Plankið góð viðbót í hversdagsleikann

Að planka er nýjasta æðið.
Að planka er nýjasta æðið. mbl.is/Úr einkasafni

Þú ert ekki maður á meðal manna ef þú kannt ekki að planka. Plank-fyrirbærið, sem virðist vera að skjóta rótum hér á landi, er í raun vinsæll leikur víðsvegar um heiminn en leikurinn gengur út á það að leikmaður leggst á magann á einhverjum undarlegum eða óvenjulegum stað, með andlitið á grúfu og hendur meðfram síðum með lappirnar og tærnar beinar. Plankið er síðan skýrt einhverju nafni og því deilt á netinu. Facebook-síða hefur verið stofnuð í kringum leikinn á Íslandi sem ber nafnið Icelandic Planking Community. Þar er hverjum sem er kleift að hlaða inn mynd með sínu planki. Alls konar skemmtilegar myndir hafa komið inn á síðuna af fólki sem gerir ótrúlegt plank. Hins vegar er lögð áhersla á að fara varlega þar sem sumt plank getur verið varasamt.

Plankaði í miðjum þætti

Fjölmiðlafólk er einnig farið að taka plankið til sín. Í Morgunblaðinu 14. júní sl. birtist til að mynda skopmynd eftir Helga Sig þar sem mönnum misheyrðist að planka fyrir að banka. Þá plankaði Sigmar Guðmundsson, fréttamaður í Kastljósi, á kynningarborði Kastljóssins í miðjum þætti. Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi og stjórnarformaður Pressunnar, hefur nú einnig tekið þátt í þessari nýjung hér á landi og plankaði á miðju biljarðborði í vinnunni. Þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans og spurði um plankið hló hann dátt enda getur þessi list, eins og sumir vilja kalla það, verið afar kómísk. „Það er svo gaman að gera eitthvað sem enginn á von á að maður gerir,“ sagði Björn Ingi. „Eftir að maður fór að taka eftir því að það væru farnar að birtast slíkar myndir þá ákvað maður að taka þátt í fjörinu og slá á létta strengi.“ Björn Ingi segir að á vinnustað sínum sé fullt af hressu fólki sem sé búið að reyna ýmislegt við að planka, hans plank var þó frumlegasti plankið. Aðspurður hvort hann ætli sér að planka í sumar svarar hann: „Það getur vel verið. Ég hugsa bara að það sé þannig að allt sem getur fengið fólk til að brosa, líða vel og gera eitthvað skemmtilegt í hversdagsleikanum sé af hinu góða. Ef það að planka gerir það að verkum að fólk hefur gaman af, þá er það hið besta mál. Ég held að okkur Íslendingum veiti ekki af því að slá á létta strengi,“ sagði Björn Ingi.
Fólk fer ýmsar leiðir við að planka.
Fólk fer ýmsar leiðir við að planka. mbl.is/Úr einkasafni
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál