Heilsubót infrarauðrar sánu

Aðalheiður Ósk Þorleifsdóttir snyrtifræðingur og heilsunuddari.
Aðalheiður Ósk Þorleifsdóttir snyrtifræðingur og heilsunuddari. mbl.is/Valgarður Gíslason

Aðalheiður Ósk Þorleifsdóttir, eða Allý eins og hún er kölluð, segir infrarauða sánu skola salt, þunga málma og úrgangsefni burt úr líkamanum. Sánan styrkir ónæmiskerfið, eflir hjartað og brennir kaloríum.

Allý er fædd og uppalin á landsbyggðinni. Hún hefur óbilandi áhuga á öllu sem viðkemur útliti og heilsu. Hún er menntaður snyrtifræðingur og heilsunuddari og er með meistaragráðu í iðninni sem hún hefur starfað í síðustu 30 árin. Hún vinnur hjá Reykjavik Spa sem býður upp á infrarauða sánu (IR).

Þróuð í Japan

IR-sána hefur sögulegar rætur að rekja til ársins 1967. Það var dr. Tadishi Ishikwaka í Japan sem þróaði fyrsta módelið af henni. Þessi IR-sána var fyrst notuð af heilsugæslustöðvum víðvegar um heiminn allt til ársins 1981. Þá var sala á IR-sánaklefunum gefin frjáls og nýtur nú mikilla vinsælda á hinum almenna markaði.

Í dag er sánan einnig notuð hjá sérfræðingum, læknum, meðferðarstöðvum og heilsugæslustöðvum víða í heiminum þar sem IR-hiti styður við önnur meðferðarúrræði.

„Svitinn sem kemur frá IR-sánu er ekki soginn út úr líkamanum, heldur þrýst innan frá og út. Þessi djúpvirkandi varmi frá IR-geislunum hreinsar húðina í gegnum svitaholurnar. Næring og súrefni flytjast betur til frumnanna,“ segir Allý og bætir við að hjá Reykjavík Spa hafi verið boðið upp á infrarauða sánu í rúm fimm ár. „Við byrjuðum með minnstu gerð af svona klefa en seldum hann fljótlega og fengum stærri klefa, því eftirspurnin hefur verið mikil.“

Heilsubót og betri líðan

Hún segir fjölda manns hafa fengið heilsubót og betri líðan við notkun þessara klefa.

„Æskilegasta hitastigið er 50 gráður og þykir gott að vera upp undir 20 mínútur í klefanum, sem er lúmskt erfitt. Maður þarf vanalega góða þjálfun til að ná upp í þann tíma.

Svitinn sem kemur frá IR-sánu inniheldur u.þ.b. 80% vatn og hin 20% eru úrgangs/eiturefni eins og kadmíum, nikkel, blý og klór. Þessi efni geymast venjulega í nýrunum og undir húðinni, en skolast burt við notkun á IR-sánu,“ segir Allý.

Sánan útvíkkar blóðæðarnar og eykur blóðrásina, leysir upp spennuna og sér til þess að sveigjanleiki sé í vöðvum. Á sama tíma róast líkaminn niður.

„Meðferð með hreinu IR-hitabylgjunum hefur einnig gefið jákvæðar niðurstöður á sóríasis og brunaskaða, með því að opna svitaholurnar fjarlægjum við sködduð efni og dauðar húðfrumur á fljótlegan hátt og flýtum fyrir endurnýjun, sem gefur frískari og mýkri húð.

Maður finnur fyrir vellíðan í IR-sánu, upplifir afslappandi og afstressandi áhrif sem einnig bæta ónæmiskerfi. Þegar hiti eða flensa gerir vart við sig getur notkun á IR-sánu haft jákvæð áhrif,“ segir hún.

IR-ljósgeisli þýðir í raun djúp hitun. Óhreinindi sem líkaminn á erfitt með að losa sig við sleppa út í gegnum húðina okkar við notkun á lágum og þægilegum hita.

,,Þegar líkami okkar eykur svitaframleiðsluna til að kæla sig niður, byrjar hjartað að vinna hraðar og dæla meira blóði. Þetta gerir það að verkum að við náum fram áhrifum sem samsvara stöðugri æfingu. Það að víkka blóðæðar okkar og auðga blóðið með súrefni kemur okkur til að líða vel og vera orkufyllri,“ segir Allý. 

Vissir þú...

...Að þú getur brennt allt að 300 kaloríum á 30 mín. í IR-sánu.

...Að þú svitnar þrisvar sinnum meira í IR-sánu heldur en í gufusánu.

...Að infrarauðu geislarnir leysa upp vöðvabólgur og mýkja upp vöðva.

...Að hitinn frá infrarauðu geislunum smýgur allt að 4,5 cm inn í líkamann.

...Að infrarauðu geislarnir lina þjáningar vegna gigtar.

...Að 80% svitans eru vökvi og 20% eru úrgangsefni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál