Stundar ísböð og fer fáklæddur í göngutúra

Arnór og félagarnir á námskeiðinu í Póllandi voru einbeittir í ...
Arnór og félagarnir á námskeiðinu í Póllandi voru einbeittir í fjallgöngunni. Ljósmynd/aðsend

Arnór Sigurgeir Þrastarson heillaðist af Hollendingnum Wim Hof og aðferðum hans eftir að hann horfði á heimildarmynd um Hof eða ísmanninn eins og hann er stundum kallaður. Nú hefur Arnór farið á Wim Hof-námskeið bæði í Frakklandi og Póllandi og stefnir á að koma fyrir keri með köldu vatni úti í garði hjá sér.

Aðferð Wim Hof hefur notið mikilli vinsælda undanfarin ár og er Arnór ekki eini Íslendingurinn sem lítur upp til Hollendingsins. Þegar blaðamaður náði í Arnór var hann nýbúinn að kveðja aðra íslenska „Wim Hof-ara“ eins og hann orðaði það, sem hann hafði hitt og stundað öndunaræfingar með. Ásamt öndunaræfingunum fer Wim Hof og þeir sem aðhyllast fræði hans í köld böð og fáklæddir í göngutúra. Hof sjálfur hefur ósjaldan komist í Heimsmetabók Guinnes fyrir fífldirfsku sína. 

Gerir öndunaræfingar á hverju morgni

Það eru til rannsóknir um hvað öndunin gerir fyrir líkamann en hún er ekki síst til þess að hjálpa andlegu hliðinni. „Þetta gefur mér orku, það er vellíðan sem ég fæ út úr þessu,“ segir Arnór. „Ég er búinn að vera lengi að prófa mig áfram með hugleiðsluaðferðir sem ég kom aldrei í rútínu fyrr en ég byrjaði að stunda öndunaræfingar Wim Hof. Þetta er í fyrsta skipti sem mér líður ekki eins og ég sé að gera húsverk,“ segir Arnór sem gerir öndunaræfingarnar á hverjum morgni. Hann getur síðan nýtt sér öndunina í hinu daglega lífi til dæmis við stressi.

Arnór í ísbaði.
Arnór í ísbaði. Ljósmynd/aðsend

Áskoranirnar sem tengjast kuldanum hafa líkamlegan ávinning en eru ekki síst gerðar til þess að ögra huganum og sjá hvers megnug manneskjan er í raun og veru. Oft er hún fær um að gera svo miklu meira en hugurinn segir til um.

Námskeið Frakklandi og Póllandi

Arnór hefur stundað öndunaræfingarnar í átta mánuði en í vor fór hann á þriggja daga námskeið í Frakklandi. Þar gerði Arnór ásamt fólki alls staðar að úr heiminum öndunaræfingar ásamt því að hann tókst á við nokkrar kuldaáskoranir. „Við vorum að fara í göngutúra bara í stuttubuxum og skóm. Fórum í ísböð og svo í sánu til þess að þjálfa sogæðakerfið. Svo vorum við líka að fara í ísböð án þess að fara í sánu. Stóðum þá úti og lærðum að hita líkamann sjálf,“ segir Arnór sem tókst á við enn stærri kuldaáskorun á námskeiði í Póllandi í lok síðasta árs.

Í Póllandi var saman kominn 60 manna hópur ásamt tíu leiðbeinendum og Wim Hof sjálfum. Arnór segir að fólk hafi verið frá öllum heimshornum, allt frá Pakistan til Íslands, fólk sem var bæði vant og óvant aðferðum Wim Hof. Ferðinni lauk með göngu upp á fjallið Sniezka sem er á landamærum á Póllands og Tékklands. Stærsta áskorunin var þó ekki að ganga upp 16 hundruð metra hátt fjallið heldur að ganga það einungis í skóm og stuttbuxum.

„Þetta var verkefnið allan tímann, mínus 20 uppi á fjallinu. Vikan snerist um það að undirbúa okkur fyrir 23 kílómetra langa göngu upp og niður fjallið með til dæmis öndunaræfingum, fara í göngutúra og baða okkur í ám. Þú þjálfar kuldaþolið bara upp eins og vöðva,“ segir Arnór. Nokkur atriði hjálpuðu Arnóri og félögum að halda á sér hita eins og öndunaræfingar og að ganga með hendurnar á nýrunum.

Leiðin var löng og ströng upp fjallið.
Leiðin var löng og ströng upp fjallið. Ljósmynd/aðsend

Sú elsta var fremst

Æfingarnar í vikunni undirbjó fólk undir gönguna. „Fyrsta daginn fórum við bara í ísbað og í sánu við hliðina á. Næsta dag fórum við í tveggja tíma göngutúr út í frostinu. Daginn eftir það böðuðum við okkur í ánni og  gengum til baka.“ Ferðirnar voru farnar eins og alltaf bara á stuttbuxum eða sundskýlu og skóm. Reyndar var ein kona, sextug að aldri sem gekk allt berfætt svo fólk var þarna með mismikla reynslu.

„Það var mikið lagt upp úr örygginu og að hlusta á líkamann. Fólk átti til dæmis ekki að vera lengi ofan í ísbaði bara af því að gæinn við hliðina á var búinn að vera lengi,“ sagði Arnór sem setti sjálfur upp vettlinga og húfu á leið upp fjallið en fólk var með föt í bakpokanum til vonar og vara.

„Elsta konan sem var þarna var 65 ára, fimm barna móðir frá Belgíu. Þetta var í fyrsta skipti sem hún gerði eitthvað fyrir sjálfa sig síðan hún eignaðist börnin sín. Hún leiddi gönguna upp fjallið,“ segir Arnór. Konan hafði enga reynslu af kuldaáskorunum í anda Wim Hof en Arnór segir að fólk hafi komist upp í krafti fjöldans. Aðrir treystu á hann og hann treysti á aðra, ef hann hefði verið þarna einn hefði hann snúið við eftir tíu mínútur segir hann.

Hlýjan gerði ferðina erfiðari

Stór hluti leiðarinnar var inni í skógi svo að Arnór fann ekki fyrir vindinum fyrr en á lokahlutanum en þá segir hann að það hafi verið 20 metrar á sekúndu og mjög kalt. Til þess að gera ferðina enn erfiðari þá fékk hópurinn að fara inn í kofa rétt fyrir lokahlutann. Arnór vissi ekki fyrr en eftir á að það hafði verið gert til þess að gera ferðina erfiðari. „Manni var orðið kalt, búinn að ganga í tvo klukkutíma, húðin var orðin eins og skel. Við vorum þarna inni í svona hálftíma og það voru allir að deyja úr kulda. Við vorum að reyna gera armbeygjur, fólk var að reyna byggja upp einhvern hita,“ Segir Arnór um inniveruna. „Langerfiðast við gönguna var að fara aftur út í kuldann. Að vera skjálfandi að deyja úr kulda og þurfa að fara aftur út í mínus 20. Þá reyndi á styrk hópsins og viljastyrk.“

Arnór upp á toppnum.
Arnór upp á toppnum. Ljósmynd/aðsend

Síðasta spölinn segist Arnór hafa verið mjög einbeittur og nýtt sér öndunaræfingarnar til þess að komast á toppinn. „Við trítluðum upp þennan síðasta spöl, sem var hálftími. Það var svo  kalt og hvasst að ég vissi ekki lengur hvort mér væri kalt eða heitt sem var mjög furðuleg tilfinning.“

Þegar á toppinn var komið og takmarkinu náð segir Arnór að fólk hafi misst einbeitinguna. „Þetta var ótrúlega skrítin stemning, fólk byrjaði að fagna og taka myndir og áður en við vissum af byrjaði skjálftinn. Við áttum að klæða okkur aftur í föt upp á toppnum, það ætti að taka svona fimm mínútur en það tók 20 mínútur, fólk gat ekki klætt sig svo við þurftum að hjálpast að.“

Arnór segist enn bara vera byrjandi og ætlar að halda áfram að fylgja hugmyndum Wim Hof heima á Íslandi. Hann gerir öndunaræfingar á hverjum morgni, ætlar að koma fyrir köldu keri í garðinum sínum og baðar sig í vötnum á Íslandi enda kuldinn á Íslandi tilvalinn í svona kuldaáskoranir. 

mbl.is

Hvenær er best að taka bætiefnin inn?

18:00 „Þumalputtareglan er að taka bætiefnin með eða strax eftir mat, þar sem sum bætiefni geta valdið brjóstsviða ef þau eru tekin á fastandi maga. Ef morgunverðurinn er ekki staðgóður er ekki ráðlegt að taka mikið af bætiefnum með honum. Þá er betra að taka þau með hádegis- eða kvöldmat.“ Meira »

Baddi í Jeff Who? á lausu en til í kærustu

15:00 Bjarni Lárus Hall söngvari Jeff Who? er á lausu en væri alveg til í að eignast kærustu bráðum. Þessu greindi hann frá í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Meira »

„Alli ríki“ hélt tryllt Gatsby-afmæli í Iðnó

12:00 Glamúr-teiti helgarinnar var án efa haldið í Iðnó á laugardagskvöldið þegar Aðalsteinn Jóhannsson fagnaði því að hann væri orðinn fertugur. Aðalsteinn er kallaður „Alli ríki“ vegna velmegunar sinnar. Meira »

Guðdómlegt nútímaheimili í 203

09:00 Ef þig langar í hús á einni hæð sem er súpervel skipulagt með fallegum innréttingum þá er þetta kannski hús fyrir þig. Það er 180 fm og byggt 2013. Meira »

Föt sem ætti að banna í ræktinni

06:00 Er réttur brjóstahaldari og skór ofan í íþróttatöskunni þinni? Æfingin verður betri ef þú klæðir þig rétt í ræktinni.   Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

Í gær, 21:00 „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

í gær María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

í gær Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

í gær Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetur konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

í gær „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

í gær Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

í fyrradag Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

í fyrradag Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

22.9. Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

22.9. Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

22.9. Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

22.9. Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

22.9. „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

21.9. Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

21.9. Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

21.9. Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »