Aldur færir okkur hamingju

Með aldrinum verður lífið auðveldara, ef við lærum af því …
Með aldrinum verður lífið auðveldara, ef við lærum af því sem við upplifum í gegnum tíðina. mbl.is/Thinkstockphotos

Mörg okkar lifa í þeirri blekkingu að lífið verði minna áhugavert með aldrinum. Á meðan rannsóknir sýna að það er einmitt öfugt. Með aldrinum öðlumst við þekkingu, reynslu, auðmýkt og hamingju samkvæmt rannsóknum.

Þekktar eru þær rannsóknaniðurstöður sem sýna u-laga form á gögnum um hamingju, þar sem, börn og eldra fólk er hamingjusamast. Á meðan fólk upplifir ákveðna lægð þegar kemur að hamingju á árunum á milli tvítugs og þrítugs.

Við skoðum helstu ástæður þess að við getum vænt aukinnar hamingju með aldrinum.

Auðmýkt næst með auknum þroska

Eftir því sem við eldumst öðlumst við þá færni sem þarf til að verða hamingjusöm, sem er að leysa vandamál, verða auðmjúk og að sjá hlutina eins og þeir eru í stað þess hvernig við myndum vilja hafa þá.

Það að ná að sjá sjálfan sig sem hluta af heiminum, í staðinn fyrir miðpunkt hans eykur getuna til að vera hluti af því sem er jákvætt og að leysa málin. En með því að taka ábyrgð og fókusera á jákvæðar niðurstöður þá verða framfarir í lífi þeirra sem þetta iðka. Rannsóknir hafa sýnt að þessi færni komi með aldri og reynslu.

Ánægja næst með afrekum

Sumar rannsóknaniðurstöður hafa bent á að í kringum 37 ára hafa margir afrekað sitthvað í lífinu, sem færir þeim sálarfrið. Það er mikilvægt að fólk hafi leyst úr helstu áskorunum sínum á þessum tíma, því ef geta fólks er bundin við áskoranir, þá nýtist hæfileiki fólks síður. Þess vegna er algengt að á miðjum aldri taki fólk til í andlega lífinu sínu til að öðlast betra líf og meiri færni. Hins vegar er mikilvægt að benda á það hér að afrek eru skilgreind á mismunandi hátt. 

Fókusinn á ánægju meira en árangur

Með aldrinum fær fólk meiri þörf fyrir að taka að sér verkefni sem gerir það hamingjusamt, heldur en að taka að sér verkefni til að sanna sig. Þetta eykur vellíðan og ánægju hjá fólki. Þess vegna telja ráðgjafar svo mikilvægt að fólk skilgreini gildi sín ekki síður en markmið sín og finni tilganginn í lífinu. Að það byrji að gera eitthvað fyrir heiminn í staðinn fyrir að bíða eftir því að heimurinn færi því eitthvað sem hefur verið sett niður á blað. Það fyllir lífið meiri tilgangi og margir ná góðum tökum á þessu með árunum.

Er lífið auðveldara?

Einn besti mælikvarðinn á það hvort þú sért að læra á lífið, er hvort það verður auðveldara með árunum. Lífið getur verið áskorun þegar maður er að taka fyrstu skrefin sem fullorðinn einstaklingur. En ef það verður ekki auðveldara með árunum upp úr þrítugu, er eitthvað sem viðkomandi þarf að skoða hjá sér. 

Besta vísbendingin um hvort við séum að læra í lífinu, …
Besta vísbendingin um hvort við séum að læra í lífinu, er hvort það verði auðveldara með árunum. mbl.is/Thinkstockphotos

Slíkar áskoranir eru algengar og ættu allir að taka á því með kærleik að leiðarljósi. En sum okkar eru fædd inn í flóknar aðstæður og því eðlilegt að það þurfi að greiða úr einhverju.

Lífeðlisfræðilegur þroski

Heilinn í okkur þroskast þannig að mandlan (amygdala) þroskast fyrr en heilabörkurinn (prefrontal cortex), sem gerir það að verkum að þegar við erum yngri þá höfum við minni færni til að stjórna tilfinningum okkar, róa okkur niður og sjá hlutina í réttara ljósi. Við erum næmari fyrir ótta þegar við erum yngri. Þess vegna er svo mikilvægt að átta okkur á þessu lífeðlisfræðilega ferli, jafnt fullorðnir sem börn. Tilhugsunin um að færnin aukist á þessu sviði með aldrinum er góð og eitthvað sem maður getur hlakkað til, en einnig sýnt sjálfum sér kærleik á meðan maður er á þeim aldri að hafa ekki fulla stjórn á hugsun eða tilfinningum. Gott er að æfa sig í þessu alla æfina.

Með aldrinum gerum við raunhæfari kröfur

Þegar við erum ung eru markmiðin okkar oft tengd öryggi og stöðu í samfélaginu. En með aldrinum, þegar við höfum náð sumum af okkar markmiðum en ekkert breytist inni í okkur, förum við að skilja á milli markmiða sem eru fyrir aðra og markmiða sem eru raunverulega fyrir okkur sjálf og innri vellíðan. Við förum að læra hvað færir okkur raunverulega hamingju.

Með aldrinum styrkjast tengslin okkar við aðra

Eftir því sem við eldumst, þá förum við að þekkja betur hvaða fólk við viljum rækta og hafa inni í lífinu okkar, vinskapur vex og dafnar en sum samskipti minnka og verða að engu. Því hefur löngum verið haldið fram að þær fjölskyldur sem eru hvað heilbrigðastar þær þola og hlúa að þeim sem eiga við áskoranir að stríða. Aðrar fjölskyldur líða í sundur og þeir meðlimir byrja að mynda tengsl við annað fólk líkt og það myndi gera við fjölskylduna sína, en þannig myndast vinafjölskyldur að jafnaði. Þessi djúpu tengsl eru hluti af frumhvötum mannsins. En með aldrinum förum við að skilja að það er ekki magnið sem skiptir máli heldur gæðin þegar kemur að samskiptum við aðra.

Þú öðlast færni til að komast í gegnum hlutina

Með aldrinum öðlumst við reynslu til þess að komast í gegnum erfiða hluti, því við höfum þurft að gera það og náð árangri með ákveðnum leiðum til þess. Áskoranir fyrr í lífinu hafa gefið okkur færni til að takast á við hlutina. Jafnframt hafa sumar leiðir sem við höfum farið ekki virkað og við höfum því hætt að reyna slíkt áfram. Með aldrinum erum við því með ákveðinn verkfærakassa, með aðferðum til að komast í gegnum áskoranir, hvort heldur sem er fjárhagslegar eða andlegar.

Dagurinn verður gjöf en ekki skuldbinding

Með aldrinum förum við að skilja að tíminn okkar hér á jörðinni er verðmætur. Að hver dagur er gjöf en ekki byrði. Sumir eru komnir á þann aldur að jafnöldrum þeirra fer fækkandi, og þannig fólki er tamt að fara í gegnum lífið í auðmýkt og kærleik. Þessi vitund um lífið, eykur færni fólks til að upplifa augnablikið betur og að vera til staðar fyrir þá sem skipta máli í lífinu. Eldra fólki er einnig eiginlegra að vera til staðar fyrir sjálfan sig betur en margir af þeim sem yngri eru.

Að lifa og njóta er eitthvað sem við gerum á …
Að lifa og njóta er eitthvað sem við gerum á öllum aldursskeiðum. mbl.is/Thinkstockphotos

Þú lærir að þekkja sjálfan þig með aldrinum

Að þekkja sjálfan sig og eigin þarfir er langur vegur sem endar svo sannarlega ekki á fyrstu áratugum ævinnar. Þessi sjálfsþekking er dýrmæt og sumir eru á því að það taki alla ævina að ná tökum á slíkri þekkingu. En til þess að lifa góðu lífi er mikilvægt að skilja eigin þarfir, hvað færir okkur ánægju og hvað við vildum helst vera án. Þetta er verðugt verkefni sem maður skyldi aldrei missa áhuga á.

Til lukku með lífið, aldurinn og daginn!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál