Bólgurnar burt með góðum húsráðum

Fyrir þá sem eru bólgnir eftir langar vökunætur síðustu daga tók Smartland saman nokkur hagnýt húsráð til að minnka bólgur í andliti og líkama á þessum skemmtilega tíma sumarsins.

Vatn

Fylltu vaskinn þinn af köldu vatni og settu handfylli af klökum ofan í vaskinn. Gott er að  blanda við vatnið nokkrum matskeiðum af andlitsvatni sem inniheldur rósavatn eða önnur efni sem minnka bólgur í andliti. Mælt er með því að dempa vatninu létt á andlitið í nokkur skipti, eða þangað til að þú finnur breytingar og minni bólgur.

Grænt te

Ef þú ert enn þá bólgin í andliti eftir vatnið er gott að dýfa grænum tepokum í vatn og setja þá síðan inn í ísskáp. Eftir að þú hefur farið í sturtu er gott að leggja kalda tepokana yfir augnsvæðið.

Komdu raka inn í húðina

Frábær leið til að koma raka inn í húðina er að leyfa rakamaska að vera á húðinni. Smartland mælir með rakamaska fyrir viðkvæma húð og helst maska sem má vera á húðinni í einhvern tíma.

Eftir að hafa notað maskann er mælt með góðu rakakremi yfir andlitið, háls og bringu.

Bað

Fátt er betra til að hreinsa líkamann en að leggjast í heitt Epson-baðvatn. Kveiktu á kertum og settu á góða tónlist á meðan baðsaltið tekur út óhreinindi úr húðinni og setur inn þau sölt sem þú þarft fyrir daginn. Rósablöð út í baðið minnkar bólgur og ef þú átt rósavatn er það jafnvel betra en bera má rósavatn á líkama og andlit.

Svitnaðu

Ef þú hefur ekki náð þeim árangri sem þú vilt með ofangreindum leiðum er mælt með góðri æfingu. Að fara út að hlaupa, út að ganga, eða í ræktina er frábær leið til að ná bólgum úr líkamanum. Ef þú ferð í sund er gott að taka heita og kalda pottinn á víxl og svitna í gufunni.

Að sofa með hátt undir höfðinu

Það getur virkað vel að nota tvo kodda ef maður vill minnka það að bólgur fari í andlitið og í kringum augun.

Matur og vatn

Byrjaðu á því að drekka nokkur glös af vatni strax um morguninn og vertu dugleg/duglegur að borða vatnsmelónu, agúrkur og fleira snakk sem er ríkt af vökva.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál