Ásthildur gæti lifað án allra snyrtivara

Ásthildur Bára Jensdóttir var nýlega ráðin markaðsstjóri SalesCloud.
Ásthildur Bára Jensdóttir var nýlega ráðin markaðsstjóri SalesCloud.

Besta tískuráð sem Ásthildur Bára Jensdóttir, markaðsstjóri hjá SalesCloud og ráðgjafi hjá Tapas barnum, Sushi Social, Apótekinu, Sæta svíninu, Fjallkonunni og Bankastræti club, hefur fengið er að láta það ekki hafa áhrif á hana hvað öðrum finnst. Hún er alæta á tónlist og lúxus í hennar huga er að fá að sofa út.

Hver er þín morgunrútína?

„Ég elska að drekka koffínvatnið mitt uppí rúmi & lesa fréttir áður en ég fer á fætur, eg reyni líka að búa alltaf um rúmið.“

Borðar þú morgunmat?

„Já ég elska morgunmat. Fæ mér yfirleitt fyrstu máltíð dagsins innan við tveimur tímum eftir að ég vakna.“

Hver er besta kaka sem þú hefur smakkað?

„Eplakakan sem amma mín bakaði alltaf“

Á hvaða tónlist hlustar þú á á laugardagskvöldi?

„Það fer eftir skapi en ég er alæta á tónlist – það gæti verið íslensk rapp, klassískt rokk, sinfónía eða Beyoncé.“

Hvað er lúxus í þínum huga?

„Að sofa út.“

Ef þú þyrftir að bjarga einni flík úr eldsvoða, hver yrði fyrir valinu?

„Eldsvoða? Ég kæmi mér nú bara út með hundinn.“

Hvert er besta ráð sem þú hefur fengið?

„Að hinn raunverulegi gjaldmiðill er ekki veraldlegur hlutur.“

Hvert sækir þú innblástur þegar kemur að tísku?

„Til vina minna.“

Hvert er besta tískuráð allra tíma?

„Ekki láta það hafa áhrif á þig hvað öðrum finnst.“

Hvað getur fólk gert til að breyta heiminum?

„Svo ótrúlega margt en ef að allir myndu taka nokkur lítil skref í að vera meðvitaðari um mál sem skipta máli eins og t.d í loftslagsmálum og mannnrettindamálum þá myndi heimurinn breytast til hins betra.“

Hvaða snyrtivöru getur þú ekki lifað án?

„Það er engin snyrtivara sem ég gæti ekki lifað án en ég væri eflaust oftar í vondu skapi ef ég bæri ekki á mig krem eftir sturtu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál