Lærði að hægja á eftir slys

Sólveig Þórarinsdóttir lentu í vespuslysi á Taílandi
Sólveig Þórarinsdóttir lentu í vespuslysi á Taílandi mbl.is/Árni Sæberg

Sólveig Þórarinsdóttir jógakennari og eigandi Sóla - jóga og hjólastúdíós segir hvíldina vera vanmetna meðal Íslendinga en sjálf lenti hún í hjólaslysi á vespu í Taílandi sem fékk hana til að staldra við og hægja á. 

Slys eru mis alvarleg og þessi reynsla mín auðvitað ekkert í samanburði við hvað margir þurfa að ganga í gegnum. Ég held þó að flestir finni fyrir vanmætti í kjölfar þess að lenda í slysi. Þessi vanmáttur litar svo margt í kjölfarið. Ég fann til dæmis fyrir minna sjálfsöryggi þegar ég byrjaði að hjóla á götuhjóli í vor og öðru eins þegar ég fór aftur á vespu hér í Taílandi en ég kæri mig ekki um að ótti komi í veg fyrir nokkuð á minni vegferð í lífinu. Það er bara ein leið og hún er áfram. Lærdómur minn af þessu er í stuttu máli sá að ég þarf að hægja á mér og gera minna. Ég treysti ferlinu, er þakklát fyrir lærdóminn og að ekki skyldi fara verr,“ segir Sólveig um lífreynsluna. 

„Þetta var daginn fyrir heimför og ég vildi endilega komast út að hjóla og gafst ekki upp á að suða í vinkonum mínum fyrr en þær létu undan. Við vorum ekki á miklum hraða en ég var aftast og eitthvað óþolinmóð og ætlaði framúr. Ég missti stjórn á hjólinu á ójöfnum veginum svo það rann undan mér framúr þeim, svo kom ég á flugi á eftir. Þegar ég var í loftinu fannst mér tíminn standa kyrr og ég var í einskonar samtali við sjálfa mig, eða æðri mátt, þar sem ég var beðin um að hægja á sem ég lofaði að gera ef ég kæmist lifandi frá fallinu. Það eina sem ég hugsaði þegar ég lenti í götunni var að koma mér strax út í kant þar sem umferðin þarna er mjög skrautleg. Til allrar hamingju tókst mér það á svipstundu en fyrir aftan mig var stór sendiferðarbíll.“

Sólveig segir að fólk fái tækifæri til að horfast í ...
Sólveig segir að fólk fái tækifæri til að horfast í augu við sjálft sig á jógadýnunni. mbl.is/Árni Sæberg

Hvaða áhrif hafði slysið á þig?

„Áhrifin voru margvísileg og meiri en ég kærði mig um. Í fyrstu er svo mikið adrenalínflæði í líkamanum að sársauki bíður á hliðarlínunni, tilhneigingin til þess að bera sig vel er gríðarlega sterk hjá okkur mannfólkinu svo ég reyndi að afþakka sjúkrabílinn en ég var í mjög góðum félagsskap og við einbeittum okkur að því að anda og jafnvel hlægja til þess að draga úr áfallinu. Þegar við komum á sjúkrahúsið tók annað við en þá tók sársaukinn yfir og bráðamóttakan lítið að spá í því enda öllu vön, ég fékk slæm brunasár, bæði yfirborðs og önnur dýpri á alla hægri hlið líkamans en reyndist óbrotin eftir myndatökur en illa tognuð víða. Innlögn kom ekki til greina fyrir mig svo ég var að endingu leyst út með gríðarlegt magn af lyfjum. Ég er ekki vön lyfjatöku en eins illa og það hljómar þá man ég ekki eftir ferðalaginu heim um nóttina eða hvernig ég komst upp í fjórar flugvélar. En ég náði á áfangastað heim í jarðarför elsku Guðrúnar ömmu minnar í Skagafirði, ég hugsa núna að hún hafi fylgt mér svo ég gæti fylgt henni síðustu metrana.“

Hvað gerðir þú til þess að jafna þig?

„Ég lá einfaldlega fyrir fyrstu tvær vikurnar, í hvert skipti sem ég fór af stað fann ég hvernig mér hrakaði aftur. Mér leið illa og fannst ég verða að bregðast sjálfri mér og öllum í kringum mig. Ég var frá kennslu í nokkrar vikur og minni eigin hreyfingu. Það voru mikilvægar tökur skömmu eftir slysið sem ég vildi ekki missa af, ég lét fjarlægja nánast allar umbúðir og við unnum í tíu klukkustundir og létum allt ganga upp en fyrir vikið varð ég rúmliggjandi aftur í viku. Náttúrulegt ástand líkamans er heilbrigði. Jafnvel smæsta fruma hefur það eina líffræðilega takmark að viðhalda og endurheimta heilbrigði. Vitandi það var auðveldara að tala sjálfa mig til í kollinum en ég fann hversu ósátt ég var við að geta mig hvergi hreyft. Það er aldrei of oft sagt, sérstaklega hjá okkur íslendingum sem erum oftar en ekki á hraðferð, að hvíldin er stórlega vanmetin. Við þurfum að læra að treysta sjálfum okkur betur og hlusta á eigin líkama og innsæi. Þegar við náum að byggja upp þetta traust þá áttum við okkur á að við vitum alveg hvað er okkur fyrir bestu hverju sinni.“

Hvernig getur jóga hjálpað okkur eftir slys? 

„Þegar ég kom fyrst á dýnuna aftur þá gerði ég eina sólarhyllingu og grét svo restina af tímanum, bæði yfir vonbrigðunum að vera í svo slæmu líkamlegu ástandi en einnig af þakklæti fyrir að eiga þennan stað til að koma á og geta heilað sjálfa mig aftur. Ég hef verið svo blessuð að sjá uppbyggingu og endurkomu svo margra í gegnum jóga að það er kraftaverki líkast. Að gera jóga, koma á dýnuna, er eins og að koma heim. Þar færð þú alltaf sannleikann hver sem hann er. Það getur verið að þú fáir ekki endilega það sem þú vilt (eins og til dæmis fína handstöðu eða aðrar jafnvægisstöður) en þú færð það sem þú þarft. Þú færð tækifæri til þess að horfast í augu við sjálfa/n þig, þinn sannleika og staðreyndir í lífinu. Líkamlegt heilbrigði, endurheimt eða keppnisform kemur af sjálfu sér með markvissri ástundun, eitt af þessum náttúrulögmálum sem við getum treyst.“

mbl.is

Milla Ósk og Einar skrá sig í samband

12:40 Einar Þorsteinsson, fréttamaður hjá RÚV, hefur skráð sig í samband á Facebook. Sú heppna heitir Milla Ósk Magnúsdóttir og er fréttamaður hjá RÚV. Meira »

„Girl power“-partí á Jamie´s

09:19 Það var líf og fjör á Jamie´s Italian Iceland þegar iglo+indi í samstarfi við UN Women á Íslandi kynntu glænýja empwr-peysu. Peysan er hönnuð bæði fyrir börn og fullorðna og í ár er hún pastelbleik á litinn. Allur ágóði af sölu á peysunum rennur til neyðarathvarfs UN Women fyrir róhingjakonur á flótta í Bangladess. Meira »

Best að máta hælaskó síðdegis

06:00 Best er að máta og kaupa skó eftir hádegi eða síðdegis samkvæmt fótaaðgerðafræðingnum Tania Kapila. Hún gefur þrjú ráð til að velja þægilega hælaskó. Meira »

Þú kennir fólki hvernig má koma fram við þig!

Í gær, 22:37 „Róbert segir að sambönd séu bindandi. Hann vill sjá hlutina þróast hægt og rólega. En eitt kvöldið sá ég á símanum hans að hann er að tala við fleiri konur en mig. Hvað á ég að gera?“ Meira »

Keypti föt hjá Hjálpræðishernum en sagðist versla í Versace

Í gær, 19:00 Kanadíska leikkonan Nina Dobrev man ekki eftir því að hafa átt ný föt þegar hún var barn. Fjölskyldan verslaði í verslun Hjálpræðishersins og kallaði mamma hennar búðina „Versace“. Meira »

Hvað áttu að borða fyrir maraþonið?

Í gær, 16:00 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er á laugardaginn og því margir að fara hlaupa langar vegalengdir. Hér eru hugmyndir að máltíðum til að borða 24 tímum fyrir langhlaup. Meira »

Hvers vegna allt þetta þvarg og þvaður?

Í gær, 13:33 „Skrifaðu nú um það...,“ sagði frændi minn glaðhlakkandi yfir þeim upplýsingum sem hann hafði komið á framfæri við mig. Hann var komin með lausnina á skilnuðum landsmanna „ef þessar kerlingar hætta bara þessu þvargi og þvaðri þá verður heimurinn mun einfaldari og hjónabönd langlífari.“ Meira »

„Svo er maður sjálfur auðvitað í þessari bullneyslu“

í gær Jón Gnarr segir að hægt sé að blanda húmor inn í flest málefni. Ef húmor getur komið loftslagsmálum á kortið leggur hann því lið. Meira »

Sólkysst útlit fram eftir hausti

í gær Þegar við héldum að sumarið væri að líða undir lok kemur Chanel með allt sem við þurfum til að viðhalda sólkysstu útlitinu fram eftir hausti. Éclat Et Transparence De Chanel er förðunarlína sem Lucia Pica hannaði og endurspeglar sýn hennar á þá fegurð sem gegnsæ lög af lit veita andlitinu og sameinast sólkysstri húðinni. Meira »

Úr herstöðinni beint í bakpokaferðalag

í gær Una Sighvatsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan, fór í ferðalag um heiminn eftir að hún sagði skilið við NATO. Hún segir mikið frelsi í því að ferðast ein, en hún fór til 7 landa í Suður-Ameríku. Meira »

Tölvupóstsamskipti utan vinnutíma hafa slæm áhrif

í fyrradag Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að tölvupóstsamskipti hafi neikvæð áhrif á heilsuna. Mælt er með því að takmarka þann tíma sem fer í tölvupóstsamskipti utan vinnutíma. Meira »

Vill hitta „hina konuna“

í fyrradag Eiginkona manns sem hélt fram hjá henni er forvitin um „hina konuna“ og langar til að hitta hana áður en hún ákveður hvort hún eigi að skilja við eiginmann sinn. Meira »

Á bak við tjöldin í forsíðumyndatöku Beyoncé

í fyrradag Myndbandið af forsíðumyndatöku Beyoncé fyrir Vogue er draumkennt en þar má sjá börnin hennar og Jay-Z, Blue og tvíburana Sir og Rumi, leika sér á meðan mamma þeirra situr fyrir. Meira »

Guðrún Bergmann segir frá

15.8. „Hann var einhver sem ég átti að geta treyst, en hann rauf það traust og ákvað að æfa sig í samförum á mér tæplega sjö ára barninu. Ég var auðveld bráð, komin upp í hjónarúmið þar sem ég átti að sofa.“ Meira »

Af hverju flestir ná ekki að breyta um lífsstíl

15.8. Sara Barðdal, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, skrifar um hvers vegna flestir ná ekki að breyta um lífsstíl. Þann 17. ágúst fer hún af stað með tíu daga heilsuáskorun þar sem hún aðstoðar þátttakendur við að setja sér markmið og ná þeim. Meira »

Einfaldleiki og fegurð í 101

15.8. Einfaldur stíll og smekklegheit einkenna þessa 142 fm íbúð sem staðsett er í 101. Ekkert óþarfa prjál er í íbúðinni og á hver hlutur sinn stað. Meira »

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

14.8. Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »

Hefnir sín á Trump með fatavali

14.8. Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu, skrifar í nýútkominni bók sinni Unhinged að Melania Trump refsi eiginmanni sínum með fatavali sínu. Meira »

Haustlína Supreme sjúklega töff

14.8. Supreme gaf út lookbook fyrir haust- og vetrarlínu sína í gær. Litríkir jakkar og úlpur eru áberandi í línunni.  Meira »

Taktu á móti haustinu í valdeflandi peysu

14.8. „Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og mér finnst hann svo fallegur fyrir allan aldur og bæði kyn. Mér fannst líka skipta máli að gera eitthvað allt annað en síðast svo þeir sem keyptu síðast peysu væru spenntir að fjárfesta í nýrri og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Meira »

Egill tekur pásu frá Íslandi og fer til Balí

14.8. Egill Fannar Halldórsson segir að nóvember sé langbesti tíminn til að fara til Balí og upplifa sönn ævintýri.   Meira »