er elskhugi þinn bara að nota þig til þess að komast yfir fyrrverandi maka? Vill hann halda sambandinu hversdagslegu og talar í sífellu um fyrrverandi maka? Meira »

Íslenska undrabarnið frá Google mætti

í fyrradag Íslenski ofurhuginn Guðmundur Hafsteinsson sem starfar hjá Google mætti í Iðnó á dögunum. Með honum á myndinni er Þórður Magnússon hjá Eyri Invest. Meira »

Dreymir þig um Vipp-eldhúsinnréttingu?

í fyrradag Danska fyrirtækið Vipp er þekkt fyrir ruslafötur sínar, sápuhaldara og klósetthreinsa. Nú er fyrirtækið komið með eldhúsinnréttingalínu sem hægt er að leika sér endalaust með. Meira »

Þetta bjargar málunum við mígreni

í fyrradag „Í stað þess að grípa til verkjalyfja er því hægt að taka reglulega inn Ginkgo Biloba, sem unnið er úr laufum musteristrésins. Ginkgo Biloba eða musteristrén eru meðal elstu trjátegunda í heimi og elsta tré sem vitað er um í Kína er talið vera allt að 2.500 ára gamalt.“ Meira »

Notkun þunglyndislyfja 30% meiri hér

í fyrradag Íslendingar nota 30% meira af þunglyndislyfjum en næsta Norðurlandaþjóð. Þetta kemur fram í þættinum Lifum lengur.  Meira »

Karl Lagerfeld látinn

19.2. Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld er látinn 85 ára gamall. Franskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Þjóðverjinn hefði látist í París. Meira »

8 farðar sem hafa yngjandi áhrif

19.2. Svokallaðir ofurfarðar eru frábærir til að spara tíma og stuðla að fallegri húð en þeir búa yfir virkum innihaldsefnum sem bæta ástand húðarinnar til skemmri og lengri tíma. Hér eru átta farðar sem flokka má sem ofurfarða. Meira »

Svona býr Linda Baldvinsdóttir

19.2. Linda Baldvinsdóttir markþjálfi flutti í Bryggjuhverfið síðasta sumar og hefur komið sér vel fyrir. Hún málaði allt í sínum litum og elskar að hafa það huggulegt. Meira »

Sátt við sjálfa sig án fyllinga

18.2. Courtney Cox átti mjög erfitt með að sætta sig við að eldast og lét eiga við andlit sitt þannig að hún hætti að þekkja sjálfa sig í spegli. Meira »

Daníel Ágúst mætti með hlébarðaklút

18.2. Myndlistakonan Ásdís Spanó opnaði um helgina einkasýninguna Triangular Matrix. Sýningin verður í Grafíksalnum og er opin frá 16. febrúar til 3. mars 2019. Meira »

Svona er æskuheimili Birkis Más

18.2. Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var alinn upp í Eskihlíð 14 í 105 Reykjavík. Hann spilaði sinn 88. leik með landsliðinu á dögunum og var valinn íþróttamaður Vals um áramótin. Meira »

Stal Wintour stílnum frá Heiðrúnu Önnu?

18.2. Heiðrún Anna stal senunni í bláum leðurkjól í Söngvakeppninni um helgina. Daginn eftir var frú Anna Wintour mætt í bláa leðurkápu. Meira »