„Hvernig mennta ég mig í mér?“

Það léttir andrúmsloftið í vinnunni þegar unnið er með fólki …
Það léttir andrúmsloftið í vinnunni þegar unnið er með fólki í meðvirkni. mbl.is/Colourbox

Það getur tekið heila mannsævi að skilja flóknar tilfinningar og það sem getur komið upp í samskiptum við annað fólk. Ekki bara þegar við erum heima heldur einnig í vinnunni. 

Langflestir skólar erlendis hafa einhvers konar sjálfsvinnu innbyggða í stjórnendaþjálfun sína. Enda ómögulegt að verða sérfræðingur í að stýra öðru fólki ef maður veldur ekki sínu eigin tilfinningalífi.

Það sem er vinsælt að stjórnendur nái tökum á er að skilja ólíkar tilfinningar. Sanngjörn samskipti, meðvirkni og flókinn starfsmannavanda.

Þeir sem sérhæfa sig í meðvirkni vita að út úr þeim skóla útskrifast maður seint. Enda getur meðvirkni verið stjórnsemi, undanlátssemi og allt þar á milli. Besta leiðin að mínu mati sem stjórnendur geta farið til að létta andrúmsloftið í vinnunni og gera umhverfið meira aðlaðandi er að skoða hvað er ég að koma með mér í vinnuna?

Virðing, heiðarleiki og að kunna að umgangast alls konar fólk er vanalega fyrsta skrefið og síðan að skilja eigin skuggahliðar.

Elínrós Líndal MBA, blaðamaður og ráðgjafi.
Elínrós Líndal MBA, blaðamaður og ráðgjafi. mbl.is/Tinna Magg

Stjórnendur sem eru öruggir í eigin skinni eru vanalega búnir að mennta sig í sér. Þeir verða manneskjulegri, dýpri og áhugaverðari að vinna með. Ef fyrirtæki ætla að lifa af inn í framtíðina þurfa þau að finna öryggi sitt í breytingum. Því eins og við vitum þá er dagurinn í dag ekki sá sami og hann var í gær. Við lifum í eins konar ferli sem er skemmtilegt ef við erum undirbúin fyrir það en mjög óþægilegt ef við erum sífellt að reyna að búa til form utan um normið.

Ég vona að fyrirtæki sjái sér fært að styðja stjórnendur sína áfram á þeirra persónulegu þroskabraut.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál