Aldur færir okkur hamingju

Með aldrinum verður lífið auðveldara, ef við lærum af því ...
Með aldrinum verður lífið auðveldara, ef við lærum af því sem við upplifum í gegnum tíðina. mbl.is/Thinkstockphotos

Mörg okkar lifa í þeirri blekkingu að lífið verði minna áhugavert með aldrinum. Á meðan rannsóknir sýna að það er einmitt öfugt. Með aldrinum öðlumst við þekkingu, reynslu, auðmýkt og hamingju samkvæmt rannsóknum.

Þekktar eru þær rannsóknaniðurstöður sem sýna u-laga form á gögnum um hamingju, þar sem, börn og eldra fólk er hamingjusamast. Á meðan fólk upplifir ákveðna lægð þegar kemur að hamingju á árunum á milli tvítugs og þrítugs.

Við skoðum helstu ástæður þess að við getum vænt aukinnar hamingju með aldrinum.

Auðmýkt næst með auknum þroska

Eftir því sem við eldumst öðlumst við þá færni sem þarf til að verða hamingjusöm, sem er að leysa vandamál, verða auðmjúk og að sjá hlutina eins og þeir eru í stað þess hvernig við myndum vilja hafa þá.

Það að ná að sjá sjálfan sig sem hluta af heiminum, í staðinn fyrir miðpunkt hans eykur getuna til að vera hluti af því sem er jákvætt og að leysa málin. En með því að taka ábyrgð og fókusera á jákvæðar niðurstöður þá verða framfarir í lífi þeirra sem þetta iðka. Rannsóknir hafa sýnt að þessi færni komi með aldri og reynslu.

Ánægja næst með afrekum

Sumar rannsóknaniðurstöður hafa bent á að í kringum 37 ára hafa margir afrekað sitthvað í lífinu, sem færir þeim sálarfrið. Það er mikilvægt að fólk hafi leyst úr helstu áskorunum sínum á þessum tíma, því ef geta fólks er bundin við áskoranir, þá nýtist hæfileiki fólks síður. Þess vegna er algengt að á miðjum aldri taki fólk til í andlega lífinu sínu til að öðlast betra líf og meiri færni. Hins vegar er mikilvægt að benda á það hér að afrek eru skilgreind á mismunandi hátt. 

Fókusinn á ánægju meira en árangur

Með aldrinum fær fólk meiri þörf fyrir að taka að sér verkefni sem gerir það hamingjusamt, heldur en að taka að sér verkefni til að sanna sig. Þetta eykur vellíðan og ánægju hjá fólki. Þess vegna telja ráðgjafar svo mikilvægt að fólk skilgreini gildi sín ekki síður en markmið sín og finni tilganginn í lífinu. Að það byrji að gera eitthvað fyrir heiminn í staðinn fyrir að bíða eftir því að heimurinn færi því eitthvað sem hefur verið sett niður á blað. Það fyllir lífið meiri tilgangi og margir ná góðum tökum á þessu með árunum.

Er lífið auðveldara?

Einn besti mælikvarðinn á það hvort þú sért að læra á lífið, er hvort það verður auðveldara með árunum. Lífið getur verið áskorun þegar maður er að taka fyrstu skrefin sem fullorðinn einstaklingur. En ef það verður ekki auðveldara með árunum upp úr þrítugu, er eitthvað sem viðkomandi þarf að skoða hjá sér. 

Besta vísbendingin um hvort við séum að læra í lífinu, ...
Besta vísbendingin um hvort við séum að læra í lífinu, er hvort það verði auðveldara með árunum. mbl.is/Thinkstockphotos

Slíkar áskoranir eru algengar og ættu allir að taka á því með kærleik að leiðarljósi. En sum okkar eru fædd inn í flóknar aðstæður og því eðlilegt að það þurfi að greiða úr einhverju.

Lífeðlisfræðilegur þroski

Heilinn í okkur þroskast þannig að mandlan (amygdala) þroskast fyrr en heilabörkurinn (prefrontal cortex), sem gerir það að verkum að þegar við erum yngri þá höfum við minni færni til að stjórna tilfinningum okkar, róa okkur niður og sjá hlutina í réttara ljósi. Við erum næmari fyrir ótta þegar við erum yngri. Þess vegna er svo mikilvægt að átta okkur á þessu lífeðlisfræðilega ferli, jafnt fullorðnir sem börn. Tilhugsunin um að færnin aukist á þessu sviði með aldrinum er góð og eitthvað sem maður getur hlakkað til, en einnig sýnt sjálfum sér kærleik á meðan maður er á þeim aldri að hafa ekki fulla stjórn á hugsun eða tilfinningum. Gott er að æfa sig í þessu alla æfina.

Með aldrinum gerum við raunhæfari kröfur

Þegar við erum ung eru markmiðin okkar oft tengd öryggi og stöðu í samfélaginu. En með aldrinum, þegar við höfum náð sumum af okkar markmiðum en ekkert breytist inni í okkur, förum við að skilja á milli markmiða sem eru fyrir aðra og markmiða sem eru raunverulega fyrir okkur sjálf og innri vellíðan. Við förum að læra hvað færir okkur raunverulega hamingju.

Með aldrinum styrkjast tengslin okkar við aðra

Eftir því sem við eldumst, þá förum við að þekkja betur hvaða fólk við viljum rækta og hafa inni í lífinu okkar, vinskapur vex og dafnar en sum samskipti minnka og verða að engu. Því hefur löngum verið haldið fram að þær fjölskyldur sem eru hvað heilbrigðastar þær þola og hlúa að þeim sem eiga við áskoranir að stríða. Aðrar fjölskyldur líða í sundur og þeir meðlimir byrja að mynda tengsl við annað fólk líkt og það myndi gera við fjölskylduna sína, en þannig myndast vinafjölskyldur að jafnaði. Þessi djúpu tengsl eru hluti af frumhvötum mannsins. En með aldrinum förum við að skilja að það er ekki magnið sem skiptir máli heldur gæðin þegar kemur að samskiptum við aðra.

Þú öðlast færni til að komast í gegnum hlutina

Með aldrinum öðlumst við reynslu til þess að komast í gegnum erfiða hluti, því við höfum þurft að gera það og náð árangri með ákveðnum leiðum til þess. Áskoranir fyrr í lífinu hafa gefið okkur færni til að takast á við hlutina. Jafnframt hafa sumar leiðir sem við höfum farið ekki virkað og við höfum því hætt að reyna slíkt áfram. Með aldrinum erum við því með ákveðinn verkfærakassa, með aðferðum til að komast í gegnum áskoranir, hvort heldur sem er fjárhagslegar eða andlegar.

Dagurinn verður gjöf en ekki skuldbinding

Með aldrinum förum við að skilja að tíminn okkar hér á jörðinni er verðmætur. Að hver dagur er gjöf en ekki byrði. Sumir eru komnir á þann aldur að jafnöldrum þeirra fer fækkandi, og þannig fólki er tamt að fara í gegnum lífið í auðmýkt og kærleik. Þessi vitund um lífið, eykur færni fólks til að upplifa augnablikið betur og að vera til staðar fyrir þá sem skipta máli í lífinu. Eldra fólki er einnig eiginlegra að vera til staðar fyrir sjálfan sig betur en margir af þeim sem yngri eru.

Að lifa og njóta er eitthvað sem við gerum á ...
Að lifa og njóta er eitthvað sem við gerum á öllum aldursskeiðum. mbl.is/Thinkstockphotos

Þú lærir að þekkja sjálfan þig með aldrinum

Að þekkja sjálfan sig og eigin þarfir er langur vegur sem endar svo sannarlega ekki á fyrstu áratugum ævinnar. Þessi sjálfsþekking er dýrmæt og sumir eru á því að það taki alla ævina að ná tökum á slíkri þekkingu. En til þess að lifa góðu lífi er mikilvægt að skilja eigin þarfir, hvað færir okkur ánægju og hvað við vildum helst vera án. Þetta er verðugt verkefni sem maður skyldi aldrei missa áhuga á.

Til lukku með lífið, aldurinn og daginn!

mbl.is

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

Í gær, 22:00 Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

Í gær, 19:00 Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

Í gær, 16:22 Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

Í gær, 12:37 Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

Í gær, 09:21 „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

Í gær, 05:33 Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

í fyrradag „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

í fyrradag Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

í fyrradag Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

í fyrradag Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

í fyrradag Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

í fyrradag Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

í fyrradag Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »

Allir geta lært nýja hluti

16.9. Erla Aradóttir hefur starfað sem kennari í yfir 40 ár. Hún stofnaði árið 1993 skólann Enska fyrir alla og leggur metnað sinn í að færa landsmönnum þá þekkingu sem þeir vilja öðlast á enskri tungu. Meira »

Sleppir aldrei þessari æfingu

16.9. Kourtney Kardashian er í hörkuformi og ekki að ástæðulausu enda gerir hún kassahopp á hverjum degi.   Meira »

Pínulítið geggjað samfélag

16.9. Margrét Grímsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ. Þar er boðið upp á 4 vikna streitumeðferð sem Margrét stýrir. Meira »

71 árs í fantaflottu formi

16.9. Leikkonan Susan Lucci er búin að finan út hvernig maður heldur sér í formi á áttræðisaldri. Aldur er greinilega afstæður!  Meira »

Ferillinn fór á flug eftir fertugt

16.9. Stóra tækifærið kemur ekki endilega fyrir þrítugt. Ferill margra þekktra kvenna fór ekki á flug fyrr en um fertugt, jafnvel sextugt. Meira »

Ballett fer aldrei úr tísku

16.9. Lára Stefánsdóttir lætur til sín taka og kennir pilates í eigin rekstri og hot barre fit-tíma í Hreyfingu.  Meira »

Ert þú í gáfaðasta stjörnumerkinu?

15.9. Fræðimenn hafa ályktað hvaða stjörnumerki eru þau gáfuðustu með því að fara í gegnum alla nóbelsverðlaunahafa.   Meira »

Hélt fram hjá með yfirmanninum

15.9. „Eiginmaður minn varð tortrygginn. Til þess að bjarga hjónabandi mínu þurfti ég að gera minna úr hlutunum og segja að ekkert væri í gangi. Það hefði líka flækt hlutina mjög mikið í vinnunni ef einhver hefði komist að þessu.“ Meira »