Hversu oft þarf að æfa?

Gott er að hreyfa sig fjórum til fimm sinnum í …
Gott er að hreyfa sig fjórum til fimm sinnum í viku. mbl.is/Thinkstockphotos

Á að hreyfa sig tvisvar til þrisvar í viku eða eitthvað á hverjum degi? Hversu mikið er eiginlega nóg? Women's Health greindi nýlega frá lítilli rannsókn sem gefur vísbendingu um hvenær við erum búin að hreyfa okkur nóg. 

Fólk sem var komið yfir sextugt var skoðað í rannsókninni. Fólkið var flokkað niður í hópa eftir því hvort það æfði sjaldnar en tvisvar í viku, hvort það æfði þrisvar til fimm sinnum í viku, fjórum til fimm sinnum í viku eða sex til sjö sinnum í viku. 

Þegar þetta var borið saman við hjartaheilsu fólksins kom í ljós að það var nóg að æfa tvisvar til þrisvar í viku. Þeir sem æfðu fjórum til fimm sinnum í viku voru einnig í góðu standi. 

Þrátt fyrir að margt sé hægt að setja út á rannsóknina sem var fremur óformleg enda ekki tekið tillit til þess hvers konar æfingar voru gerðar eða aðrar lífstílsvenjur ætti að að vera óhætt að segja að fjórum til fimm sinnum sé nógu oft. Að æfa tvisvar til þrisvar í viku er þó skárra en að æfa sjaldnar en ekki ætti að vera nauðsynlegt að mæta í ræktina sjö sinnum í viku. 

Hreyfing ætti að vera hluti af okkar daglega lífi.
Hreyfing ætti að vera hluti af okkar daglega lífi. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál