Lifa góðu lífi án samfélagsmiðla

Kristen Stewart, Scarlett Johansson og George Clooney eru ekki hrifin ...
Kristen Stewart, Scarlett Johansson og George Clooney eru ekki hrifin af samfélagsmiðlum. Samsett mynd

Það eru til ótal rannsóknir sem sýna fram á að skaðsemi óhóflegrar skjánotkunar, samfélagsmiðlar er einn helsti tímaþjófur fólks í þeim efnum. Margir geta ekki ímyndað sér líf án samfélagsmiðla en það er vel hægt að lifa góðu lífi án þess að vita hvert fólk fór í sumarfrí eða hvar það drakk kaffi um helgina. 

Fjölmargar stjörnur hætta sér ekki inn á samfélagsmiðla eins og People fór yfir. Þrátt fyrir að margar segja ástæðuna vera einkalíf sitt eru aðrar sem segja þá hafa neikvæð áhrif. Eitt er víst að stjörnurnar lifa góðu lífi án þess að fylgjast með hverju skrefi vina, kunningja eða ókunnugra samfélagsmiðlastjarna á Facebook, Snapchat, Instagram eða Twitter. 

Jennifer Lawrence

„Ég mun aldrei fara á Twitter. Ég er ekki góð á símann né í tækni,“ lét Lawrence hafa eftir sér árið 2014. Þar sagði hún einnig að ef fólk sæi hana á Facebook, Instagram eða Twitter þá væri það líklegast ekki hún. 

Jennifer Lawrence.
Jennifer Lawrence. AFP

Scarlett Johansson

Leikkonan er ekki viss um hvað henni finnst um það að fólk þurfi að sýna að það sé að borða eða gera hitt og þetta á samfélagsmiðlum. Hún getur ekki ímyndað sér eitthvað sem hana langar minna að gera en að deila öllum smáatriðum í lífi sínu með fólk. 

Scarlett Johansson.
Scarlett Johansson. AFP

Goerge Clooney

Clooney er ekki á samfélagsmiðlum vegna frægðarinnar og skilur ekki af hverju einhver frægur myndi vilja vera á Twitter. Hann hefur líka áhyggjur af því hvað fólk skrifar á Twitter þegar það er búið að drekka of mikið og á kannski ekki nógu góðan dag. 

George Clooney.
George Clooney. AFP

Julia Roberts

Leikkonan er ekki hrifin af samfélagsmiðlum og segir þá vera heillandi í smástund eins og kandísfloss en á svip stundu sé gaman búið. Hún nefnir sérstaklega neikvæðar umræður á samfélagsmiðlum og segist frekar kjósa almennilegan slag. 

Julia Roberts.
Julia Roberts. AFP

Kristen Stewart

Leikkonan segir eðlilegt að tala við annað fólk í síma en er ekki jafn hrifin af því þegar fólk á í samskiptum með sms-um eða í gegnum samfélagsmiðla. Hún segir að fólk verði háð samfélagsmiðlum og segir þá yfirborðskennda. 

Kristen Stewart.
Kristen Stewart. AFP

Kate Winslet

Titanic-leikkonan segir að samfélagsmiðlar hafi mikil áhrif á sjálfsmynd ungra kvenna þar sem það eina sem þær geri er að koma því þannig fyrir að fólk líki við þær. Því fylgi siðan átröskun. Samfélagsmiðlar eru því ekki eitthvað sem Winslet leyfir í sínum húsum. 

Kate Winslet.
Kate Winslet. AFP

Benedict Cumberbatch

Leikarinn segist ekki treysta sér til þess að vera á samfélagsmiðlum. Honum finnst tilhugsunin vera baneitraða. Í stað þess að eyða orkunni sinni á samfélagsmiðlum vil hann eyða henni í vinnuna sína. 

Benedict Cumberbatch.
Benedict Cumberbatch. AFP

Emily Blunt

Leikkonan segist vera risaeðla þegar kemur að tæknimálum og er því ekki á samfélagsmiðlum. Hún telur það einnig skemma fyrir sér ef hún sýni sjálfa sig of mikið þar sem starf hennar felst í að bregða sér í hlutverk annarra. 

Emily Blunt.
Emily Blunt. AFP
mbl.is

„Við stundum aldrei kynlíf“

Í gær, 23:59 „Læknirinn hans skrifaði upp á Viagra en hann neitar að taka það þar sem hann heldur að aukaverkanirnar séu hættulegar. Ekkert sem ég segi sannfærir hann um annað. Hann hefur sagt mér að hann muni skilja við mig ef ég held fram hjá.“ Meira »

Hárið verður eins og í sjampóauglýsingu

Í gær, 21:00 Ásta Bjartmars var alltaf með úfið hár og þráði rennislétt og lýtalaust hár. Hún þurfti að blása það hvern morgun og nota öflug sléttujárn til þess að vera sátt eða þar til hún kynntist Keratín hármeðferð sem lagar hárið. Marta María | mm@mbl.is Meira »

Ingó Veðurguð tryllti gestina

Í gær, 18:00 Kosningahátíð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði var haldin hátíðleg í Bæjarbíó í Hafnarfirði á annan á hvítasunnu. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði var afar lukkuleg með hátíðina. Meira »

Í fyrsta sinn í síðbuxum í brúðkaupinu

Í gær, 15:00 Georg prins sést alla jafna í stuttbuxum, hvernig sem veðrar, hann braut því eiginlega konunglega reglu þegar hann klæddist síðbuxum í brúðkaup Harry og Meghan. Meira »

Laxerolía nýtist á ótrúlegan hátt

Í gær, 12:00 „Heitið er ekki sérstaklega sexý, enda dettur flestum í hug hægðalosandi áhrif laxerolíunnar þegar minnst er á hana. Fæstur vita nefnilega að laxerolían hefur öldum saman verið notuð til lækninga víða um heim, þar sem hún gagnast m.a. einstaklega vel við bólgum og býr yfir bakteríudrepandi eiginleikum,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli: Meira »

Hera Björk í partístuði með systur sinni

Í gær, 09:00 Konur sem skipa sæti á listum Viðreisnar og stórvinkonur þeirra hittust á Petersensvítunni í Gamla bíó síðastliðinn föstudag. Meira »

Svöl penthouse-íbúð við Mánatún

Í gær, 06:00 Dökkgráir veggir, flotuð gólf og heimilisleg húsgögn einkenna 183 fm íbúð við Mánatún í Reykjavík. Persónulegur stíll fær að njóta sín og er íbúðin ekki eins og hjá öllum öðrum. Meira »

Algengasta lygin á Tinder

í fyrradag „Ekki í kvöld, það er áliðið og ég er svo þreyttur, þarf að vakna snemma til vinnu á morgun,“ á þennan hátt hafa eflaust margir hætt við eða frestað stefnumótum. Meira »

Þær verst klæddu á Billboard

í fyrradag Billboard-tónlistarverðlaunin voru veitt um helgina í skugga konunglega brúðkaupsins. Á meðan fágun og elegans ríkti í Windsor um helgina var allt annað uppi á teningnum í Las Vegas þar sem verðlaunin voru veitt. Meira »

Samfylkingarkonur kunna að skemmta sér

í fyrradag Samfylkingarkonur í Reykjavík gerðu sér glaðan dag á föstudaginn og slógu upp veislu í kosningamiðstöð XS við Hjartatorgið í Reykjavík. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, var gestgjafi kvöldsins. Meira »

Mætti í strigaskóm í brúðkaupsveisluna

í fyrradag Konunglegt brúðkaup stoppaði Serenu Williams ekki frá því að mæta í strigaskóm í veislu Harry og Meghan á laugardagskvöldið. Williams klæddist einnig strigaskóm í sínu eigin brúðkaupi. Meira »

Ingvar Mar féll fyrir Fossvoginum

í fyrradag Ingvar Mar Jónsson býr í huggulegu húsi í Fossvogi ásamt Sigríði Nönnu Jónsdóttur, eiginkonu sinni, og fjórum börnum. Ingvar Mar og Sigríður Nanna kynntust árið 1997 og giftu sig ári síðar og eiga því 20 ára brúðkaupsafmæli í sumar. Meira »

Svona fór Sigmundur að því að léttast

í fyrradag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er búinn að létta sig um 20 kíló. Hann segir að þetta sé allt annað líf en í dag lyftir hann lóðum og borðar ekki stöðugt eins og hann gerði áður. Meira »

Viltu upplifa besta kynlíf í heimi?

í fyrradag Ef þig hefur alltaf dreymt um að jörðin hristist undir þér þegar þú stundar kynlíf en ferð óvart að hugsa um nestið sem þú ætlar að smyrja fyrir börnin á morgun er þetta grein fyrir þig. Meira »

Þessu verður þú að fylgjast með!

21.5. Það er leit að góðum bröndurum þessa dagana. Eftirfarandi eru 10 Instagrammarar sem þú verður að fylgjast með til að létta þér lífið í sumar. Meira »

Ertu nokkuð að skemma fyrir þér?

21.5. Stefnu­móta­markþjálf­inn Monica Parikh slær í gegn um þess­ar mund­ir. Hún er svo sér­fróð um ást­ina að hún hef­ur stofnað utan um viðfangs­efnið skóla. Hér ræðir hún nokkra hluti sem geta hindrað fólk í að finna ástina og fara í sambönd. Meira »

Berjarauðar varir og vængjuð augu

21.5. Í sumar eru dökkar berjalitaðar varir vinsælar og löng augnlína dregin í vængi. Alicia Vikender tekur útlitið á næsta stig.  Meira »

10 ferskustu sumarilmvötnin

21.5. Sama hvernig viðrar getur ferskur sumarilmur fært okkur sól og hita innra með okkur. Í ár streyma á markaðinn virkilega flott ilmvötn fyrir vor og sumar svo við tókum saman þau 10 ilmvötn sem okkur þykja passa vel við hækkandi hitastig, vonandi. Meira »

Setur á sig maska og spilar Céline Dion

21.5. Ástrós Traustadóttir getur verið einungis 15 mínútur að taka sig til dagsdaglega. Fyrir fínni tækifæri gefur hún sér þó einn til einn og hálfan tíma. Meira »

Hefur áður haldið fram hjá henni óléttri

21.5. „Ég frétti það frá „hinni konunni“ að ég hafði haft rétt fyrir mér allan tímann með það að maðurinn minn hélt fram hjá mér þegar ég var ólétt. Nú fjórum árum seinna er ég enn að fylgjast með honum.“ Meira »

Lykillinn að leggjafegurð Mcpherson

20.5. Ofurfyrirsætan Elle Macpherson er þekkt fyrir langa og guðdómlega fótleggi. Þrátt fyrir að hún geti þakkað móður sinni fyrir leggjalengdina segir hún í nýjum pistli að mataræði og líkamsrækt skipti hana líka máli. Meira »