Hvers vegna fór Vigdís í framboð 1980?

Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands.
Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir að hún hefði aldrei farið í forsetaframboð ef sjómennirnir hefðu ekki staðið með henni og hvatt hana áfram. Kosning Vigdísar í stöðu forseta Íslands breytti sýn fólks á stöðu kvenna. 

Í viðtal á vef Íslandsbanka segir Vigdís söguna af því hvers vegna hún fór í framboð. Á þessum tíma var hún leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur og þótt hún væri á kafi í kvennabaráttu ætlaði hún alls ekki í framboð. 

„Síðan var það bara svo, það var ýtt svo mikið á mig að það endaði með því og gafst upp. En það var af því að sjómenn á Íslandi sendu mér hvatningarorð og skeyti. Það er ekki hægt að standast sjómennina,“ segir Vigdís og segir söguna af því að einn þeirra hafi sagt við hana að hann væri svo ánægður með að hún væri ekki gift. 

„Ég er svo fegin að þú ert ekki gift Vigdís, því ef þú hefðir sagt eitthvað skemmtilegt þá hefði verið sagt: „Þetta hefur karlinn sagt henni að segja.““ 

Hér er Vigdís Finnbogadóttir með Ronald Reagan þáverandi forseta Bandaríkjanna …
Hér er Vigdís Finnbogadóttir með Ronald Reagan þáverandi forseta Bandaríkjanna árið 1986 þegar leiðtogafundurinn fór fram í Reykjavík. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson
mbl.is