Læknirinn sem faðmar sjúklingana sína

Læknirinn sem faðmar sjúklinga sína segir rannsóknir styðja að þeim …
Læknirinn sem faðmar sjúklinga sína segir rannsóknir styðja að þeim líður betur, þeir róast og treysta því að hann beri hag þeirra fyrir brjósti. Einföld lítil snerting jafnvel frá maka í byrjun dags getur komið af stað þakklæti og auðmýkt inn í daginn. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Taugalæknirinn Ilene Ruhoy er þekkt fyrir að faðma sjúklingana sína og aðstandendur þeirra. Hún segir að rannsóknir sýni að fólki vegni betur ef það er snert. Eins hefur það áhrif á batalíkur m.a. þeirra sem berjast við krabbamein. 

Ruhoy segir: „Ég er þekkt fyrir að faðma sjúklingana mína. Ég geri það ýmist í miðju viðtali eða í lok viðtals. Eins hef ég vanið mig á að setja hönd á öxl eða yfir höndina á þeim sem ég sinni þegar ég færi þeim erfiðar fréttir.“

Ástæðan fyrir því að Ruhoy gerir þetta samkvæmt MindBodyGreen er að samkvæmt rannsóknum eflir snerting tengsl, eykur vellíðan, róar miðtaugakerfið og eykur framleiðslu dópamíns og seretóníns.

Ruhoy skrifar: 

„Á hverjum morgni þegar við hjónin vöknum setur maðurinn minn hönd sína á öxlina mína. Ég legg höndina ofan á hans hönd og þannig liggjum við um stund á meðan við vöknum inn í nýjan dag. 

Þessi einfalda snerting færir okkur frið og hvetur okkur til að fara inn í daginn með þakklæti og auðmýkt. 

Að snerta aðra hefur margsinnis verið rannsakað og niðurstöðurnar sýna allar það sama. Því miður hefur þessi einfalda athöfn gleymst í nútímalæknisfræði. En það er mín von sem læknir að þessi orð hitti vel á aðra í minni starfsstétt og þeir taki það upp á sína arma að sýna kærleik og vinarþel til sjúklinga sinna í gegnum snertingu, s.s. með því að leggja hönd á hönd þeirra eða öxl. Eða með faðmlagi.

Ég faðma einnig aðstandendur sjúklinga þegar þeir koma inn á stofuna mína, til að sýna þakklæti mitt fyrir stuðning þeirra. 

Snerting og faðmlag er sagt breyta heilastarfseminni hjá okkur. Þegar einhver faðmar okkur finnum við fyrir því að við skiptum máli fyrir viðkomandi. Eins hefur faðmlag og snerting haft jákvæð áhrif samkvæmt rannsóknum á þeim sem berjast við krabbamein.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál