„Burpees eru ekki góðar fyrir líkamann“

Leikarinn Zac Efron er þekktur fyrir stæltan líkama sinn.
Leikarinn Zac Efron er þekktur fyrir stæltan líkama sinn. mbl.is/AFP

Þjálfarinn Patrick Murphy kom Zac Efron í frábært form fyrir tökur á Strandvarðamyndinni Baywatch sem frumsýnd var á síðasta ári. Murphy lét Efron gera fjölmargar æfingar en það er þó ein æfing sem hann lét leikarann ekki gera.

Murphy mælir ekki með því að gera Burpee en sú æfing hefur verið ein sú vinsælasta í líkamsræktarstöðvum um allan heim í mörg ár. Í viðtali við Men's Health segir Murphy að æfingin hafi ekki verið hugsuð eins og hún er framkvæmd núna. 

Leiðbeiningar fyrir burpee.
Leiðbeiningar fyrir burpee. mbl.is/Thinkstockphotos

„Burpees eru ekki góðar fyrir mannslíkamann,“ segir stjörnuþjálfarinn. Hann segir æfinguna vera góða til þess að þjálfa hermenn í að koma sér hjá skoti. Flestir geri æfinguna á þann hátt að hryggurinn er ekki í réttri stöðu. Mjög erfitt er að gera æfinguna rétt og það hjálpar ekki til að fólk sé undir tímapressu þegar það gerir hana en svo er oft raunin. 

Hvort sem fólk fylgir þessum ráðum Murphy eða ekki er nokkuð ljóst að það er vel hægt að komast í gott form án þess að gera Burpee, Zac Efron er gott dæmi um það. 

Zac Efron.
Zac Efron. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál