„Þaut um salinn með krafti og útgeislun“

Sigríður Arnardóttir eða Sirrý eins og hún er kölluð.
Sigríður Arnardóttir eða Sirrý eins og hún er kölluð. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona er þaulvön að halda fyrirlestra og námskeið. Hún man eftir námskeiði sem hún sótti sjálf sem hafði meiri áhrif á hana en önnur. 

„Ég hef farið á mörg góð námskeið sem hafa bætt líf mitt, allt frá Myndlistarskólanum í Reykjavík sem ég sótti reglulega í tíu ár í bernsku til hugleiðslunámskeiða í Oxford og NewYork-ríki undanfarin ár.

En eitt námskeið sker sig úr því það hvatti mig svo mikið og gaf mér „leyfi“ til að láta drauma mína rætast og vera ég sjálf og minnir á hvað jákvæðar fyrirmyndir eru mikilvægar. Fyrir um tuttugu árum var ég í fæðingarorlofi en fékk pössun til að fara á námskeið hjá miðaldra bandarískri konu sem sérhæfði sig í að þjálfa fólk í að koma fram og tjá sig af öryggi. Hún þorði svo vel að taka sitt pláss, þaut um salinn með krafti og útgeislun og miðlaði af reynslu sinni og þjálfaði fólk í að koma fram af öryggi.

Ég sá þarna flotta fyrirmynd. Ég var dregin út og vann kennslubókina hennar og fór í framhaldinu að sækja mér meiri og meiri þekkingu á þessu sviði og er í dag sjálf orðin miðaldra kona; vinn við þetta og hef skrifað bók um örugga tjáningu og betri samskipti. Starfa í dag sem stjórnendaþjálfari og háskólakennari á Bifröst og þetta er mitt svið og ég nýt þess að hvetja fólk til að taka sitt pláss og leyfa sér að skína og vera öruggt,“ segir Sirrý. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál