Tekur collagen til að viðhalda unglegri húð

Hrönn Margrét Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Ankra.
Hrönn Margrét Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Ankra. Eggert Jóhannesson

Hrönn Margrét Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Ankra ehf. hugsar vel um heilsuna. 

Hvað gerir þú til að hugsa sem best um heilsuna?

„Ég hreyfi mig reglulega, reyni að borða sem hollast og tek inn vítamínin mín en það sem gerir gæfumuninn er hugleiðsla. Ég er nýlega búin að uppgötva hugleiðsluna og finnst hún alveg nauðsynleg til að minnka stress og ná að slaka almennilega á.“

Hreyfir þú þig dagsdaglega?

„Já, ég reyni að gera það, en ég er samt ekki alltaf í ræktinni. Ég æfi blak á veturna og á sumrin spila ég golf, svo fer ég út að ganga með hundinn. Ég tek svo reglulega tarnir í ræktinni en oft finnst mér erfitt að koma því inn í pakkaða dagskrá, en ef ég er með fasta tíma sem ég mæti í klikkar það síður. Ég hef verið í einkaþjálfun hjá henni Helgu Lind og finnst það alveg frábært, þá missir maður ekki úr tíma.“

Hvernig hugsar þú um mataræðið?

„Ég vildi óska þess að ég borðaði bara hollan mat, en það er því miður ekki alltaf þannig. En ég geri alltaf mitt besta og borða mikið af próteini, grænmeti og ávöxtum og forðast unnin matvæli. Ég drekk líka mikið vatn og fæ mér oft heilsudrykki stútfulla af næringu og vítamínum. Þegar maður fer svo út af sporinu finnst mér best að taka góða æfingu og þá hef ég ekki lyst á óhollustu lengur.“

Hvað varð til þess að þið fóruð að framleiða próteinduft með collageni?

„Þegar við kynntumst áhrifunum sem kollagen hefur á líkamann vorum við alveg heillaðar. Japanskar og kóreskar konur hafa tekið inn kollagen í fjöldamörg ár til að viðhalda unglegri húð og líkama. Þegar við komumst svo að því að það væri hægt að framleiða þetta frábæra hráefni úr góða íslenska fisknum okkar sem kemur úr hreinum sjálfbærum fiskimiðum þá var þetta engin spurning.“

Vörurnar frá Feel Icleand eru búnar til úr íslenskum fiski.
Vörurnar frá Feel Icleand eru búnar til úr íslenskum fiski.

Hvað drekkur þú mikið af því á dag?

„Ég blanda tveimur matskeiðum út í heilsusjeika eða skyrdrykki á hverjum degi, yfirleitt á morgnana en það er líka mjög gott að fá sér einn sjeik á kvöldin ef nammiþörfin er farin að segja til sín.“

Hvað er í uppáhaldssjeiknum þínum?

„Uppáhaldssjeikinn minn þessa dagana er kallaður Andoxunar-skrímslið og er byggður á uppskrift frá heilsuhóteli í Kaliforníu. Ég blanda saman jarðarberjum, bláberjum, ananas, kókosvatni, kókosolíu, grænu dufti, collagen-dufti og vanillupróteini. Hann er rosalega ferskur og góður og minnir mig á Karíbahafið, sem er ekki slæmt í skammdeginu.“

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

„Við fjölskyldan vöknum saman og fáum okkur morgunmat, mjög oft eggjahræru eða hafragraut og heilsusjeik með. Svo fer maður að leita að skóladóti og fötum á börnin, eitthvað sem ég ætla alltaf að vera búin að hafa klárt kvöldið áður en gerist ekki oft en það er einmitt eitt af áramótaheitunum að breyta því. Allir hafa sig til og minnsta krílinu er skutlað í leikskólann og ég fer í Sjávarklasann þar sem við erum með skrifstofu. Eftir vinnu eru börnin sótt og hugað að kvöldmat. Því næst skelli mér á blakæfingu eða í göngutúr með hundinn. Krökkunum er svo komið í háttinn eftir heimalestur og þá gefst smá tími í hugleiðslu, tiltekt og þvott. Það er alltaf nóg að gera.“

Hvað gerir þú til að slaka á?

„Það allra besta er að fara upp í sumarbústað með fjölskyldunni með nóg af mat, tímarit og góða bók. Það er alveg magnað að sjá hvernig allir fara í annan gír að komast út fyrir bæinn. Og svo má ekki gleyma hugleiðslunni góðu.“

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Ég drekk mikið vatn, borða mikið af hollum olíum og tek inn kollagen og hyaluronic sýru. Ég passa upp á að hreinsa húðina vel á kvöldin og set á mig andlitsserum sem innihalda ensím og kollagen áður en ég fer að sofa sem hjálpar húðinni að endurnýja sig hraðar yfir nóttina. Á morgnanna þríf ég húðina aftur og set á mig andlitskrem. Einu sinni í viku skrúbba ég húðina og set á mig rakagefandi maska. Ég nota líka alltaf sólarvörn á sumrin, minnst 50 í andlitið og svo má ekki gleyma því að svefninn skiptir líka miklu máli.“

Hjörvar og Heiðrún eignuðust son

Í gær, 12:55 Útvarpsstjarnan Hjörvar Hafliðason og lögmaðurinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir eignuðust son á laugardaginn. Móður og barni heilsast vel. Meira »

Hér æfir Anna þegar hún er í New York

Í gær, 09:00 „New York er ein af uppáhaldsborgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds „boutique“ stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Meira »

Plöntur eiga ekki heima í svefnherberginu

Í gær, 06:00 Samkvæmt feng shui-fræðum ættu plöntur ekki að vera í svefnherberginu. Plöntur eru orkumiklar en svefnherbergið á að vera friðsælt og rólegt. Meira »

Áhrifamestu bloggarar heims

í fyrradag Víðsvegar um heiminn eru bloggarar að fjalla um áhugaverða hluti. Hér er samantekt um áhrifamestu erlendu bloggarana sem vert er að fylgja á netinu. Meira »

Fá fullnægingu með hvor annarri

í fyrradag Sigga Dögg er vinsæll fyrirlesari þar sem hennar meginviðfangsefni er kynlíf. Hún segir að konur eigi auðveldara með að fá fullnægingu með hvor annarri. Meira »

Eru lambhúshettur töff?

í fyrradag Góðar fréttir fyrir Íslendinga berast af tískupöllunum í New York. Lambhúshetta er ekki lengur bara fyrir leikskólabörn með hor niður á höku. Meira »

Prjónaði peysur á forsetahjónin

í fyrradag Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sést oftar en ekki í fallegri lopapeysu. Kennarinn Ágústa Jónsdóttir prjónaði peysuna og segir uppskriftina einfaldari en hún lítur út fyrir að vera. Meira »

Passar skammtastærðirnar og forðast sól

í fyrradag Fyrirsætan Maye Musk er ekki bara móðir Elon Musk heldur líka næringarfræðingur sem skrifaði undir fyrirsætusamning 68 ára við eina stærstu fyrirsætuskrifstofu í heimi. Meira »

Lífstíðaruppsögn vegna kynferðisofbeldis?

í fyrradag Þeir sem verða fyrir ofbeldi á vinnustað, og má þar þá líka nefna einelti sem eitt form af ofbeldi á vinnustað, veigra sér við að tilkynna slíkt með formlegum hætti, m.a. af hræðslu við hvað bíður þeirra í kjölfarið. Það er í sjálfu sér alveg skiljanlegt þó svo að það sé ekki í lagi. Meira »

Bill Gates hefur sína veikleika í starfi

17.2. Bill Gates var lengi vel ríkasti maður í heimi. Hann er þó ekki fullkomnari en hver annar og er ekki jafnvígur á öllum sviðum. Meira »

Pör sem rífast eru hamingjusamari

17.2. Rifrildi eru ekki endilega merki um að sambandið sé ekki nógu sterkt. Pör sem rífast á áhrifaríkan hátt eru sögð vera tíu sinnum líklegri til þess að vera í hamingjusömu sambandi en þau pör sem takast ekki á við vandamálin. Meira »

Lovísa fann ástina á Tinder

17.2. Lovísa Kelly var búin að kaupa flugmiða aðra leið heim til Íslands frá Kanada þegar hún hitti Joseph Kelly á Tinder. Lovísa er ekki enn farin til Íslands enda er hún núna gift kona í Kanada. Meira »

Vildi ekki gráta út af farðanum

17.2. Snjóbrettastelpan Chloe Kim reyndi að halda aftur af tárunum þegar hún vann til verðlauna í Pyeongchang vegna farða. Kim er ekki sú eina sem hefur átt í vandræðum með farðann á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Íslensk kona berst við skilnaðarsamviskubit

17.2. „Ég þjáist af svo miklu skilnaðarsamviskubiti. Er það eðlilegt? Og hvað er til ráða? Skildi fyrir 8 árum við eiginmann minn til 16 ára. Við tók tímabil þar sem börnin okkar voru viku og viku til skiptis hjá okkur með tilheyrandi flutningum milli húsnæða, misjöfnu tilfinningalífi mínu, ójafnvægi og óvissu.“ Meira »

Mátaði bara einn brúðarkjól

16.2. Stílisti Amy Schumer fékk fjóra daga til þess að undirbúa skyndibrúðkaup leikkonunnar og Chris Fisher. Ekki er tími til að ofhugsa kjólavalið þegar fyrirvarinn er stuttur. Meira »

Linda Mjöll og Þórunn Antonía mættu

16.2. Kvikmyndin Fullir vasar var frumsýnd í gærkvöldi í Smárabíói en það sem vekur athygli er að fjórar Snapchat-stjörnur leika aðalhlutverkin í myndinni. Meira »

Skemmtilegast að „Liffa og njóta“

17.2. „Peningarnir fóru að streyma inn þegar ég byrjaði í uppvaski á matsölustöðum um fermingu,“ segir Andrea og hlær. „Á unglingsárunum fór ég síðan að vinna í Sautján um helgar og á bar á nóttunni. Á sama tíma fékk ég undanþágu til að taka auka einingar í skólanum. Ég hef líka starfað víða erlendis sem hefur aukið menningalæsi og víðsýni.“ Meira »

Leiðist þér líf þitt? Hvað er til ráða?

17.2. Camille býr í París með manni sínum og syni, fertugsafmælið nálgast og henni leiðist. Allt hjakkar í sama fari ár eftir ár. Daginn sem springur á bílnum hennar á fáförnum vegi í grenjandi rigningu er hún að því komin að bugast. En þá birtist Claude, heillandi og uppátækjasamur, kynnir sig sem rútínufræðing og býðst til að hjálpa henni að umbylta lífi sínu. Meira »

Þetta vilja konur í rúminu

16.2. Margt fólk á sér kynlífsdraumóra sem það deilir ekki með neinum, ekki einu sinni maka sínum. Dónalegt tal og að láta binda fyrir augun er meðal þess sem margar konur vilja í rúminu. Meira »

Lífsstíllinn læknaði hana af legslímuflakki

16.2. Miranda Bond breytti algerlega um lífsstíl og notaði einungis mat og húðvörur af lífrænum uppruna – og viti menn. Þremur mánuðum síðar varð hún þunguð af dóttur sinni. Og ekki bara það, hún læknaðist af legslímuflakkinu. Meira »