Viltu meiri lífsgæði?

Bókin er gefin út í þeirri trú að hver dagur …
Bókin er gefin út í þeirri trú að hver dagur hafi þann megintilgang að auka styrk þinn og hugrekki til að lifa lífinu til hins ýtrasta í stað þess að vera í kapphlaupi við tímann til þess að ná markmiðum sem eru í fjarlægri framtíð. Ljósmynd/Aðsend

Lífsgæðadagbók Heilsufélagsins er ætluð til að hjálpa þér að hámarka lífsgæði þín og þar með hamingju og árangur á hverjum degi. Bókin er gefin út í þeirri trú að hver dagur hafi þann megintilgang að auka styrk þinn og hugrekki til að lifa lífinu til hins ýtrasta í stað þess að vera í kapphlaupi við tímann til þess að ná markmiðum sem eru í fjarlægri framtíð.

Aðferðin sem þú lærir með því að nota bókina er ofureinföld en mjög árangursrík.

1. Að rækta samband þitt við sjálfa(n) þig. Þú gefur þér tíma til að skrifa niður hugleiðingar þínar um lífið og tilveruna og styrkja þannig tengslin við langanir þínar, þrár og tilfinningar.

2. Að setja í forgang það sem þér finnst nærandi og skemmtilegt. Þú gefur þér tíma til að skrifa niður það sem þig langar mest að gera og færa þannig áherslurnar frá því sem þú þarft að gera yfir á það sem þig langar mest að gera hvern dag.

3. Að takmarka verkefni sem eru nauðsynleg en ekki nærandi. Þú skrifar niður það sem þú verður að gera en takmarkar þau verkefni þannig að þau séu ekki of mörg og gangi ekki um of á orku þína.

4. Að forgangsraða í þágu lífsgæða og hamingju. Þú forgangsraðar verkefnum með það að markmiði að hámarka nærandi verkefni en lágmarka þau sem eru það ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál