Fjórða iðnbyltingin er hafin

Elín Hllgrímsdóttir er hjúkrunarfræðingur að mennt með stjórnunarmenntun. Hún leiðir …
Elín Hllgrímsdóttir er hjúkrunarfræðingur að mennt með stjórnunarmenntun. Hún leiðir deildina sína með það að leiðarljósi að fólki finnist það velkomið í meira nám. Ljósmynd/Aðsend

Elín Hallgrímsdóttir, símenntunarstjóri Háskólans á Akureyri, segir að í miðri 4. iðnbyltingu sé mikilvægt að læra stöðugt nýja hluti svo við sitjum ekki eftir með úrelta þekkingu.

Spurð hvað hún leitist við að gera í starfinu á degi hverjum segir Elín:

„Við í Símenntun HA leggjum okkur fram um að vera með puttana á púlsinum og taka mið af þörfum og óskum samfélagsins um framboð á námskeiðum fyrir sem flesta.“

Fjölbreytt nám með starfi

Við erum með nám með starfi eins og leiðsögunám sem hefst í byrjun september og enn er mögulegt að komast að í því. Svo rekum við stjórnendaskóla (stjornendanam.is) í samstarfi við Samband stjórnendafélaga og Samtök atvinnulífsins, nám sem kennt er í gegnum netið.

Einnig bjóðum við námskeið á meistarastigi í samstarfi við deildir Háskólans auk styttri námskeiða á ýmsum sviðum.“

Af hverju finnst þér að fólk eigi að leggja vinnu í að efla sig og læra stöðugt eitthvað nýtt?

„Fjórða iðnbyltingin er skollin á, sem hefur þegar mikil áhrif á störf fólks og við þurfum öll að halda vel á spöðunum til að sitja hreinlega ekki eftir.“

Vinnustofa fyrir þá sem sinna fjölskyldum

Elín segir að eitt af því sem háskólinn bjóði upp á sé spennandi vinnustofa í fjölskylduhjúkrun í byrjun október. „Vinnustofan er með helstu sérfræðingum á því sviði hvað varðar þekkingu, rannsóknir og reynslu, þeim dr. Janice M. Bell og dr. Lorraine M. Wright. Þær Lorraine og Janice hafa þróað líkön í fjölskylduhjúkrun sem þýdd hafa verið á mörg tungumál: Calgary Family Assessment Model (CFAM) and Calgary Family Intervention Model (CFIM). Einnig hafa þær skrifað fjölda bóka og greina og eru þær eftirsóttir kennarar og leiðbeinendur víða um heim. Það mikill fengur að fá þær hingað í Háskólann á Akureyri.“

Í miðri iðnbyltingu er nauðsynlegt að starfsmenn öðlist þekkingu í …
Í miðri iðnbyltingu er nauðsynlegt að starfsmenn öðlist þekkingu í takt við tæknina. Fjölskyldan er í fyrirrúmi í einu af námskeiðunum hjá HA. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Her er markhópurinn fyrir vinnustofuna?

„Það eru allir sem koma að málefnum fjölskyldna. Aukin þekking er nauðsynleg til að mæta þörfum fjölskyldna sem glíma við flókinn heilsufarsvanda. Dæmin sýna að fjölskyldur þurfa að læra að takast á við fjölþættan heilsufarsvanda því heilbrigðiskerfið hefur ekki bolmagn til þess eitt og sér.“

Hver er nýjasta stefna og straumar í því sem þú sérhæfir þig í?

„Ég legg áherslu á flatan „stjórnunarstrúktúr“ þar sem hver og einn fær að njóta sín til fulls. Ég vona að það nýtist til að sem flestir finni sig velkomna í skólann til okkar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál