Stundar ísböð og fer fáklæddur í göngutúra

Arnór og félagarnir á námskeiðinu í Póllandi voru einbeittir í ...
Arnór og félagarnir á námskeiðinu í Póllandi voru einbeittir í fjallgöngunni. Ljósmynd/aðsend

Arnór Sigurgeir Þrastarson heillaðist af Hollendingnum Wim Hof og aðferðum hans eftir að hann horfði á heimildarmynd um Hof eða ísmanninn eins og hann er stundum kallaður. Nú hefur Arnór farið á Wim Hof-námskeið bæði í Frakklandi og Póllandi og stefnir á að koma fyrir keri með köldu vatni úti í garði hjá sér.

Aðferð Wim Hof hefur notið mikilli vinsælda undanfarin ár og er Arnór ekki eini Íslendingurinn sem lítur upp til Hollendingsins. Þegar blaðamaður náði í Arnór var hann nýbúinn að kveðja aðra íslenska „Wim Hof-ara“ eins og hann orðaði það, sem hann hafði hitt og stundað öndunaræfingar með. Ásamt öndunaræfingunum fer Wim Hof og þeir sem aðhyllast fræði hans í köld böð og fáklæddir í göngutúra. Hof sjálfur hefur ósjaldan komist í Heimsmetabók Guinnes fyrir fífldirfsku sína. 

Gerir öndunaræfingar á hverju morgni

Það eru til rannsóknir um hvað öndunin gerir fyrir líkamann en hún er ekki síst til þess að hjálpa andlegu hliðinni. „Þetta gefur mér orku, það er vellíðan sem ég fæ út úr þessu,“ segir Arnór. „Ég er búinn að vera lengi að prófa mig áfram með hugleiðsluaðferðir sem ég kom aldrei í rútínu fyrr en ég byrjaði að stunda öndunaræfingar Wim Hof. Þetta er í fyrsta skipti sem mér líður ekki eins og ég sé að gera húsverk,“ segir Arnór sem gerir öndunaræfingarnar á hverjum morgni. Hann getur síðan nýtt sér öndunina í hinu daglega lífi til dæmis við stressi.

Arnór í ísbaði.
Arnór í ísbaði. Ljósmynd/aðsend

Áskoranirnar sem tengjast kuldanum hafa líkamlegan ávinning en eru ekki síst gerðar til þess að ögra huganum og sjá hvers megnug manneskjan er í raun og veru. Oft er hún fær um að gera svo miklu meira en hugurinn segir til um.

Námskeið Frakklandi og Póllandi

Arnór hefur stundað öndunaræfingarnar í átta mánuði en í vor fór hann á þriggja daga námskeið í Frakklandi. Þar gerði Arnór ásamt fólki alls staðar að úr heiminum öndunaræfingar ásamt því að hann tókst á við nokkrar kuldaáskoranir. „Við vorum að fara í göngutúra bara í stuttubuxum og skóm. Fórum í ísböð og svo í sánu til þess að þjálfa sogæðakerfið. Svo vorum við líka að fara í ísböð án þess að fara í sánu. Stóðum þá úti og lærðum að hita líkamann sjálf,“ segir Arnór sem tókst á við enn stærri kuldaáskorun á námskeiði í Póllandi í lok síðasta árs.

Í Póllandi var saman kominn 60 manna hópur ásamt tíu leiðbeinendum og Wim Hof sjálfum. Arnór segir að fólk hafi verið frá öllum heimshornum, allt frá Pakistan til Íslands, fólk sem var bæði vant og óvant aðferðum Wim Hof. Ferðinni lauk með göngu upp á fjallið Sniezka sem er á landamærum á Póllands og Tékklands. Stærsta áskorunin var þó ekki að ganga upp 16 hundruð metra hátt fjallið heldur að ganga það einungis í skóm og stuttbuxum.

„Þetta var verkefnið allan tímann, mínus 20 uppi á fjallinu. Vikan snerist um það að undirbúa okkur fyrir 23 kílómetra langa göngu upp og niður fjallið með til dæmis öndunaræfingum, fara í göngutúra og baða okkur í ám. Þú þjálfar kuldaþolið bara upp eins og vöðva,“ segir Arnór. Nokkur atriði hjálpuðu Arnóri og félögum að halda á sér hita eins og öndunaræfingar og að ganga með hendurnar á nýrunum.

Leiðin var löng og ströng upp fjallið.
Leiðin var löng og ströng upp fjallið. Ljósmynd/aðsend

Sú elsta var fremst

Æfingarnar í vikunni undirbjó fólk undir gönguna. „Fyrsta daginn fórum við bara í ísbað og í sánu við hliðina á. Næsta dag fórum við í tveggja tíma göngutúr út í frostinu. Daginn eftir það böðuðum við okkur í ánni og  gengum til baka.“ Ferðirnar voru farnar eins og alltaf bara á stuttbuxum eða sundskýlu og skóm. Reyndar var ein kona, sextug að aldri sem gekk allt berfætt svo fólk var þarna með mismikla reynslu.

„Það var mikið lagt upp úr örygginu og að hlusta á líkamann. Fólk átti til dæmis ekki að vera lengi ofan í ísbaði bara af því að gæinn við hliðina á var búinn að vera lengi,“ sagði Arnór sem setti sjálfur upp vettlinga og húfu á leið upp fjallið en fólk var með föt í bakpokanum til vonar og vara.

„Elsta konan sem var þarna var 65 ára, fimm barna móðir frá Belgíu. Þetta var í fyrsta skipti sem hún gerði eitthvað fyrir sjálfa sig síðan hún eignaðist börnin sín. Hún leiddi gönguna upp fjallið,“ segir Arnór. Konan hafði enga reynslu af kuldaáskorunum í anda Wim Hof en Arnór segir að fólk hafi komist upp í krafti fjöldans. Aðrir treystu á hann og hann treysti á aðra, ef hann hefði verið þarna einn hefði hann snúið við eftir tíu mínútur segir hann.

Hlýjan gerði ferðina erfiðari

Stór hluti leiðarinnar var inni í skógi svo að Arnór fann ekki fyrir vindinum fyrr en á lokahlutanum en þá segir hann að það hafi verið 20 metrar á sekúndu og mjög kalt. Til þess að gera ferðina enn erfiðari þá fékk hópurinn að fara inn í kofa rétt fyrir lokahlutann. Arnór vissi ekki fyrr en eftir á að það hafði verið gert til þess að gera ferðina erfiðari. „Manni var orðið kalt, búinn að ganga í tvo klukkutíma, húðin var orðin eins og skel. Við vorum þarna inni í svona hálftíma og það voru allir að deyja úr kulda. Við vorum að reyna gera armbeygjur, fólk var að reyna byggja upp einhvern hita,“ Segir Arnór um inniveruna. „Langerfiðast við gönguna var að fara aftur út í kuldann. Að vera skjálfandi að deyja úr kulda og þurfa að fara aftur út í mínus 20. Þá reyndi á styrk hópsins og viljastyrk.“

Arnór upp á toppnum.
Arnór upp á toppnum. Ljósmynd/aðsend

Síðasta spölinn segist Arnór hafa verið mjög einbeittur og nýtt sér öndunaræfingarnar til þess að komast á toppinn. „Við trítluðum upp þennan síðasta spöl, sem var hálftími. Það var svo  kalt og hvasst að ég vissi ekki lengur hvort mér væri kalt eða heitt sem var mjög furðuleg tilfinning.“

Þegar á toppinn var komið og takmarkinu náð segir Arnór að fólk hafi misst einbeitinguna. „Þetta var ótrúlega skrítin stemning, fólk byrjaði að fagna og taka myndir og áður en við vissum af byrjaði skjálftinn. Við áttum að klæða okkur aftur í föt upp á toppnum, það ætti að taka svona fimm mínútur en það tók 20 mínútur, fólk gat ekki klætt sig svo við þurftum að hjálpast að.“

Arnór segist enn bara vera byrjandi og ætlar að halda áfram að fylgja hugmyndum Wim Hof heima á Íslandi. Hann gerir öndunaræfingar á hverjum morgni, ætlar að koma fyrir köldu keri í garðinum sínum og baðar sig í vötnum á Íslandi enda kuldinn á Íslandi tilvalinn í svona kuldaáskoranir. 

mbl.is

10 leiðir til að missa kærastann á 10 dögum

09:40 Sambönd eru áhugaverð. Við fæðumst inn í lífið með þann eina hæfileika að elska og vera elskuð. En einhversstaðar á leiðinni töpum við sum okkar hæfni okkar og förum út af veginum Meira »

6 reglur frá næringarþjálfara stjarnanna

07:00 Jennifer Lopez og Reese Witherspoon fara eftir ráðum næringarþjálfarans Haylie Pomroy. Pomroy segir góð efnaskipti ekki vera góðum genum að þakka. Meira »

Sögðu já þrátt fyrir ungan aldur

Í gær, 23:59 Stjörnurnar í Hollywood bíða ekki fram yfir þrítugt með það að gifta sig enda líklegt að þær hafi náð toppnum og keypt sér nokkur hús fyrir þann aldur. Meira »

Tók dótturina fram yfir landsliðið

Í gær, 21:00 Björgólfur Takefusa ætlar að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu í HM svítu á veitingastaðnum El Santo á Hverfisgötu. Hann horfði á Argentínuleikinn með öðru auganu enda á hann þriggja ára dóttur. Meira »

Eiginmaðurinn lét hana henda 250 skópörum

Í gær, 18:00 Kim Kardashian grét þegar eiginmaður hennar hreinsaði út úr skápunum hennar en Kanye West tilkynnti henni að hún væri með hræðilegan smekk þegar þau byrjuðu saman. Meira »

Endurgreiða hjálpartækin ef „við“ vinnum

Í gær, 15:08 Þorvaldur Steinþórsson eigandi hjálpartækjaverslunarinnar Adam og Eva er með svolítið öðruvísi tilboð í tilefni af leik Íslands og Nígeríu sem fram fer á morgun á HM. Viðskiptavinir sem kaupa vörur í dag og á morgun fá þær endurgreiddar ef Ísland vinnur Nígeríu. Meira »

Hótelið er einnig bílaverkstæði fyrir Lödur

Í gær, 14:07 Mörtu Jóhannesdóttur hafði lengi dreymt um að fara til Rússlands og þegar þetta tækifæri kom ákváðu þau að láta drauminn rætast. Hún upplifði mikið ævintýri þegar þau bókuðu sig inn á hótelið sem reyndist líka vera bílaverkstæði fyrir gamlar Lödur. Meira »

Drottningin í silfurlituðum skóm

í gær Elísabet önnur Englandsdrottning klæddist silfurlituðum skóm á Order of the Garter á mánudaginn. Drottningin klæðist venjulega svörtum hælaskóm nema á þessum árlega viðburði. Meira »

Þorði varla að horfa á leikinn

í gær María Ósk Skúladóttir er trúlofuð Jóni Daða Böðvarssyni, liðsmanni íslenska landsliðsins í fótbolta. María Ósk er 24 ára og stundar fjarám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Auk þess bloggar hún á belle.is ásamt nokkrum stelpum. Meira »

H&M x Love Stories hanna undirfatalínu

í fyrradag Ný undirfatalína H&M; x Love Stories kemur í verslanir á Íslandi í ágúst. Þetta er fyrsta undirfatahönnuðarsamstarf H&M.;  Meira »

Hlébarðamynstrið kemur sterkt inn aftur

í fyrradag Hlébarðamynstur virðist vera komið aftur í tísku en margar stjörnur í Hollywood hafa skartað kjólum með mynstrinu upp á síðkastið. Meira »

Einföld og frískleg sumarförðun

í fyrradag Með hækkandi sól leitum við gjarnan í léttari förðunarvörur og bjartari liti.  Meira »

Viltu nota keppnis góða vörn?

í fyrradag Daily UV FACE MOUSSE var valin besta sólvaran á andlitið árið 2018. Þetta eru alþjóðleg verðlaun óháðra sérfræðinga frá London, New York og Sydney. Alls 600 snyrtivörumerki tóku þátt í þessari keppni, sem ekki er hægt að styrkja, um bestu sólvöruna. Meira »

Stökk á tækifærið og flutti til Emils og Ásu

í fyrradag Steinunn Ýr Hilmarsdóttir hefur verið au-pair hjá landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni og eiginkonu hans Ásu Reginsdóttur í tvö ár. Steinunn Ýr segir að HM hafi verið í undirmeðvitundinni síðustu mánuði fyir HM í knattspyrnu. Meira »

Er píkugufa stjarnanna málið?

20.6. Chrissy Teigen og Gwyneth Paltrow eru meðal þeirra sem prófað hafa píkugufu. Kvensjúkdómalæknir efast um ágæti gufunnar og segir píkuna búa yfir sjálfshreinsibúnaði. Meira »

Ertu fyrirliðinn í rúminu?

20.6. „Ég ræði oft við pör um fyrirliðahlutverk í parsambandi og hversu mikið er undir ef hann er ekki inni á vellinum. Þá verður parið oftar en ekki sundurleit heild sem vinnur ekki leikinn.“ Meira »

Goddur lét sig ekki vanta

19.6. Þjóðleikhúsið iðaði af lífi og fjöri þegar Stríð eftir Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson var frumsýnt.   Meira »

Eiginkonur landsliðsmanna á hörkuæfingu

19.6. Eiginkonur landsliðsmanna eru staddar í Moskvu. Í morgun tóku þær á því í ræktinni undir stjórn Kristbjargar Jónasdóttur.   Meira »

10 heitustu leikmennirnir á HM

19.6. Þetta eru heitustu leikmennirnir á heimsmeistarmótinu í fótbolta 2018.   Meira »

Sumarveisla í boði McCartney í Mílanó

19.6. Stella McCartney hélt fallega garðveislu í Mílanó til að sýna sumarlínu tískuhússins fyrir árið 2019.  Meira »

Elstu systkinin gáfuðust

19.6. Yngsta systkinið er kannski það frekasta en það elsta er gáfaðasta. Ástæðan er ekki sú að öll góðu genin klárist í byrjun heldur er frekar foreldrunum um að kenna. Meira »