Bættu heilsuna með góðu kynlífi

mbl.is/Thinkstockphotos

Að stunda reglulega kynlíf er ekki bara gott heldur getur haft góð áhrif á heilsuna. Webmd fór yfir á hvaða hátt kynlíf getur bætt heilsuna.

Hjálpar ónæmiskerfinu

Fólk sem stundar kynlíf hefur sterkari varnir gegn sýklum og vírusum.

Eykur kynhvötina

Að stunda kynlíf reglulega eykur jafnframt löngunina til þess að stunda kynlíf.

Hjálpar þvagblöðrunni

Konur þurfa sterka grindarbotnsvöðva til þess að hafa góða stjórn á blöðrunni. Þegar konur fá fullnægingu styrkjast grindarbotnsvöðvarnir, þar með er gott kynlíf góð þjálfun fyrir blöðruna.

mbl.is/Thinkstockphotos

Lægri blóðþrýstingur

Rannsóknir hafa sýnt að fylgni er á milli lægri blóðþrýstings og þess að stunda kynlíf.

Góð hreyfing

Fólk brennir að meðaltali fimm kaloríum á mínútu meðan á leik stendur. Kynlíf kemur kannski ekki staðinn fyrir að fara í ræktina en er góð viðbót.

Minnkar hættu á hjartaáfalli

Kynlíf er got fyrir hjartað, það hjálpar til við að halda jafnvægi á estrógeni og testósteróni. Ef annað þessara hormóna er lágt koma oft fram hjartatengd vandamál.

Minnkar verki

Það getur virkað að fá fullnægingu í staðinn fyrir að taka íbúfen. Með fullnægingu leysir líkaminn frá sér hormón sem hækka sársaukaþröskuldinn. Dæmi eru um að konur losni jafnvel við höfuðverk með góðri fullnægingu.

Minnkar líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli

Menn sem fá það reglulega eru ólíklegri til þess að fá krabbamein í blöðruhálskirtli.

Bætir svefn og minnkar stress

Eftir fullnægingu leysir líkaminn frá sér hormón sem láta líkamann slaka betur á.

Fólk sem stundar kynlíf er með sterkara ónæmiskerfi.
Fólk sem stundar kynlíf er með sterkara ónæmiskerfi. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál