Getur ekki látið draumana rætast vegna þyngdarinnar

Alexandra D. Arndísardóttir tekur þátt í Biggest Loser Ísland.
Alexandra D. Arndísardóttir tekur þátt í Biggest Loser Ísland.

Alexandra D. Arndísardóttir er 20 ára heimavinnandi húsmóðir. Hún er ein af þeim sem taka þátt í Biggest Loser Ísland en þættirnir hefja göngu sína á SkjáEinum í janúar. Hún er 174,8 kg.

Hefur þú alltaf verið svona þung? Já, það má segja að ég hafi verið þétt frá fæðingu. Versnaði svo bara með tímanum.

Hefur þú fundið fyrir fordómum vegna þyngdar þinnar? Já, ég hef lent í því reglulega frá því ég var ungbarn. Sumir dagar eru verri en aðrir.

Hvað var erfiðast í Biggest Loser-ferlinu? Vitandi af veikum syni heima fyrir og geta ekki verið til staðar þegar hann þurfti á mér að halda vegna þyngdar minnar.

Hvað viltu segja við þá sem þrá að léttast en komast ekki úr sporunum? JUST DO IT.
Byrja smátt og auka svo þegar þolið verður meira ... ekki klára þig á fyrstu vikunum því þá gefst maður upp (allavega í mínu tilfelli). Annars er ALLT hægt ef viljinn er fyrir hendi. ÞÚ GETUR ALLT.

Hefur þyngdin gert það að verkum að þú hefur ekki látið drauma þína rætast? Ójá. Ég hef ekki gert nokkurn skapaðan hlut því ég þori það ekki vegna þyngdar. Ég á mér risastóra drauma sem ég get ekki látið rætast fyrr en ég losna við bumbuna.

Hvað myndir þú vilja vera þung? Yrði rosalega stolt af sjálfri mér ef ég kæmist niður í 80 kílóin.

Hvað veitir þér mesta lífsfyllingu? Sonurinn ... ekki spurning. Síðan svona af því maður er farinn að taka sig á þá er lífið orðið svo spennandi og ég fer að geta gert allt sem mig langar til og meira en það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál