Lifa góðu lífi án samfélagsmiðla

Kristen Stewart, Scarlett Johansson og George Clooney eru ekki hrifin ...
Kristen Stewart, Scarlett Johansson og George Clooney eru ekki hrifin af samfélagsmiðlum. Samsett mynd

Það eru til ótal rannsóknir sem sýna fram á að skaðsemi óhóflegrar skjánotkunar, samfélagsmiðlar er einn helsti tímaþjófur fólks í þeim efnum. Margir geta ekki ímyndað sér líf án samfélagsmiðla en það er vel hægt að lifa góðu lífi án þess að vita hvert fólk fór í sumarfrí eða hvar það drakk kaffi um helgina. 

Fjölmargar stjörnur hætta sér ekki inn á samfélagsmiðla eins og People fór yfir. Þrátt fyrir að margar segja ástæðuna vera einkalíf sitt eru aðrar sem segja þá hafa neikvæð áhrif. Eitt er víst að stjörnurnar lifa góðu lífi án þess að fylgjast með hverju skrefi vina, kunningja eða ókunnugra samfélagsmiðlastjarna á Facebook, Snapchat, Instagram eða Twitter. 

Jennifer Lawrence

„Ég mun aldrei fara á Twitter. Ég er ekki góð á símann né í tækni,“ lét Lawrence hafa eftir sér árið 2014. Þar sagði hún einnig að ef fólk sæi hana á Facebook, Instagram eða Twitter þá væri það líklegast ekki hún. 

Jennifer Lawrence.
Jennifer Lawrence. AFP

Scarlett Johansson

Leikkonan er ekki viss um hvað henni finnst um það að fólk þurfi að sýna að það sé að borða eða gera hitt og þetta á samfélagsmiðlum. Hún getur ekki ímyndað sér eitthvað sem hana langar minna að gera en að deila öllum smáatriðum í lífi sínu með fólk. 

Scarlett Johansson.
Scarlett Johansson. AFP

Goerge Clooney

Clooney er ekki á samfélagsmiðlum vegna frægðarinnar og skilur ekki af hverju einhver frægur myndi vilja vera á Twitter. Hann hefur líka áhyggjur af því hvað fólk skrifar á Twitter þegar það er búið að drekka of mikið og á kannski ekki nógu góðan dag. 

George Clooney.
George Clooney. AFP

Julia Roberts

Leikkonan er ekki hrifin af samfélagsmiðlum og segir þá vera heillandi í smástund eins og kandísfloss en á svip stundu sé gaman búið. Hún nefnir sérstaklega neikvæðar umræður á samfélagsmiðlum og segist frekar kjósa almennilegan slag. 

Julia Roberts.
Julia Roberts. AFP

Kristen Stewart

Leikkonan segir eðlilegt að tala við annað fólk í síma en er ekki jafn hrifin af því þegar fólk á í samskiptum með sms-um eða í gegnum samfélagsmiðla. Hún segir að fólk verði háð samfélagsmiðlum og segir þá yfirborðskennda. 

Kristen Stewart.
Kristen Stewart. AFP

Kate Winslet

Titanic-leikkonan segir að samfélagsmiðlar hafi mikil áhrif á sjálfsmynd ungra kvenna þar sem það eina sem þær geri er að koma því þannig fyrir að fólk líki við þær. Því fylgi siðan átröskun. Samfélagsmiðlar eru því ekki eitthvað sem Winslet leyfir í sínum húsum. 

Kate Winslet.
Kate Winslet. AFP

Benedict Cumberbatch

Leikarinn segist ekki treysta sér til þess að vera á samfélagsmiðlum. Honum finnst tilhugsunin vera baneitraða. Í stað þess að eyða orkunni sinni á samfélagsmiðlum vil hann eyða henni í vinnuna sína. 

Benedict Cumberbatch.
Benedict Cumberbatch. AFP

Emily Blunt

Leikkonan segist vera risaeðla þegar kemur að tæknimálum og er því ekki á samfélagsmiðlum. Hún telur það einnig skemma fyrir sér ef hún sýni sjálfa sig of mikið þar sem starf hennar felst í að bregða sér í hlutverk annarra. 

Emily Blunt.
Emily Blunt. AFP
mbl.is

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

16:00 „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

13:15 Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

10:23 „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

05:15 Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

Í gær, 21:30 Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

í gær Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

í gær Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

í gær Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »

6 snilldarrassæfingar Önnu Eiríks

í gær „Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldarrassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur.“ Meira »

Ekki vera goslaus 2019

í gær Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

í fyrradag Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

16.1. Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

16.1. „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

16.1. Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

16.1. Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

16.1. Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

16.1. „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

15.1. Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

15.1. Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

15.1. Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

15.1. Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »