Hættu að gera þetta ef þú vilt léttast

mbl.is

Það getur verið erfitt að venja sig af ávönum, sérstaklega þegar það kemur að mat. Sumir geta ekki borðað banana án hnetusmjörs og aðrir verða alltaf að borða hádegismat á sama tíma, en það er allt venjulegt.

Þó svo að sumar venjur séu meinlausar eru aðrar sem að hindra allar tilraunir þínar til þess að léttast um nokkur kíló samkvæmt næringarfræðingnum Jessica Cording.  

Ef að þú ert að leitast eftir því að léttast en vilt ekki umturna lífinu þínu gjörsamlega skaltu skoða þessa átta slæmu ávana. 

Þú færð þér vínglas á hverjum degi.

Þrátt fyrir það að smá vín á hverjum degi sé gott fyrir heilsuna eru sumir sem að fá sér of mikið þegar þeir eru heima hjá sér. Því miður þá er vín kaloríuríkt og eykur matarlystina sem að lætur þig borða meir en þú myndir annars gera. Góðu fréttirnar eru þær að minnka víndrykkju aðeins getur verið mjög áhrifaríkt fyrir þyngdartap.   

Þú sleppir máltíðum.

Stundum er maður svakalega upptekinn og gleymir hreinlega að borða, það er alveg skiljanlegt. Hinsvegar hefur það mjög slæm áhrif á þyngdartap þar sem að maður er oftast svo svangur þegar maður loksins borðar að maður endar á því að oféta.

Þú færð þér sykur og mjólk í kaffið.

Mjólk og sykur bragðbætir kaffið vissulega, en mörgum hættir til að fá sér aðeins of mikið. Ef það er ekki séns fyrir þig að sleppa alveg sykri og mjólk út í kaffið skaltu reyna að minnka það aðeins og sjá hvað gerist. Fólk þráir gjarnan sykur mun minna eftir að hafa minnkað sykurát í smá tíma.

Þú færð þér alltaf sykraðan eftirrétt.

Það er svo létt að venja sig á það að fá sér alltaf eitthvað sætt eftir matinn en að fá sér eftirrétt á hverjum degi getur hamlað þyngdartapi. Oft stafar þessi eftirréttarþrá af því að þér vanti bara eitthvað annað bragð í munninn eftir máltíðina. Cording ráðleggur fólki að fá sér tyggjó eða mintu eftir matinn í staðin.

Þú borðar of stórar máltíðir.

Samkvæmt Cording eru margir sem að borða alltof stórar máltíðir án þess að vita það, sérstaklega þegar það kemur að pasta, hrísgrjónum og kjöti. Ef að þú borðar reglulega meira en þú heldur er mjög auðvelt að borða yfir sig og þess vegna þyngjast. 

Þú borðar tilfinningar þínar.

Það er freistandi að grípa í eitthvað þegar þér líður illa en það er ekki gott til lengdar. Ef að eina leiðin til þess að losna við streitu er að borða muntu þyngjast samkvæmt Cording. Hún mælir með því að fólk fái sér frekar gulrætur. 

Þú sefur ekki nóg.

Það getur verið erfitt að fara snemma að sofa á hverju kvöldi en ef þú vakir lengi fram eftir öll kvöld þá mun það hafa neikvæð áhrif á getu þína til þess að léttast. 

Þú borðar seint á kvöldin.

Oftast er fólk ekkert svangt á kvöldin. En ef þú venur þig á það að borða seint munt þú þyngjast með tímanum. Líkaminn þinn brennir ekki þessum auka kaloríum yfir nóttina eins vel og hann brennir þeim yfir daginn. Að hætta þessum ávana alveg getur skipt sköpum í því að losna við aukakílóin

Gott er að fara snemma að sofa á kvöldin.
Gott er að fara snemma að sofa á kvöldin. Mbl.is/Getty images
mbl.is

Viltu klæða þig eins og ballerína?

Í gær, 15:00 Ef þú vilt klæða þig dagsdaglega í anda ballerínu þá eru atriði sem þú þarft að hafa í huga sem skipta máli.  Meira »

Enginn á að vera farþegi í eigin brúðkaupi

Í gær, 12:00 Ásgeir Páll, óperusöngvari og útvarpsmaður á K100, er um þessar mundir að undirbúa brúðkaup sitt með tilvonandi eiginkonu sinni, Elínu Hrund Garðarsdóttur. Hann segir að enginn ætti að gifta sig sem finnur til óþæginda vegna brúðkaups og hvetur karlmenn til að taka þátt í undirbúningi. Meira »

Er að skilja og óttast einmanaleikann

Í gær, 09:00 „Við erum ágætlega stödd þannig séð þannig að ég sé ekki fram á að hafa miklar fjárhagsáhyggjur en ég óttast það mjög að vera ein og bera ábyrgð á öllu. Því þótt makinn hafi oft og tíðum verið ómögulegur þá var hann samt með mér í liði og við vorum saman í þessu,“ segir íslensk kona. Meira »

Af hverju felur þú hjartað þitt?

Í gær, 06:00 Þegar kemur að samböndum er oft og tíðum sagt: Segðu mér hvernig þú varst alinn upp og þá get ég sagt þér í hvernig sambandi þú ert. Meira »

„Ég gæti þetta aldrei!“

í fyrradag Er fyrirgefning ekki fyrir þig? Prófaðu að sitja með gremju í fangingu. Það er erfitt. Marianne Williamson og Oprah Winfrey ræða málin í SuperSoul. Meira »

Fitnarðu þegar þú ferð í samband?

í fyrradag Sumir eru eins og jójó, inn og út úr samböndum. Þar sem þeir fitna í samböndum og grennast svo inn á milli. Ef þú ert einn/ein af þeim þá er þetta grein fyrir þig. Meira »

Forstofur í feng shui-stíl

í fyrradag Hvar á spegillinn að vera og hvaða plöntur á að velja í forstofunni? Allt skiptir þetta máli til þess að skapa góða og jákvæða orku. Meira »

Dolce & Gabbana mun deyja

í fyrradag Ítalska tískuhúsið Dolce & Gabbana er ekki stofnun og mun ekki halda áfram að hanna föt eftir lát stofnanda tískuhússins samkvæmt fatahönnuðinum Stefano Gabbana. Meira »

Diskótímabilið heillar

í fyrradag Gunnsteinn Helgi Maríusson er mikill smekkmaður sem skaffar starfsfólki sínu pelsa og ósýnilega sokka.   Meira »

Sleppir öllu sem er bólgumyndandi

í fyrradag „Þar sem húðin er spegill líkamans og svo margir þættir sem hafa áhrif á húðina í gegnum lífsstíl okkar þá reyni ég eftir bestu getu að hugsa vel um að næra mig með næringaríkri og heilnæmri fæðu. Ég held þeirri fæðu í lágmarki sem kveikir í bólgumyndun í líkamanum eins og sykur, hveiti og önnur unnin kolvetni, transfitur, áfengi og skyndibiti sem geta haft slæm áhrif á húðina.“ Meira »

„Ef ég hefði bara vitað þetta um ástina“

í fyrradag Stefnumótamarkþjálfinn Monica Parikh slær í gegn um þessar mundir. Hún er svo sérfróð um ástina að hún hefur stofnað utan um viðfangsefnið skóla. Hér eru fimm ráð sem hún vildi hafa gefið sér þegar hún var 20 ára. Eitt af ráðunum er að hlusta á helming þess sem er sagt en fylgjast vel með öllu sem gerist. Meira »

Er ástarlífið að buga þig?

20.4. Úr bókinni Love Rules er hægt að fylgja fjórum einföldum aðgerðum til að halda sér á réttu leiðinni þegar kemur að ástinni. Allt of margir eru að taka inn rangar kaloríur þegar kemur að ástinni, líkt og þegar kemur að mat. Meira »

12 raunhæfar leiðir til að spara peninga

20.4. „Mánuð eftir mánuð talar fólk um peningaleysi. Óvænt útgjöld geta komið inná borð hjá mjög skipulögðu og fjárhagslega öguðu fólki eins og hjá öllum,“ segir Elín Káradóttir. Meira »

Svona lítur endurunna línan frá H&M út

20.4. Sænska móðurskipið H&M fer nýjar leiðir í Conscious Exclusive-línunni sem kemur í verslanir í dag. Línan er búin til úr endurunnum efnum og er silfrið í skartgripalínunni einnig endurunnið úr gömlum silfurmunum. Smartland heimsótti á dögunum Ósló, þar sem línan var kynnt fyrir tískusérfræðingum. Meira »

218 milljóna hús við Stigahlíð

20.4. Við Stigahlíð í Reykjavík stendur vel heppnað 350 fm einbýli sem byggt var 1989. Það sem er heillandi við þetta hús er hvað það er litríkt og töluvert öðruvísi en hjá öðru fólki. Meira »

Húsverk sem skila sér í betra kynlífi

19.4. Karlmenn sem fara í Costco með eiginkonum sínum er ánægðari en þeir sem versla einir.   Meira »

Hefur skreytt í konunglegu brúðkaupi

20.4. María Másdóttir rekur Blómahönnun ásamt dóttur sinni Thelmu Björk Norðdahl. Hún hefur skreytt í konunglegu brúðkaupi og segir mikinn heiður að taka þátt í að skreyta í brúðkaupum. Meira »

Stjörnur sem hættu að vigta sig

20.4. Margar stjörnur hafa áttað sig á því að það er til árangursríkari leið til þess að mæla árangur sinn en að stíga á vigt.   Meira »

Dönsk arkitektastofa hannaði allt

20.4. Við Ljósakur í Garðabæ hafa tveir menn búið sér fallegt heimili. Nú er þetta glæsilega 223 fm raðhús komið á sölu en það var allt innréttað árið 2011. Húsið var allt hannað að innan af GASSA arkitekter í Danmörku. Meira »

Förðunarfræðingur Beyoncé segir frá

19.4. Beyoncé söng, dansaði og svitnaði í tvo tíma á Coachella um síðustu helgi án þess að það sæist á andliti hennar. Förðunarfræðingur hennar veit hvernig á að láta farðann haldast. Meira »