Það sem kynfærahárin segja um þig

Hvað segja kynfærahárin um þig?
Hvað segja kynfærahárin um þig? mbl.is/Thinkstockhphotos

Þó svo að fólk sé kannski ekki að fá sér permanent í kynfærahárin þá má finna tískubylgjur á því svæði rétt eins og á hárinu sem vex á höfðinu. Hins vegar má fá ýmsar upplýsingar um líkama okkar og heilsu með því að skoða kynfærahárin eins og fram kemur í grein Prevention

Þú ert að eldast

Fólk þarf kannski ekki að lesa í kynfærahárin til þess að finna út hvað það er gamalt. Hins vegar er það staðreynd að kynfærahárin breytast með aldrinum. Eftir að konur fara á breytingaskeiðið minnkar hárvöxturinn. Hann minnkar að sjálfsögðu annars staðar líka og rétt eins og hárin á höfðinu grána þá grána kynfærahárin með aldrinum. 

Þú þarft að athuga hormónastöðuna

Hormónar hafa áhrif á mikið af líkamsstarfseminni, allt frá ónæmiskerfinu yfir í skap. Þegar þeir virka ekki sem skyldi eiga konur til að þyngjast, þreytast mikið eða fá mikinn hárvöxt og á það einnig við um kynfærahárin. Þannig að ef hárvöxturinn niðri er farinn úr böndunum gæti verið sniðugt að athuga hormónastöðuna. 
Þú átt að gefa rakvélinni frí
Þó svo að náttúrulegur hárvöxtur sé aftur kominn í tísku þá þýðir það ekki að konur séu hættar að snyrta sig að neðan og það er í góðu lagi. Ef hins vegar litlir bólgnir hnúðar byrja að myndast á kynfærahárasvæðinu ertu komin með inngróin hár og ættir þú þá líklega að gefa rakvélini frí. Með því að raka þetta viðkvæma svæði ertu líklegri til þess að fá inngróin hár. 
Hárin á höfðinu verða ekki bara grá.
Hárin á höfðinu verða ekki bara grá. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál