Léttist um 8 kíló

Guðni Ágústsson er hættur að borða sykur og er nú …
Guðni Ágústsson er hættur að borða sykur og er nú 8 kílóum léttari en áður. mbl.is/Styrmir Kári

Guðni Ágústsson fyrrverandi alþingismaður og Landbúnaðarráðherra er 8 kílóum léttari eftir að hann tók hvítan sykur og hvítt hveiti út úr mataræði sínu. Hann segir að spikið og fitan sé eitt mesta vandamál mannkynsins. „Hér er það heilbrigðisvandamál - hjartaáföll, mjaðmir og hnéaðgerðir kosta mikið sem og öll þjáningin sem fylgir þessu. Hingað komu með hvíta sykrinum eftir stríðið mörg vandamál, það var varla til feitur krakki þegar ég var ungur. Í dag eru nammibarir heilar stofur í stórverslunum opnar dag og nótt og foreldrar mæta með börn sín í laugardagsafsláttinn og moka sykri í pokana. Þetta er galið.“

Guðni segist hafa þurft að vera á bremsunni varðandi mataræði sitt en lengi vel var hann 20 kílóum of þungur.

„Hin síðari ár hef ég þurft að vera á bremsunni í mataræði og stefndi í að festast svona 20 kílóum fyrir ofna mína kjörþyngd. Mest fór ég í 108 kíló það var erfitt og hugsaðu þér svefninn og hroturnar sem því fylgir. Nú hnippir Margrét í mig á nóttunni og heldur að sé sé dauður af því ég er hættur að hrjóta og brjótast um í svefninum, þó var ég ekkert verulega feitur,“ segir hann.

En hvað skyldi hann gera til að halda sér í formi?

„Ég hef alltaf gengið talsvert úti í náttúrunni og syndi heilmikið svo þjálfa ég vöðvana í þessum frábæru líkamsræktarstöðvum World Class og geng á bretti yfir veturinn. Ég taldi mig of þungan og var orðinn þreyttur á að léttast ekkert að ráði. Ég tek síðan sykurinn að mestu útúr fæðu minni í febrúar. Það er eins og við manninn mælt, ég fór að léttast og kílóin hafa fokið af mér eftir að ég náði að fylgja reglunum. Það sem mér þykir merkilegast er að það er eins og öll löngun í sætindi og öll matargræðgi hafi horfið. Ég er eins og Steingrímur J - gleymi að borða. Það er eins og einhverjir sætugrísir innra með mér hafi svelt í hel og séu dauðir. Farið hefur fé betra. Svo reyni ég að borða minna og auðvitað reglulega. Mér hefur alltaf fundist hinn hefðbundni íslenski matur bestur eins og kjöt og fiskur. Mér líður vel af heilkorna sykurlausu brauði og flatkökum án sykurs og svo borða ég grænmeti,“ segir Guðni.

Það er heilmikill sykur í áfengi. Ertu hættur að drekka vín?

„Hvað áfengi varðar þá fæ ég mér rauðvín í hófi og auðvitað gin í tónik í staðinn fyrir Wiský og koníak vilji ég sterkara, svona er lífið bara.“

Hann er þó ekki kominn á neitt trúarbragðafæði. „Hafragrauturinn er góður á morgnana og þrátt fyrir sykur í mörgum mjólkurvörum er AB mjólkin og súrmjólkin í uppáhaldi enda er sem betur fer margar vörur án sykurs.

Ég held að sykurinn valdi efnahvörfum í manninum og framkalli óhóf og jafnvel óreglu fram í lífi þeirra sem þannig eru staddir. Ég hef ekkert fyrir því að grennast eftir þessari reglu sem auðvitað er samt eitt erfiðasta verkefni sem fólk tekst á við sé ekki talað um ef of seint er í rassinn gripið,“ segir hann.

Guðni Ágústsson.
Guðni Ágústsson. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda