Þátttaka í Eurovision gerir fók ánægðara

Ari Ólafsson gerði Íslendinga ánægða með þátttöku sinni.
Ari Ólafsson gerði Íslendinga ánægða með þátttöku sinni. AFP

Hvað sem hver skrifar á Twitter um Eurovision þá er það vísindalega sannað að það eykur ánægju fólks að sjá landið sitt keppa í söngvakeppninni. Íslendingar geta verið ánægðir að heyra það að sigur í keppninni þýðir ekki endilega mun meiri ánægju.

Independent greinir frá rannsókninni þar sem horft var til 33 landa á árunum 2009 til 2015. Vísindafólk bar saman gengi landanna í keppninni þau árin við heilsfarsupplýsingar sem tengdust ánægju fólks.

Í ljós kom að fólk var 13 prósentum líklegra til þess að vera ánægt með líf sitt ef land þess tók þátt í Eurvovision, jafnvel þó svo að frammistaða landsins væri flokkuð sem hræðileg. Íslendingar fá ekki flestu tólfurnar en eru alltaf með og því ættum við að geta verið nokkuð sátt. Fólk var vissulega ánægðara eftir því sem landi þeirra gekk betur en þó aðeins um fjögur prósent fyrir hver tíu sæti. 

Alexander Rybak gerir Norðmenn aftur ánægða í ár.
Alexander Rybak gerir Norðmenn aftur ánægða í ár. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál