Lifa góðu lífi án samfélagsmiðla

Kristen Stewart, Scarlett Johansson og George Clooney eru ekki hrifin …
Kristen Stewart, Scarlett Johansson og George Clooney eru ekki hrifin af samfélagsmiðlum. Samsett mynd

Það eru til ótal rannsóknir sem sýna fram á að skaðsemi óhóflegrar skjánotkunar, samfélagsmiðlar er einn helsti tímaþjófur fólks í þeim efnum. Margir geta ekki ímyndað sér líf án samfélagsmiðla en það er vel hægt að lifa góðu lífi án þess að vita hvert fólk fór í sumarfrí eða hvar það drakk kaffi um helgina. 

Fjölmargar stjörnur hætta sér ekki inn á samfélagsmiðla eins og People fór yfir. Þrátt fyrir að margar segja ástæðuna vera einkalíf sitt eru aðrar sem segja þá hafa neikvæð áhrif. Eitt er víst að stjörnurnar lifa góðu lífi án þess að fylgjast með hverju skrefi vina, kunningja eða ókunnugra samfélagsmiðlastjarna á Facebook, Snapchat, Instagram eða Twitter. 

Jennifer Lawrence

„Ég mun aldrei fara á Twitter. Ég er ekki góð á símann né í tækni,“ lét Lawrence hafa eftir sér árið 2014. Þar sagði hún einnig að ef fólk sæi hana á Facebook, Instagram eða Twitter þá væri það líklegast ekki hún. 

Jennifer Lawrence.
Jennifer Lawrence. AFP

Scarlett Johansson

Leikkonan er ekki viss um hvað henni finnst um það að fólk þurfi að sýna að það sé að borða eða gera hitt og þetta á samfélagsmiðlum. Hún getur ekki ímyndað sér eitthvað sem hana langar minna að gera en að deila öllum smáatriðum í lífi sínu með fólk. 

Scarlett Johansson.
Scarlett Johansson. AFP

Goerge Clooney

Clooney er ekki á samfélagsmiðlum vegna frægðarinnar og skilur ekki af hverju einhver frægur myndi vilja vera á Twitter. Hann hefur líka áhyggjur af því hvað fólk skrifar á Twitter þegar það er búið að drekka of mikið og á kannski ekki nógu góðan dag. 

George Clooney.
George Clooney. AFP

Julia Roberts

Leikkonan er ekki hrifin af samfélagsmiðlum og segir þá vera heillandi í smástund eins og kandísfloss en á svip stundu sé gaman búið. Hún nefnir sérstaklega neikvæðar umræður á samfélagsmiðlum og segist frekar kjósa almennilegan slag. 

Julia Roberts.
Julia Roberts. AFP

Kristen Stewart

Leikkonan segir eðlilegt að tala við annað fólk í síma en er ekki jafn hrifin af því þegar fólk á í samskiptum með sms-um eða í gegnum samfélagsmiðla. Hún segir að fólk verði háð samfélagsmiðlum og segir þá yfirborðskennda. 

Kristen Stewart.
Kristen Stewart. AFP

Kate Winslet

Titanic-leikkonan segir að samfélagsmiðlar hafi mikil áhrif á sjálfsmynd ungra kvenna þar sem það eina sem þær geri er að koma því þannig fyrir að fólk líki við þær. Því fylgi siðan átröskun. Samfélagsmiðlar eru því ekki eitthvað sem Winslet leyfir í sínum húsum. 

Kate Winslet.
Kate Winslet. AFP

Benedict Cumberbatch

Leikarinn segist ekki treysta sér til þess að vera á samfélagsmiðlum. Honum finnst tilhugsunin vera baneitraða. Í stað þess að eyða orkunni sinni á samfélagsmiðlum vil hann eyða henni í vinnuna sína. 

Benedict Cumberbatch.
Benedict Cumberbatch. AFP

Emily Blunt

Leikkonan segist vera risaeðla þegar kemur að tæknimálum og er því ekki á samfélagsmiðlum. Hún telur það einnig skemma fyrir sér ef hún sýni sjálfa sig of mikið þar sem starf hennar felst í að bregða sér í hlutverk annarra. 

Emily Blunt.
Emily Blunt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál