Stundar ísböð og fer fáklæddur í göngutúra

Arnór og félagarnir á námskeiðinu í Póllandi voru einbeittir í ...
Arnór og félagarnir á námskeiðinu í Póllandi voru einbeittir í fjallgöngunni. Ljósmynd/aðsend

Arnór Sigurgeir Þrastarson heillaðist af Hollendingnum Wim Hof og aðferðum hans eftir að hann horfði á heimildarmynd um Hof eða ísmanninn eins og hann er stundum kallaður. Nú hefur Arnór farið á Wim Hof-námskeið bæði í Frakklandi og Póllandi og stefnir á að koma fyrir keri með köldu vatni úti í garði hjá sér.

Aðferð Wim Hof hefur notið mikilli vinsælda undanfarin ár og er Arnór ekki eini Íslendingurinn sem lítur upp til Hollendingsins. Þegar blaðamaður náði í Arnór var hann nýbúinn að kveðja aðra íslenska „Wim Hof-ara“ eins og hann orðaði það, sem hann hafði hitt og stundað öndunaræfingar með. Ásamt öndunaræfingunum fer Wim Hof og þeir sem aðhyllast fræði hans í köld böð og fáklæddir í göngutúra. Hof sjálfur hefur ósjaldan komist í Heimsmetabók Guinnes fyrir fífldirfsku sína. 

Gerir öndunaræfingar á hverju morgni

Það eru til rannsóknir um hvað öndunin gerir fyrir líkamann en hún er ekki síst til þess að hjálpa andlegu hliðinni. „Þetta gefur mér orku, það er vellíðan sem ég fæ út úr þessu,“ segir Arnór. „Ég er búinn að vera lengi að prófa mig áfram með hugleiðsluaðferðir sem ég kom aldrei í rútínu fyrr en ég byrjaði að stunda öndunaræfingar Wim Hof. Þetta er í fyrsta skipti sem mér líður ekki eins og ég sé að gera húsverk,“ segir Arnór sem gerir öndunaræfingarnar á hverjum morgni. Hann getur síðan nýtt sér öndunina í hinu daglega lífi til dæmis við stressi.

Arnór í ísbaði.
Arnór í ísbaði. Ljósmynd/aðsend

Áskoranirnar sem tengjast kuldanum hafa líkamlegan ávinning en eru ekki síst gerðar til þess að ögra huganum og sjá hvers megnug manneskjan er í raun og veru. Oft er hún fær um að gera svo miklu meira en hugurinn segir til um.

Námskeið Frakklandi og Póllandi

Arnór hefur stundað öndunaræfingarnar í átta mánuði en í vor fór hann á þriggja daga námskeið í Frakklandi. Þar gerði Arnór ásamt fólki alls staðar að úr heiminum öndunaræfingar ásamt því að hann tókst á við nokkrar kuldaáskoranir. „Við vorum að fara í göngutúra bara í stuttubuxum og skóm. Fórum í ísböð og svo í sánu til þess að þjálfa sogæðakerfið. Svo vorum við líka að fara í ísböð án þess að fara í sánu. Stóðum þá úti og lærðum að hita líkamann sjálf,“ segir Arnór sem tókst á við enn stærri kuldaáskorun á námskeiði í Póllandi í lok síðasta árs.

Í Póllandi var saman kominn 60 manna hópur ásamt tíu leiðbeinendum og Wim Hof sjálfum. Arnór segir að fólk hafi verið frá öllum heimshornum, allt frá Pakistan til Íslands, fólk sem var bæði vant og óvant aðferðum Wim Hof. Ferðinni lauk með göngu upp á fjallið Sniezka sem er á landamærum á Póllands og Tékklands. Stærsta áskorunin var þó ekki að ganga upp 16 hundruð metra hátt fjallið heldur að ganga það einungis í skóm og stuttbuxum.

„Þetta var verkefnið allan tímann, mínus 20 uppi á fjallinu. Vikan snerist um það að undirbúa okkur fyrir 23 kílómetra langa göngu upp og niður fjallið með til dæmis öndunaræfingum, fara í göngutúra og baða okkur í ám. Þú þjálfar kuldaþolið bara upp eins og vöðva,“ segir Arnór. Nokkur atriði hjálpuðu Arnóri og félögum að halda á sér hita eins og öndunaræfingar og að ganga með hendurnar á nýrunum.

Leiðin var löng og ströng upp fjallið.
Leiðin var löng og ströng upp fjallið. Ljósmynd/aðsend

Sú elsta var fremst

Æfingarnar í vikunni undirbjó fólk undir gönguna. „Fyrsta daginn fórum við bara í ísbað og í sánu við hliðina á. Næsta dag fórum við í tveggja tíma göngutúr út í frostinu. Daginn eftir það böðuðum við okkur í ánni og  gengum til baka.“ Ferðirnar voru farnar eins og alltaf bara á stuttbuxum eða sundskýlu og skóm. Reyndar var ein kona, sextug að aldri sem gekk allt berfætt svo fólk var þarna með mismikla reynslu.

„Það var mikið lagt upp úr örygginu og að hlusta á líkamann. Fólk átti til dæmis ekki að vera lengi ofan í ísbaði bara af því að gæinn við hliðina á var búinn að vera lengi,“ sagði Arnór sem setti sjálfur upp vettlinga og húfu á leið upp fjallið en fólk var með föt í bakpokanum til vonar og vara.

„Elsta konan sem var þarna var 65 ára, fimm barna móðir frá Belgíu. Þetta var í fyrsta skipti sem hún gerði eitthvað fyrir sjálfa sig síðan hún eignaðist börnin sín. Hún leiddi gönguna upp fjallið,“ segir Arnór. Konan hafði enga reynslu af kuldaáskorunum í anda Wim Hof en Arnór segir að fólk hafi komist upp í krafti fjöldans. Aðrir treystu á hann og hann treysti á aðra, ef hann hefði verið þarna einn hefði hann snúið við eftir tíu mínútur segir hann.

Hlýjan gerði ferðina erfiðari

Stór hluti leiðarinnar var inni í skógi svo að Arnór fann ekki fyrir vindinum fyrr en á lokahlutanum en þá segir hann að það hafi verið 20 metrar á sekúndu og mjög kalt. Til þess að gera ferðina enn erfiðari þá fékk hópurinn að fara inn í kofa rétt fyrir lokahlutann. Arnór vissi ekki fyrr en eftir á að það hafði verið gert til þess að gera ferðina erfiðari. „Manni var orðið kalt, búinn að ganga í tvo klukkutíma, húðin var orðin eins og skel. Við vorum þarna inni í svona hálftíma og það voru allir að deyja úr kulda. Við vorum að reyna gera armbeygjur, fólk var að reyna byggja upp einhvern hita,“ Segir Arnór um inniveruna. „Langerfiðast við gönguna var að fara aftur út í kuldann. Að vera skjálfandi að deyja úr kulda og þurfa að fara aftur út í mínus 20. Þá reyndi á styrk hópsins og viljastyrk.“

Arnór upp á toppnum.
Arnór upp á toppnum. Ljósmynd/aðsend

Síðasta spölinn segist Arnór hafa verið mjög einbeittur og nýtt sér öndunaræfingarnar til þess að komast á toppinn. „Við trítluðum upp þennan síðasta spöl, sem var hálftími. Það var svo  kalt og hvasst að ég vissi ekki lengur hvort mér væri kalt eða heitt sem var mjög furðuleg tilfinning.“

Þegar á toppinn var komið og takmarkinu náð segir Arnór að fólk hafi misst einbeitinguna. „Þetta var ótrúlega skrítin stemning, fólk byrjaði að fagna og taka myndir og áður en við vissum af byrjaði skjálftinn. Við áttum að klæða okkur aftur í föt upp á toppnum, það ætti að taka svona fimm mínútur en það tók 20 mínútur, fólk gat ekki klætt sig svo við þurftum að hjálpast að.“

Arnór segist enn bara vera byrjandi og ætlar að halda áfram að fylgja hugmyndum Wim Hof heima á Íslandi. Hann gerir öndunaræfingar á hverjum morgni, ætlar að koma fyrir köldu keri í garðinum sínum og baðar sig í vötnum á Íslandi enda kuldinn á Íslandi tilvalinn í svona kuldaáskoranir. 

mbl.is

Yngsta barnið er uppáhalds

Í gær, 18:00 Það er satt það sem eldri systkini segja, yngsta barnið í systkinahópnum er í uppáhaldi. Eldri börn þykja oft frek og erfið. Meira »

Tóku heilhring í Perlunni

Í gær, 15:32 Lokahóf og 10 ára afmælispartí HönnunarMars fór fram á í gærkvöldi á Út í bláinn í Perlunni. Stemningin var góð en boðið var upp á góðan mat, drykki, kórónuleiki og afmælishappdrætti. Meira »

HönnunarMars í Epal

Í gær, 15:00 Það var glatt á hjalla í Epal þegar HönnunarMars var settur í versluninni. Íslenskir hönnuðir sýndu afurðir sínar á sýningunni. Meira »

Rífandi stemning á Rocky Horror

Í gær, 12:00 Það var rífandi stemning í Borgarleikhúsinu þegar Rocky Horror, með Pál Óskar Hjálmtýsson í aðalhlutverki, var frumsýnt á föstudaginn. Svo mikil var stemningin að gestir dönsuðu í salnum undir lok sýningar. Meira »

Hélt framhjá með æskuástinni

Í gær, 09:00 „Allar gömlu tilfinningarnar komu aftur og við byrjuðum ástarsambandið okkar aftur. Kynlífið var ótrúlegt. Konan mín tók eftir því að ég var breyttur og varð tortryggin.“ Meira »

Steldu stílnum frá Söruh Jessicu Parker

í gær Sarah Jessica Parker hefur sett háskólabolinn aftur á kortið. Hún klæðist honum við gallabuxur og háa hæla.  Meira »

Á þetta að vera leyfilegt?

í fyrradag Fiskabúrsklósettkassi og fjall af hrauni í stofunni er meðal þess sem flestum þykir skrítið en einhverjum þótti í það minnsta góð hugmynd ef ekki fallegt. Meira »

Vera Wang undir áhrifum frá Handsmaid Tale

í fyrradag Flestir eru sammála að mikla grósku sé að finna í tísku sumarsins. Að pólitísk átök eigi sér birtingarform á tískupöllunum og staða konunnar sé áberandi. Við skoðuðum sumarlínu Vera Wang fyrir árið 2018. Meira »

Ljótustu byggingar Bandaríkjanna

í fyrradag Bandaríkin eru stór og byggingarnar þar jafnmismunandi og þær eru margar. Sumar ljótar en aðrar mögulega ekki jafnfallegar.   Meira »

Retró heimili í Covent Garden

í fyrradag Andi fyrri tíma svífur yfir Covent Garden í Lundúnum. Það sama má segja um íbúð á svæðinu og passar fagurfræðin einstaklega vel við stemmninguna á svæðinu. Meira »

Af hverju æfirðu ekki eins og Jane Fonda?

í fyrradag Er ekki kominn tími á Jane Fonda-æfingarnar góðu aftur? Langar línur, húmor og gleði eru eitthvað svo miklu hressilegra ásýndar en ofurskyggð andlit og íturvaxnir bossar. Meira »

Snyrtipenninn mælir með þessu í mars

í fyrradag Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, tók saman lista yfir áhugaverðar og öðruvísi snyritvörur sem hún mælir með í mars. Meira »

8 ráð frá Martha Stewart

18.3. Þegar kemur að afmæli fyrir börnin eru fáir jafn miklir sérfræðingar og Martha Stewart. Þessi flotta viðskiptakona hefur gefið út fjölda tímarita, sjónvarpsþátta og efni um hvernig á að halda afmæli sem slá í gegn. Meira »

Sófinn kostar á við einbýlishús

17.3. Jennifer Aniston velur aðeins það besta og flottasta inn á heimilið. Fara þarf þó varlega í hvíta sófanum hennar enda kostar hann á við heilt hús. Meira »

Klæddu þig eins og bókasafnsfræðingur

17.3. Tískan fer í marga hringi. Um þessar mundir minnir margt í tískunni á Goldie Hawn í Foul Play þar sem hún leikur á eftirminnilegan hátt bókasafnsfræðinginn Gloriu Mundy. Meira »

Svona skipuleggur Michelle Obama sig

17.3. Michelle Obama er með forgangsröðina á hreinu og skipuleggur stefnumótakvöld og æfingar áður en hún samþykkir að koma fram á ráðstefnum eða mæta á fundi. Meira »

Nærfatasýningin mjög viðeigandi í dag

17.3. Karlie Kloss sýnir að hún sé femínisti á marga vegu. Hún segir sýningu Victoria's Secret vera valdeflandi fyrir konur og skipuleggur forritunarsumarbúðir fyrir unglingsstúlkur. Meira »

Best klæddi maður veraldar?

17.3. Fiðluleikarinn og fyrirsætan Charlie Siem vekur athygli hvar sem hann kemur fyrir fallegan klassískan stíl. Klassísk tónlist á hug hans allan þó að hann hafi áhrif á fegurðarskyn hönnuða víðsvegar um heiminn. Hann segir tískuna óskipulagða en skemmtilega. Meira »

Heimsfræg en kláruðu ekki skóla

17.3. Hefðbundin skólaganga er ekki fyrir alla og það þarf ekki margar háskólagráður til þess að öðlast frægð, frama og ríkidæmi.   Meira »

Mannúð og heiðarleiki í forgrunni

17.3. Helga Ólafsdóttir hefur unnið sem hönnuður í fjölda mörg ár. Í viðtalinu talar hún um tilgang lífsins, tískuna og fleira.   Meira »
Meira píla