Ekki svo slæmt að hætta í vinnunni

Harry Bretaprins hætti í vinnunni og líður betur.
Harry Bretaprins hætti í vinnunni og líður betur. AFP

Harry Bretaprins hætti í vinnunni sem hann var fæddur til þess að gegna í fyrra. Hann segir í nýju viðtali við Fast Company að uppsagnir séu ekki endilega svo slæmar og að tækifæri felist í því að hætta í vinnunni. 

Harry starfar nú fyrir BetterUp sem vinnur að því að stuðla að betri andlegri heilsu. Í viðtalinu er hann spurður út í kulnun á vinnustaðnum og fjölda uppsagna vegna Covid. Harry segir að margar uppsagnir séu ekki svo slæmar. 

„Reyndar er það svo að með sjálfsvitund kemur þörf fyrir breytingar. Margt fólk um allan heim hefur verið fast í störfum sem veita því ekki gleði og er núna að setja andlega heilsu og hamingju í fyrsta sæti. Við eigum að fagna því,“ sagði Harry. 

Harry hefur talað mikið um andlega líðan sína. Hann setti fjölskyldu sína og líðan hennar í fyrsta sæti þegar hann ákvað að segja skilið við bresku konungsfjölskylduna.

Harry Bretaprins.
Harry Bretaprins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál