5 góð ráð fyrir konur til þess að hagnast

Konur veigra sér oft við að fjárfesta.
Konur veigra sér oft við að fjárfesta. Unsplash.com

Það er ekki eftir neinu að bíða segja fjármálasérfræðingar. Konur sem vilja byggja auð fyrir sig og fjölskyldu sína ættu að byrja strax í dag og leggja grunn að fjárhagslegri heilsu.

1. Byrjaðu strax 

„Ef þig dreymir um að stofna fyrirtæki þá er mikilvægt að kortleggja hvar styrkleikar þínir liggja,“ segir Elena Cardone fjármálasérfræðingur. „Þú þarft að þekkja þín grunngildi og mennta þig á því sviði. Þú þarft ekki að vera fullkomin eða vita allt. Byrjaðu bara og finndu út úr öðru síðar.“

2. Láttu vita af þér

„Svo er mikilvægt að láta vita af sér. Hvað maður er að selja eða hvaða þjónustu maður er að veita. Fólk heldur oft að það verði að hafa allt klappað og klárt áður en það fer af stað og kynnir sig. Ef þú ert í startholunum og trúir á þína vöru þá er ekki eftir neinu að bíða. Ekki bíða eftir að allt verði fullkomið. Það að kynna sig er það sem fær þitt fyrirtæki til þess að standa úr fjöldanum. Best kynnta varan sigrar allan daginn.“

3. Íhugaðu samstarf

„Ef þú vilt byrja af fullum krafti strax þá skaltu íhuga samstarf við fólk sem getur aðstoðað þig. Margir halda að þeir þurfi alltaf að finna upp hjólið sjálfir. Mín stærstu mistök voru að fara ekki í samstarf fyrr, þá hefði fyrirtæki mitt getað vaxið hraðar.

Maður þarf hins vegar að vanda valið á samstarfsaðilum. Þess vegna er gott að þekkja sín grunngildi því þá getur maður borið kennsl á ýmis rauð flögg. Finndu fólk sem er á sömu síðu og getur stutt þig.“

„Það er til dæmis sniðugt að fara á hina og þessa viðburði til þess að tengjast væntanlegum samstarfsaðilum.“

4. Fjárfestu í fasteignum

„Maður þarf ekki að stofna fyrirtæki til þess að skapa auð. Það er líka hægt að fjárfesta. Sjálf er ég mikill aðdáandi þess að fjárfesta í fasteignum. Það að eiga fasteign sem maður leigir út skapar tekjur fyrir mann. Það er lykillinn að ríkidæmi. Að láta peningana búa til meiri pening. Hvort sem maður vakir eða sefur, í vinnunni, í fríi eða veikur.“

5. Breyttu viðhorfum þínum til peninga

„Ekki vera hrædd við peninga. Gefðu þér tíma til þess að afla þér upplýsinga og taktu ábyrgð. Þetta byrjar allt með þekkingu og vilja til þess að fjárfesta í þér og taka upplýstar ákvarðanir um tekjuöflun.“

„Ein leiðin er að fræðast um hvað aðrar konur hafa gert til þess að ná þeim markmiðum sem þú vilt einnig ná. Hlustaðu á fólk sem veit hvað það er að tala um. Oftar en ekki er það að segja sömu hlutina aftur og aftur. Á endanum muntu tileinka þér það.“

„Margar konur hafa ekki mikið sjálfstraust og halda aftur af sér. Það er ekki ljótt að vera ríkur eða vilja vera það,“ segir Cardone.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál