„Var að komast að því að barnið mitt er strákur“

Sonur Alexöndru á eftir að fara í að minnsta kosti …
Sonur Alexöndru á eftir að fara í að minnsta kosti fjórar aðgerðir fram að fimm ára aldri en í gær fékk hún það staðfest að hann er strákur. Mynd: Facebook

Alexandra Arndísardóttir er ein þeirra sem datt út úr síðustu umferð af Biggest Looser. 

Við tókum viðtal við hana í upphafi keppninnar en síðan hefur Alexandra náð góðum árangri þrátt fyrir að mikið hafi gengið á í einkalífinu. 

„Ég átti að fá áfallahjálp þegar hann fæddist en það …
„Ég átti að fá áfallahjálp þegar hann fæddist en það gerðist aldrei. Svo var mér boðið að fara aftur núna um daginn. Það er bara svo erfitt fyrir mig að ná utan um þetta allt, meira að segja læknarnir eiga erfitt með það."

Alexandra bíður nú eftir að fá áfallahjálp vegna veikinda sonar síns en í gær fékk hún úrskurð þess efnis að barnið hennar væri strákur.

„Ég var bara að fá það staðfest í gær að barnið mitt er strákur. Hann er með ákaflega sjaldgæf einkenni sem hvorki ég sjálf né læknarnir hérna skilja til fulls. Þeir hafa þurft að leita til kollega sinna erlendis til að komast til botns í þessu en sonur minn er fyrsta tilfellið sem fæðist svona á Íslandi sem vitað er af. Þegar hann kom í heiminn þá var ekki hægt að sjá hvors kyns hann væri,“ segir Arndís í samtali við Smartland Mörtu Maríu. 

„Hann fæddist með flóknar samsetningar litninga. Bæði XY sem karlmenn eru með, en líka XO sem aðeins konur eru með. Í gær fékk ég það samt á hreint að hann er alveg 100% strákur en hann þarf samt að fara í margar aðgerðir á næstunni. Að minnsta kosti fjórar fram að fimm ára aldri,“ segir Alexandra og bætir við að sá litli sé allur hinn hressasti þó mikið gangi á. 

„Hann hleypur og klifrar um allt og er mjög þroskaður og andlega heilbrigður þó hann sé með þetta frávik,“ segir hún. 

Alexandra er einstæð móðir, faðir sonarins býr erlendis og hefur ekki viljað koma nálægt neinu sem tengist læknaferlinu. Hún segir mömmu sína hafa staðið með sér í gegnum ferlið sem hafi verið mjög erfitt, sérstaklega þar sem svo flókið sé að skilja til fulls hvað það er sem drengurinn er með. Hún segir líka að sér hafi reynst erfitt að hugsa mikið um eigin heilsu undir þessu álagi en engu að síður hefur hún náð frábærum árangri. 

„Ég missti mörg kíló í keppninni. Ég hef átt svolítið erfitt með þetta allt. Hef alltaf borðað þegar mér hefur ekki liðið vel en ég reyni að passa mig núna. Hausinn á mér er bara ekki nógu mikið á staðnum til að pæla í þessu.“ 

Eins og staðan er akkúrat í dag bíður Alexandra eftir því að fá áfallahjálp og vonast til að lífið komist á gott ról innan tíðar. 

„Ég átti að fá áfallahjálp þegar hann fæddist en það gerðist aldrei. Svo var mér boðið að fara aftur núna um daginn. Það er bara svo erfitt fyrir mig að ná utan um þetta allt, meira að segja læknarnir eiga erfitt með það. En ég er þakklát fyrir hvað hann er heilbrigður og fallegur og æðislegur,“ segir þessi duglega mamma að lokum. 

Gullfallegur hnokki
Gullfallegur hnokki Mynd: Alexandra Arndísardóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál