Þetta eru bækurnar sem þú ættir að lesa um helgina

Ljósmynd/Unsplash, Sandra Seitamaa

Þráir þú að fá pásu frá glanslífi félagsmiðla og vilt fá eitthvað bitastæðara í staðinn? Hér er listi yfir nokkrar sem þú ættir alls ekki að missa af. 

Saknaðarilmur eftir Elísabetu Jökulsdóttur

Þessi bók hreyfir við öllum frumum líkamans. Hún fjallar um líf fullorðinnar konu sem missir móður sína. Við þetta skríða áföllin upp úr gröfum sínum og veröldin verður aldrei söm. 

Inngangur að efnafræði eftir Bonnie Garmus

Nafnið á bókinni segir ekkert um innihald hennar og gæti kannski jafnvel fælt fólk frá því efnafræði er kannski ekki beint kynþokkafull. Fólk þarf hinsvegar að sleppa þeirri hugsun og byrja að lesa því þetta er ein af þessum bókum sem lesandinn vill alls ekki að klárist. Ef þú ert ekki búin/n að lesa þessa bók þá skaltu ná þér í eintak núna, leggjast undir teppi og byrja. Þetta verður án efa besta helgi sem þú hefur lifað. 

Sannleiksverkið eftir Clare Pooley 

Þessi bók er tilvalin til yndislestar. Hún er fyndin, grátbrosleg og sorgleg á köflum. Hún fjallar um Julian sem er rúmlega sjötugur listamaður. Honum er annt um heiðarleikann og vill meina að hann sé ekki alltaf til staðar. Þess vegna býr hann til atburðarrás sem gerir það að verkum að hann verður vinsæll á Instagram og eignast marga nýja vini. Það sem hann veit hinsvegar ekki að sjálfur verður hann afhjúpaður um leið og það er allt annað en þægilegt og gott. 

Næturgalinn eftir Kristin Hannah

Ef svo ólíklega vill til að þú ert ekki búin/n að lesa þessa bók þá skaltu gera það nú þegar. Hún fjallar um líf frönsku systranna Vianne og Isabelle. Líf þeirra hefur ekki verið dans á rósum og þegar Frakkland er hermunum af þjóðverjum gerist margt óvænt og spennandi. 

Næturgalinn er mögnuð söguleg skáldsaga um ástir, harm og hugrekki kvenna á stríðstímum sem hefur selst í meira en 1,5 milljónum eintaka. Hún grípur lesandann föstum tökum; hann hverfur inn í fortíð sem aldrei má gleymast og upplifir atburðarás sem sýnir hvers mannleg reisn er megnug gagnvart illskunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál