Lifa góðu lífi án samfélagsmiðla

Kristen Stewart, Scarlett Johansson og George Clooney eru ekki hrifin ...
Kristen Stewart, Scarlett Johansson og George Clooney eru ekki hrifin af samfélagsmiðlum. Samsett mynd

Það eru til ótal rannsóknir sem sýna fram á að skaðsemi óhóflegrar skjánotkunar, samfélagsmiðlar er einn helsti tímaþjófur fólks í þeim efnum. Margir geta ekki ímyndað sér líf án samfélagsmiðla en það er vel hægt að lifa góðu lífi án þess að vita hvert fólk fór í sumarfrí eða hvar það drakk kaffi um helgina. 

Fjölmargar stjörnur hætta sér ekki inn á samfélagsmiðla eins og People fór yfir. Þrátt fyrir að margar segja ástæðuna vera einkalíf sitt eru aðrar sem segja þá hafa neikvæð áhrif. Eitt er víst að stjörnurnar lifa góðu lífi án þess að fylgjast með hverju skrefi vina, kunningja eða ókunnugra samfélagsmiðlastjarna á Facebook, Snapchat, Instagram eða Twitter. 

Jennifer Lawrence

„Ég mun aldrei fara á Twitter. Ég er ekki góð á símann né í tækni,“ lét Lawrence hafa eftir sér árið 2014. Þar sagði hún einnig að ef fólk sæi hana á Facebook, Instagram eða Twitter þá væri það líklegast ekki hún. 

Jennifer Lawrence.
Jennifer Lawrence. AFP

Scarlett Johansson

Leikkonan er ekki viss um hvað henni finnst um það að fólk þurfi að sýna að það sé að borða eða gera hitt og þetta á samfélagsmiðlum. Hún getur ekki ímyndað sér eitthvað sem hana langar minna að gera en að deila öllum smáatriðum í lífi sínu með fólk. 

Scarlett Johansson.
Scarlett Johansson. AFP

Goerge Clooney

Clooney er ekki á samfélagsmiðlum vegna frægðarinnar og skilur ekki af hverju einhver frægur myndi vilja vera á Twitter. Hann hefur líka áhyggjur af því hvað fólk skrifar á Twitter þegar það er búið að drekka of mikið og á kannski ekki nógu góðan dag. 

George Clooney.
George Clooney. AFP

Julia Roberts

Leikkonan er ekki hrifin af samfélagsmiðlum og segir þá vera heillandi í smástund eins og kandísfloss en á svip stundu sé gaman búið. Hún nefnir sérstaklega neikvæðar umræður á samfélagsmiðlum og segist frekar kjósa almennilegan slag. 

Julia Roberts.
Julia Roberts. AFP

Kristen Stewart

Leikkonan segir eðlilegt að tala við annað fólk í síma en er ekki jafn hrifin af því þegar fólk á í samskiptum með sms-um eða í gegnum samfélagsmiðla. Hún segir að fólk verði háð samfélagsmiðlum og segir þá yfirborðskennda. 

Kristen Stewart.
Kristen Stewart. AFP

Kate Winslet

Titanic-leikkonan segir að samfélagsmiðlar hafi mikil áhrif á sjálfsmynd ungra kvenna þar sem það eina sem þær geri er að koma því þannig fyrir að fólk líki við þær. Því fylgi siðan átröskun. Samfélagsmiðlar eru því ekki eitthvað sem Winslet leyfir í sínum húsum. 

Kate Winslet.
Kate Winslet. AFP

Benedict Cumberbatch

Leikarinn segist ekki treysta sér til þess að vera á samfélagsmiðlum. Honum finnst tilhugsunin vera baneitraða. Í stað þess að eyða orkunni sinni á samfélagsmiðlum vil hann eyða henni í vinnuna sína. 

Benedict Cumberbatch.
Benedict Cumberbatch. AFP

Emily Blunt

Leikkonan segist vera risaeðla þegar kemur að tæknimálum og er því ekki á samfélagsmiðlum. Hún telur það einnig skemma fyrir sér ef hún sýni sjálfa sig of mikið þar sem starf hennar felst í að bregða sér í hlutverk annarra. 

Emily Blunt.
Emily Blunt. AFP
mbl.is

Vill hitta „hina konuna“

19:44 Eiginkona manns sem hélt framhjá henni er forvitin um „hina konuna“ og langar til að hitta hana áður en hún ákveður hvort hún eigi að skilja við eiginmann sinn. Meira »

Á bak við tjöldin í forsíðumyndatöku Beyoncé

15:00 Myndbandið af forsíðumyndatöku Beyoncé fyrir Vogue er draumkennt en þar má sjá börnin hennar og Jay-Z, Blue og tvíburana Sir og Rumi, leika sér á meðan mamma þeirra situr fyrir. Meira »

Guðrún Bergmann segir frá

11:06 „Hann var einhver sem ég átti að geta treyst, en hann rauf það traust og ákvað að æfa sig í samförum á mér tæplega sjö ára barninu. Ég var auðveld bráð, komin upp í hjónarúmið þar sem ég átti að sofa.“ Meira »

Af hverju flestir ná ekki að breyta um lífsstíl

09:00 Sara Barðdal, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, skrifar um hvers vegna flestir ná ekki að breyta um lífsstíl. Þann 17. ágúst fer hún af stað með tíu daga heilsuáskorun þar sem hún aðstoðar þátttakendur við að setja sér markmið og ná þeim. Meira »

Einfaldleiki og fegurð í 101

06:00 Einfaldur stíll og smekklegheit einkenna þessa 142 fm íbúð sem staðsett er í 101. Ekkert óþarfa prjál er í íbúðinni og á hver hlutur sinn stað. Meira »

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

Í gær, 22:00 Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »

Hefnir sín á Trump með fatavali

í gær Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu, skrifar í nýútkominni bók sinni Unhinged að Melania Trump refsi eiginmanni sínum með fatavali sínu. Meira »

Haustlína Supreme sjúklega töff

í gær Supreme gaf út lookbook fyrir haust- og vetrarlínu sína í gær. Litríkir jakkar og úlpur eru áberandi í línunni.  Meira »

Taktu á móti haustinu í valdeflandi peysu

í gær „Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og mér finnst hann svo fallegur fyrir allan aldur og bæði kyn. Mér fannst líka skipta máli að gera eitthvað allt annað en síðast svo þeir sem keyptu síðast peysu væru spenntir að fjárfesta í nýrri og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Meira »

Egill tekur pásu frá Íslandi og fer til Balí

í gær Egill Fannar Halldórsson segir að nóvember sé langbesti tíminn til að fara til Balí og upplifa sönn ævintýri.   Meira »

10 lífsreglur Diane von Furstenberg

í gær „Flest ævintýri enda á því að stúlkan giftist prinsinum og lifir síðan hamingjusöm til æviloka. Mitt ævintýri byrjaði fyrst þegar ég hafði fengið skilnað frá mínum prinsi.“ Meira »

Kemst ekki yfir skilnaðinn við kærustuna

13.8. „Ég er karlmaður á miðjum aldri. Skildi fyrir 6 árum vegna framhjáhalds konunnar. Skilnaðurinn sem átti sér talsverðan aðdraganda var mér ekki mjög erfiður. Hafði lengi grunað að konan héldi fram hjá og fannst í raun mikill léttir að skilja og losna við alla lygina,“ segir íslenskur maður sem leitar ráða hjá Valdimari. Meira »

Kynlíf eftir skilnað er alveg bannað

13.8. „Tiffany segir að kynlíf sé algjörlega bannað eftir skilnað og telur hún að það sé notað sem kúgunaraðferð og geri það erfiðara fyrir aðilana að halda áfram lífinu og rækta sér nýtt land. Mörk innihalda virðingu og það að þið eruð skilin þýðir að þið hafið ekki rétt á hvort öðru á þennan hátt.“ Meira »

Stal senunni í bleikum plastgalla

13.8. Það var mikið um liti og mynstur á rauða dreglinum fyrir Teen Choice-verðlaunahátíðina um helgina.   Meira »

Vel skipulögð fjölskylduíbúð við Húsalind

13.8. Litagleði og gott skipulag einkennir þessa dásamlegu fjölskyldubúð í Kópavogi. Mikið er lagt í barnaherbergin og er mikið af góðum sniðugum lausnum á heimilinu. Meira »

Treystir ekki kærastanum

13.8. „Þegar við kynntumst þá var strax brjálað „kemistrí“ okkar á milli. Við gátum talað um allt. Stuttu eftir að við kynntumst flutti ég til hans. Það var þá sem ég uppgötvaði að hann hafði í sambandinu með mér verið að daðra við aðrar stelpur á netinu. Ég varð reið en í staðinn fyrir að öskra og labba út fór ég að gráta og brotnaði niður. Var ég ekki nógu góð?“ Meira »

Þessi dýrð er í nýja IKEA bæklingnum

13.8. Allir heimilisunnendur elska þegar nýr IKEA bæklingur kemur inn um lúguna. Nú er bæklingurinn kominn og þeir sem ætla að breyta aðeins og bæta hjá sér fyrir haustið verða ekki sviknir. Meira »

Khloé hannar íþróttafatalínu

12.8. Khloé Kardashian hannar ekki bara gallabuxur undir merkinu „Good American“ því nú hefur hún hannað sjúklega flotta íþróttafatalínu. Meira »

Fer að gráta þegar hann á að hlýða

12.8. „Mig vantar ráðgjöf varðandi miðjustrákinn minn. Þeir eru þrír bræðurnir og ég hef tekið eftir breytingum í hegðun og atferli hjá honum. Hann fer gjarnan í grátinn þegar við erum að reyna að fá hann til að hlýða og hann bregst illa við þegar við komum til hans og bjóðum honum faðminn.“ Meira »

Sniðugar og góðar lausnir

12.8. Þeir sem aðhyllast einfaldan og góðan lífstíl vilja vanalega búa í smærra húsnæði á góðum stað en nýta rýmið vel. Eftirfarandi lausnir eru frábærar fyrir þannig hugsandi fólk. Meira »

„Hlutirnir bara gerast“

12.8. Daphne Guinness er einstaklega klassísk á köflum en þeir sem hafa fylgst með stíl hennar þróast undanfarin misseri taka eftir því að hún hefur farið frá því að vera frekar venjuleg í klæðnaði í það að vera tískufyrirbæri sem erfitt er að útskýra. Meira »