Ferillinn fór á flug eftir fertugt

Þæra Vera Wang, Viola Davis og Jane Lynch skutust upp …
Þæra Vera Wang, Viola Davis og Jane Lynch skutust upp á stjörnuhimininn eftir fertugt. Samsett mynd

Hvort sem þú ert í kvartlífskrísu eða að nálgast fertugt þýðir það ekki að það sé ekki enn tími til þess að slá í gegn. Stóra tækifærið kemur ekki bara þegar þú ert 25 ára þótt stundum haldi fólk það. Ferill margra frægra kvenna fór ekki á flug fyrr en þær fundu fyrsta gráa hárið. 

Vera Wang

Wang sinnti kannski ekki hræðilegum störfum áður en hún varð þekkt fyrir guðdómlega brúðarkjóla sína. Hún er hins vegar heimsþekkt fyrir fatamerki sitt en hún stofnaði það ekki fyrr en hún var orðin fertug. 

Vera Wang.
Vera Wang. AFP

Kathryn Bigelow

Bigelow var fyrsta konan til þess að vinna Óskarsverðlaun fyrir leikstjórn með Hurt Locker sem kom út árið 2008. Bigelow var orðin 57 ára þegar hún vann verðlaunin. 

Kathryn Bigelow.
Kathryn Bigelow. AFP

Viola Davis

Leikkonan útskrifaðist úr Juilliard og tók að sér mörg smærri hlutverk en það var ekki fyrr en hún var 43 ára sem hún sló í gegn í Doubt á móti Meryl Streep. Á eftir fylgdu Óskarsverðlaun fyrir The Help. Hún stimplaði sig síðan endanlega inn í þáttunum How to Get Away With Murder þá 49 ára. 

Viola Davis.
Viola Davis. AFP

Jane Lynch

Grínleikkonan vakti athygli í myndinni The 40-Year-Old Virgin árið 2005. Hún sló svo rækilega í gegn í sjónvarpsþáttunum Glee árið 2009 þá 49 ára og hefur aldrei haft meira að gera. 

Jane Lynch.
Jane Lynch. AFP

Patricia Field

Konan á bak við fataskáp Carrie Bradshaw í Sex and the City var orðin 56 ára þegar fyrsti þátturinn kom út. Síðan þá hefur hún verið tilnefnd til fjölmargra verðlauna og séð um föt fyrir stór verkefni. 

Leikararnir í Sex and the City.
Leikararnir í Sex and the City. AFP

Judi Dench 

Leikkonan er í miklu uppáhaldi hjá mörgum og þrátt fyrir að ganga vel í leikhúsinu öðlaðist hún ekki heimfrægð fyrr en árið 1995 í James Bond, þá orðin sextug. 64 ára vann hún síðan Óskarsverðlaun fyrir Shakespeare in Love.

Judi Dench.
Judi Dench. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál