Lærði að hægja á eftir slys

Sólveig Þórarinsdóttir lentu í vespuslysi á Taílandi
Sólveig Þórarinsdóttir lentu í vespuslysi á Taílandi mbl.is/Árni Sæberg

Sólveig Þórarinsdóttir jógakennari og eigandi Sóla - jóga og hjólastúdíós segir hvíldina vera vanmetna meðal Íslendinga en sjálf lenti hún í hjólaslysi á vespu í Taílandi sem fékk hana til að staldra við og hægja á. 

Slys eru mis alvarleg og þessi reynsla mín auðvitað ekkert í samanburði við hvað margir þurfa að ganga í gegnum. Ég held þó að flestir finni fyrir vanmætti í kjölfar þess að lenda í slysi. Þessi vanmáttur litar svo margt í kjölfarið. Ég fann til dæmis fyrir minna sjálfsöryggi þegar ég byrjaði að hjóla á götuhjóli í vor og öðru eins þegar ég fór aftur á vespu hér í Taílandi en ég kæri mig ekki um að ótti komi í veg fyrir nokkuð á minni vegferð í lífinu. Það er bara ein leið og hún er áfram. Lærdómur minn af þessu er í stuttu máli sá að ég þarf að hægja á mér og gera minna. Ég treysti ferlinu, er þakklát fyrir lærdóminn og að ekki skyldi fara verr,“ segir Sólveig um lífreynsluna. 

„Þetta var daginn fyrir heimför og ég vildi endilega komast út að hjóla og gafst ekki upp á að suða í vinkonum mínum fyrr en þær létu undan. Við vorum ekki á miklum hraða en ég var aftast og eitthvað óþolinmóð og ætlaði framúr. Ég missti stjórn á hjólinu á ójöfnum veginum svo það rann undan mér framúr þeim, svo kom ég á flugi á eftir. Þegar ég var í loftinu fannst mér tíminn standa kyrr og ég var í einskonar samtali við sjálfa mig, eða æðri mátt, þar sem ég var beðin um að hægja á sem ég lofaði að gera ef ég kæmist lifandi frá fallinu. Það eina sem ég hugsaði þegar ég lenti í götunni var að koma mér strax út í kant þar sem umferðin þarna er mjög skrautleg. Til allrar hamingju tókst mér það á svipstundu en fyrir aftan mig var stór sendiferðarbíll.“

Sólveig segir að fólk fái tækifæri til að horfast í ...
Sólveig segir að fólk fái tækifæri til að horfast í augu við sjálft sig á jógadýnunni. mbl.is/Árni Sæberg

Hvaða áhrif hafði slysið á þig?

„Áhrifin voru margvísileg og meiri en ég kærði mig um. Í fyrstu er svo mikið adrenalínflæði í líkamanum að sársauki bíður á hliðarlínunni, tilhneigingin til þess að bera sig vel er gríðarlega sterk hjá okkur mannfólkinu svo ég reyndi að afþakka sjúkrabílinn en ég var í mjög góðum félagsskap og við einbeittum okkur að því að anda og jafnvel hlægja til þess að draga úr áfallinu. Þegar við komum á sjúkrahúsið tók annað við en þá tók sársaukinn yfir og bráðamóttakan lítið að spá í því enda öllu vön, ég fékk slæm brunasár, bæði yfirborðs og önnur dýpri á alla hægri hlið líkamans en reyndist óbrotin eftir myndatökur en illa tognuð víða. Innlögn kom ekki til greina fyrir mig svo ég var að endingu leyst út með gríðarlegt magn af lyfjum. Ég er ekki vön lyfjatöku en eins illa og það hljómar þá man ég ekki eftir ferðalaginu heim um nóttina eða hvernig ég komst upp í fjórar flugvélar. En ég náði á áfangastað heim í jarðarför elsku Guðrúnar ömmu minnar í Skagafirði, ég hugsa núna að hún hafi fylgt mér svo ég gæti fylgt henni síðustu metrana.“

Hvað gerðir þú til þess að jafna þig?

„Ég lá einfaldlega fyrir fyrstu tvær vikurnar, í hvert skipti sem ég fór af stað fann ég hvernig mér hrakaði aftur. Mér leið illa og fannst ég verða að bregðast sjálfri mér og öllum í kringum mig. Ég var frá kennslu í nokkrar vikur og minni eigin hreyfingu. Það voru mikilvægar tökur skömmu eftir slysið sem ég vildi ekki missa af, ég lét fjarlægja nánast allar umbúðir og við unnum í tíu klukkustundir og létum allt ganga upp en fyrir vikið varð ég rúmliggjandi aftur í viku. Náttúrulegt ástand líkamans er heilbrigði. Jafnvel smæsta fruma hefur það eina líffræðilega takmark að viðhalda og endurheimta heilbrigði. Vitandi það var auðveldara að tala sjálfa mig til í kollinum en ég fann hversu ósátt ég var við að geta mig hvergi hreyft. Það er aldrei of oft sagt, sérstaklega hjá okkur íslendingum sem erum oftar en ekki á hraðferð, að hvíldin er stórlega vanmetin. Við þurfum að læra að treysta sjálfum okkur betur og hlusta á eigin líkama og innsæi. Þegar við náum að byggja upp þetta traust þá áttum við okkur á að við vitum alveg hvað er okkur fyrir bestu hverju sinni.“

Hvernig getur jóga hjálpað okkur eftir slys? 

„Þegar ég kom fyrst á dýnuna aftur þá gerði ég eina sólarhyllingu og grét svo restina af tímanum, bæði yfir vonbrigðunum að vera í svo slæmu líkamlegu ástandi en einnig af þakklæti fyrir að eiga þennan stað til að koma á og geta heilað sjálfa mig aftur. Ég hef verið svo blessuð að sjá uppbyggingu og endurkomu svo margra í gegnum jóga að það er kraftaverki líkast. Að gera jóga, koma á dýnuna, er eins og að koma heim. Þar færð þú alltaf sannleikann hver sem hann er. Það getur verið að þú fáir ekki endilega það sem þú vilt (eins og til dæmis fína handstöðu eða aðrar jafnvægisstöður) en þú færð það sem þú þarft. Þú færð tækifæri til þess að horfast í augu við sjálfa/n þig, þinn sannleika og staðreyndir í lífinu. Líkamlegt heilbrigði, endurheimt eða keppnisform kemur af sjálfu sér með markvissri ástundun, eitt af þessum náttúrulögmálum sem við getum treyst.“

mbl.is

Litur ársins 2019 afhjúpaður

05:48 Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

Í gær, 22:45 Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

Í gær, 19:00 „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

Í gær, 16:00 Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »

Glóðu eins og demantur um jólin

Í gær, 13:00 Náttúruleg, bronsuð förðun með áherslu á fallega og ljómandi húð sem hentar fullkomlega fyrir öll jólaboð í ár. Natalie Kristín Hamzehpour förðunarmeistari gefur góð ráð. Meira »

Google getur ekki lagað hjónabandið

Í gær, 10:00 „Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. Meira »

Frábærar gjafir fyrir níska Jóakima

í gær Það þekkja allir einn Jóakim, einstakling sem elskar að spara, safna peningum og jafnframt erfitt að gera til geðs. Vanda þarf því gjafavalið sérstaklega. Meira »

Fjölmenntu á Jacobsen Loftið

í fyrradag Nýrri skartgripalínu Orrifinn var fagnað á Jacobsen Loftinu í gær. Fólkið á bak við Orrifinn eru þau Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason. Halla Þórðardóttir mætti í boðið og framdi gjörning við tónverk eftir Daníel Ágúst Haraldsson. Meira »

Tapaði ég peningunum á Karolina Fund?

í fyrradag „Vorið 2017 „keypti ég“ tvær bækur á hópfjármögnun á Karolina Fund eða rúmlega 14.000 krónur og var lofað plakati með, penna og boð í útgáfuhóf. Bókin átti að koma út um haustið en hefur ekki ennþá komið út. Hvernig virkar svona, er hægt að fá endurgreitt eða eru þetta bara tapaðir peningar?“ Meira »

Melania litaði hárið ljóst fyrir jólin

í fyrradag Netverjar spurðu sig hvort forsetafrúin væri að safna í hárkollu fyrir eiginmann sinn en Donald Trump er þekktur fyrir óvenjuþykkan og -ljósan makka miðað við aldur. Meira »

Lærði að elska upp á nýtt á Tenerife

í fyrradag „Þetta ár er búið að vera lagskipt. Hófst með skilnaði, sagði upp á Rás 2, flutti til Tenerife þar sem margt gott hefur gerst. Einnig hafa komið hér erfiðir tímar og þá helst er ég var fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús. Ég fékk blæðandi magasár,“ segir Guðni Már. Meira »

Húsið sem Ármann færði yfir á konuna

í fyrradag Ármann Þorvaldsson skráði einbýlishús þeirra hjónanna, Dyngjuveg 2, á eiginkonu sína, Þórdísi Edwald árið 2011 eða 18. apríl það ár. Meira »

Var 100 kíló en keppir nú í fitness

14.12. Lilja Ingvadóttir var um 100 kg fyrir áratug þegar hún ákvað að taka sig taki. Í dag er hún á fullu að undirbúa fitnessmótið Iceland Open sem fram fer á laugardaginn. Meira »

Þurfti rútu fyrir kjólinn

13.12. Jennifer Lopez mætti í bleiku skrímsli á rauða dregilinn. Slóði kjólsins var svo stór að stjarnan gat ekki mætt á frumsýningu í hefðbundinni lúxusbifreið. Meira »

Bullandi stemming í ICE HOT-veislu

13.12. Listafólk kom saman og skemmti sér þegar opnunarhátíð norræna danstvíæringsins ICE HOT Nordic Dance Platform fór fram í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöldið Meira »

Drukku í sig listina í kjallaranum

13.12. Á dögunum opnaði myndlistarkonan Þórdís Erla Zoëga sýninguna HARMONY í Kjallaranum, Geysi heima. Það var því fagnað í versluninni þar sem gestir og gangandi nutu listar og hönnunar með léttum veitingum. Meira »

Lærðu að farða þig eins og Kardashian

13.12. Nýlega tók Kim Kardashian smokey-augnförðunina alla leið og paraði brúnan varalitablýant við ásamt hlutlausum varalit.  Meira »

Henti tugum þúsunda í ruslið

13.12. Ebba Sig eyddi eitt sinn aðfangadagskvöldi úti í ruslageymslu við peningaleit. „Það er afar sjaldgæft að ég hjálpi við tiltekt, af því ég borða alltaf yfir mig, þannig að þetta hlaut að enda illa.“ Meira »

Rut Kára: „Svörtu-loftin stækka rýmið“

13.12. Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur verið leiðandi í hönnun á íslenskum heimilum síðan hún kom heim úr námi frá Ítalíu fyrir meira en tveimur áratugum. Hún notar sitt eigið heimili sem tilraunastofu og segir að það sé miklu betra að selja fólki sem hún er að hanna fyrir hugmyndir þegar það getur séð hvernig hlutirnir líta út í raun og veru. Hún segir líka að það að fá innanhússarkitekt spari fólki mikla peninga. Meira »

Heimilislæknir selur rándýrt hús við sjóinn

12.12. Heimilislæknirinn Torbjörn Andersen og eiginkona hans, Eygló Jónsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt við Sæbraut 17 á sölu.   Meira »

Anna Margrét og Laufey buðu í flott partí

12.12. Útgáfuhóf barnabókarinnar Milli svefns og Vöku eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur var haldið að viðstöddu góðmenni á Hlemmi Square síðastliðið fimmtudagskvöld. Sagt var frá bókinni sem er tileinkuð Ásu Georgíu, dóttur Önnu Margrétar, sem fékk blóm í tilefni dagsins. Meira »