Leyndarmál ofurfyrirsætunnar

Ofurfyrirsætan Elle Macpherson lítur alltaf vel út.
Ofurfyrirsætan Elle Macpherson lítur alltaf vel út. Skjáskot/Instagram

Ofurfyrirsætan Elle Macpherson er á sextugsaldri en virðist eldast afturábak. Nýlega sagði hún frá leyndarmálinu á bak við útlitið. Það var ekki að ástæðulausu að Macpherson var kölluð „The Body“ á 9. áratugnum og á þetta viðurnefni enn við. Í viðtali við vefmiðilinn Glossy deildi ofurfyrirsætan því hvernig venjulegur dagur er í lífi hennar. 

Fyrir hádegi

Ofurfyrirsætan vaknar klukkan 5:00 á morgnana og segist liggja í rúminu í um hálftíma en þann tíma nýtir hún til þess að hugleiða, sameinast tilfinningum sínum og undirbúa sig andlega fyrir daginn. Næst fær hún sér heitt vatn með sítrónu. „Hér áður fyrr fékk ég mér alltaf tvöfaldan espresso til að keyra upp brennsluna en það í raun tæmdi adrenalínið. Ef mig vantar auka orku set ég aðeins af Cayenne-pipar út í sítrónuvatnið og það svínvirkar.“ Hún segist fá sér tvær teskeiðar af The Super Elixir-næringarduftinu sem hún blandar við þeyting en það tilheyrir merkinu hennar WelleCo og geta Íslendingar til dæmis pantað það af vefsíðunni Net-A-Porter.com en vefsíðan sendir vörur til Íslands. Hún segist mestmegnis borða vegan hráfæði en ef hana langi í eitthvað heitt fær hún sér soðið egg ásamt grófri brauðsneið eða chia-graut með möndlumjólk. 

Elle Macpherson segir alltaf setja tvær teskeiðar af The Super …
Elle Macpherson segir alltaf setja tvær teskeiðar af The Super Elixir-næringarduftinu út í þeytinginn sinn. Skjáskot/Instagram

Klukkan 6:30 stundar hún líkamsrækt. „Ég vil helst ekki fara inn í líkamsrækt heldur kýs ég að hreyfa mig úti og geri jógaæfingar eða fer í sjósund,“ segir Macpherson en eftir það þurrburstar hún allan líkamann og fer svo í heita og síðan kalda sturtu og ber á sig lífrænt líkamskrem. Fyrirsætan tekur sig til fyrir vinnuna en hún rekur fyrirtækið WelleCo sem sérhæfir sig í næringarefnum. Klukkan 10:30 fær hún sér millimál sem samanstendur af WelleCo Nourishing Protein Chocolate-hristingi með heimagerðri hnetumjólk og hálfri lárperu. 

Macpherson rekur fyrirtækið WelleCo sem sérhæfir sig í næringarefnum.
Macpherson rekur fyrirtækið WelleCo sem sérhæfir sig í næringarefnum. Skjáskot/Instagram

Eftir hádegi 

Hádegismatur Macpherson samanstendur oftast af grænmeti og fær hún sér gjarnan salat sem inniheldur grænkál, spínat, gúrku, lárperu og kóríander ásamt graskers- og sólblómafræjum. „Ég helli hágæðaólífuolíu yfir salatið en góð fita er nauðsynleg fyrir heilsuna mína,“ útskýrir hún. Eftir vinnu kl. 17:00 segist hún vilja stunda útivist og hreyfa sig svo hún fer gjarnan í hjólatúra með syni sínum. 

Elle Macpherson heldur sér alltaf í góðu formi.
Elle Macpherson heldur sér alltaf í góðu formi. Skjáskot/Instagram

Á kvöldin

Þegar Macpherson er heima á kvöldin býr hún til hollan kvöldverð en þar sem hún er vegan býr hún gjarnan til vegan-vefjur, grænmetispítsur eða pasta með grænmeti og pestó. „Ef mig langar í eitthvað sætt þá fæ ég mér gjarnan dökkt súkkulaði eða vegan-ís, stundum hvort tveggja,“ viðurkennir hún. Klukkan 20:00 fer hún að undirbúa svefninn en segir að sér reynist oft erfitt að ná huganum niður svo hún hefur komið sér upp sérstakri rútínu. „Ég finn mér friðsælt rými, klæðist mjög léttum bómullarnáttfötum og spreyja yfir herbergið og koddana Sleep Welle-spreyinu. Það er fallegur, ferskur ilmur sem inniheldur lífrænar ilmkjarnaolíur eins og lavender,“ segir Macpherson og segist svo hella upp á te en að sjálfsögðu drekkur hún sitt eigið Sleep Welle Fortifying Tea sem inniheldur valerian-rót (sem sumir kalla valíum náttúrunnar) og aðrar róandir jurtir.

Elle Macpherson virðist yngjast afturábak.
Elle Macpherson virðist yngjast afturábak. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál