Lifa góðu lífi án samfélagsmiðla

Kristen Stewart, Scarlett Johansson og George Clooney eru ekki hrifin ...
Kristen Stewart, Scarlett Johansson og George Clooney eru ekki hrifin af samfélagsmiðlum. Samsett mynd

Það eru til ótal rannsóknir sem sýna fram á að skaðsemi óhóflegrar skjánotkunar, samfélagsmiðlar er einn helsti tímaþjófur fólks í þeim efnum. Margir geta ekki ímyndað sér líf án samfélagsmiðla en það er vel hægt að lifa góðu lífi án þess að vita hvert fólk fór í sumarfrí eða hvar það drakk kaffi um helgina. 

Fjölmargar stjörnur hætta sér ekki inn á samfélagsmiðla eins og People fór yfir. Þrátt fyrir að margar segja ástæðuna vera einkalíf sitt eru aðrar sem segja þá hafa neikvæð áhrif. Eitt er víst að stjörnurnar lifa góðu lífi án þess að fylgjast með hverju skrefi vina, kunningja eða ókunnugra samfélagsmiðlastjarna á Facebook, Snapchat, Instagram eða Twitter. 

Jennifer Lawrence

„Ég mun aldrei fara á Twitter. Ég er ekki góð á símann né í tækni,“ lét Lawrence hafa eftir sér árið 2014. Þar sagði hún einnig að ef fólk sæi hana á Facebook, Instagram eða Twitter þá væri það líklegast ekki hún. 

Jennifer Lawrence.
Jennifer Lawrence. AFP

Scarlett Johansson

Leikkonan er ekki viss um hvað henni finnst um það að fólk þurfi að sýna að það sé að borða eða gera hitt og þetta á samfélagsmiðlum. Hún getur ekki ímyndað sér eitthvað sem hana langar minna að gera en að deila öllum smáatriðum í lífi sínu með fólk. 

Scarlett Johansson.
Scarlett Johansson. AFP

Goerge Clooney

Clooney er ekki á samfélagsmiðlum vegna frægðarinnar og skilur ekki af hverju einhver frægur myndi vilja vera á Twitter. Hann hefur líka áhyggjur af því hvað fólk skrifar á Twitter þegar það er búið að drekka of mikið og á kannski ekki nógu góðan dag. 

George Clooney.
George Clooney. AFP

Julia Roberts

Leikkonan er ekki hrifin af samfélagsmiðlum og segir þá vera heillandi í smástund eins og kandísfloss en á svip stundu sé gaman búið. Hún nefnir sérstaklega neikvæðar umræður á samfélagsmiðlum og segist frekar kjósa almennilegan slag. 

Julia Roberts.
Julia Roberts. AFP

Kristen Stewart

Leikkonan segir eðlilegt að tala við annað fólk í síma en er ekki jafn hrifin af því þegar fólk á í samskiptum með sms-um eða í gegnum samfélagsmiðla. Hún segir að fólk verði háð samfélagsmiðlum og segir þá yfirborðskennda. 

Kristen Stewart.
Kristen Stewart. AFP

Kate Winslet

Titanic-leikkonan segir að samfélagsmiðlar hafi mikil áhrif á sjálfsmynd ungra kvenna þar sem það eina sem þær geri er að koma því þannig fyrir að fólk líki við þær. Því fylgi siðan átröskun. Samfélagsmiðlar eru því ekki eitthvað sem Winslet leyfir í sínum húsum. 

Kate Winslet.
Kate Winslet. AFP

Benedict Cumberbatch

Leikarinn segist ekki treysta sér til þess að vera á samfélagsmiðlum. Honum finnst tilhugsunin vera baneitraða. Í stað þess að eyða orkunni sinni á samfélagsmiðlum vil hann eyða henni í vinnuna sína. 

Benedict Cumberbatch.
Benedict Cumberbatch. AFP

Emily Blunt

Leikkonan segist vera risaeðla þegar kemur að tæknimálum og er því ekki á samfélagsmiðlum. Hún telur það einnig skemma fyrir sér ef hún sýni sjálfa sig of mikið þar sem starf hennar felst í að bregða sér í hlutverk annarra. 

Emily Blunt.
Emily Blunt. AFP
mbl.is

Geggjaður retró-stíll í 101

21:00 Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

20:00 Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »

Svona heldur þú heilsusamlega páska

17:00 Þegar fólk breytir um lífsstíl og mataræði á það stundum erfitt með að takast á við hátíðir eins og páskana, því þá vill það sogast inn í gamlar hefðir og vana. Meira »

Svona býrðu til „Power Spot“

11:00 Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn og halda einungis í það sem veitir ánægju. Meira »

Kærastinn spilar rassinn úr buxunum

05:00 „Þannig er að kærastinn minn er að eyða nánast öllum peningunum sínum í alls konar veðmál á netinu. Hann segir að þetta séu alls konar íþróttaleikir en vill ekki sýna mér nákvæmlega hvað þetta er og kannski skiptir ekki máli. Aðaláhyggjurnar mínar eru að síðustu mánuði hef ég verið að borga alla reikninga þar sem hann er búinn að eyða sínum og hann afsakar þetta með hinu og þessu.“ Meira »

10 gul dress sem minna ekki á páskaunga

í gær Tískulöggur hafa gefið grænt ljós á gult frá toppi til táar en það er þó hægara sagt en gert ef þú vilt ekki líta út eins og fugl ofan á páskaeggi. Meira »

Fór á svakalegan megrunarkúr

í gær „Ég er svöng,“ segir Beyoncé í nýrri heimildarmynd þar sem hún segist hafa hætt að borða brauð, sykur, kolvetni, mjólkurvörur, fisk og kjöt til þess að komast í form eftir barnsburð. Meira »

Buxurnar sem eru að gera allt brjálað

í gær Diane Keaton fær Hollywood-stjörnur til að slefa yfir buxum sem einhver myndi segja að væru löngu dottnar úr tísku.   Meira »

Inga Lind í Kokkaflakks-teiti

í gær Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi hjá Skot lét sig ekki vanta í frumsýningarteiti Kokkaflakks en þættirnir eru í umsjón Ólafs Arnar. Meira »

Við erum greinilega að gera eitthvað rétt

í gær Kolbrún Kristjánsdóttir segir að það sé furðuleg upplifun að aðrir stæli stofuna þeirra Portið sem opnaði nýlega.   Meira »

Fasteignamarkaðurinn er að lifna við

í gær Dregið hefur úr óvissu í atvinnulífinu og því hægt að reikna með meiri umsvifum á fasteignamarkaði. Velja þarf fasteign sem hentar bæði þörfum og fjárhag fjölskyldunnar. Meira »

Sjúkur í aðrar konur en á kærustu

16.4. „Ég átti það til að eyða allt að einum og hálfum tíma á dag í að stara á konur á nærfötum á Instagram og horfa á klámmyndbönd á netinu til þess að örva mig.“ Meira »

5 góð ráð fyrir meltinguna

16.4. „Þessi ráð nýtast auðvitað allt árið, en um páskana eru margir frídagar og mikið um hátíðamat, sem leggur aukaálag á meltingarkerfið. Því er um að gera að vera undirbúinn undir það álag, svo það taki sem minnstan toll af heilsunni og geri frídagana ánægjulegri,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: Meira »

Björg lokar Spaksmannsspjörum í 101

16.4. Björg Ingadóttir eigandi Spaksmannsspjara hefur ákveðið að loka verslun sinni í Bankastræti og opna hönnunarstúdíó. Þetta gerir hún af margvíslegum ástæðum. Meira »

Eitursvalt einbýli í Akrahverfinu

16.4. Við Skeiðakur í Garðabæ stendur ákaflega vandað og fallegt einbýlishús sem byggt var 2009. Húsið er 332 fm að stærð og er á pöllum. Hátt er til lofts og vítt til veggja. Húsið sjálft er teiknað af Einari Ólafssyni arkitekt en Rut Káradóttir hannaði innréttingar sem allar voru sérsmíðaðar í Axis og blöndunartæki frá Vola. Meira »

Línan sem beðið hefur verið eftir

16.4. Sænska móðurskipið IKEA er komið með nýja tímabundna línu sem heitir ÖVERALLT. Línan endurspeglar forvitni IKEA á heiminum. Í þeim anda tók húsbúnaðarfyrirtækið höndum saman við Design Indaba fyrir nokkrum árum til að fræðast um hönnunarsenu nútímans í Afríku. Það varð upphafið að einstöku samstarfi hönnuða frá fimm Afríkulöndum. Meira »

Ekki segja þetta við einhleypa

16.4. Er æðsta markmið þitt í lífinu að koma einu einhleypu vinkonu þinni á fast. Ekki reyna að telja henni í trú um að hún sé of vandlát. Meira »

Í venjulegum almúgafötum í fríinu

15.4. Katrín hertogaynja klæðir sokkana yfir gallabuxurnar og Vilhjálmur Bretaprins er í gömlum strigaskóm.   Meira »

Nennti ekki lengur að vera feit og pirruð

15.4. Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali var orðin þreytt á sjálfri sér og ákvað að nú væri nóg komið.  Meira »

Þarf ekki að prýða forsíðuna aftur

15.4. Talsmaður Melaniu Trump gefur skít í Önnu Wintour og minnir fólk á forsíðuna sem frú Trump prýddi árið 2005.   Meira »

Hvaða rakakrem á ég að nota?

15.4. Eilífðarleitin að hinu fullkomna rakakremi getur tekið á en húðin breytist með aldri, veðri og vindum. Undanfarið hafa nokkur mjög áhugaverð andlitskrem komið á markaðinn og fyrir suma veldur það enn meiri valkvíða en óttist ekki, hér eru rakakremin flokkuð eftir húðgerðum til að auðvelda valið. Meira »