„Þetta gerðist svo fljótt!“

Andrea Ýr Arnarsdóttir er í forsvari fyrir framtakið „Ég á ...
Andrea Ýr Arnarsdóttir er í forsvari fyrir framtakið „Ég á bara eitt líf“ – for­varn­a­starf minn­ing­ar­sjóðsins um bróður hennar Einar Darra sem lést fyrir fimm mánuðum. Ljósmynd/Aron Brink

Í dag opn­ar ný heimasíða Minningarsjóðs Einars Darra sem stendur fyrir þjóðarátakinu „Ég á bara eitt líf“. Á heimasíðunni má finna nýja vef­versl­un með fatalínu sem hönnuð er af fata­hönnuðinum Unu Hlín Kristjáns­dótt­ur, einum af eigendum DUTY. Til sölu á síðunni eru peys­ur, bol­ir, húf­ur og tösk­ur merkt­ar Ein­ari Darra. All­ur ágóði af söl­unni fer í „Ég á bara eitt líf“ – for­varn­astarf minn­ing­ar­sjóðsins. Mark­mið for­varn­a­starfs­ins er að veita mót­spyrnu í formi þekk­ing­ar gegn þeim far­aldri sem virðist vera að fara yfir landið þegar kem­ur að lyfs­seðils­skyld­um lyfj­um. Ein­ar Darri lést ein­ung­is átján ára að aldri, fyr­ir fimm mánuðum vegna lyfjaeitrunar.

Peysurnar sem hannaðar hafa verið fyrir forvarnastarfið eru einstaklega klæðilegar ...
Peysurnar sem hannaðar hafa verið fyrir forvarnastarfið eru einstaklega klæðilegar og flottar. Ljósmynd/ Ásta Kristjánsdóttir.

Andrea Ýr Arn­ars­dótt­ir syst­ir Ein­ars Darra er ein af þeim sem er í for­svari fyr­ir fram­tak­ið. Hún er með sál­fræðimennt­un í grunn­inn sjálf og er hálfnuð með meistargráðu á sviði heil­brigðis­vís­inda. Hún seg­ir starfið sem hún og ástvinir Einars Darra eru í núna ein­ung­is fimm mánuðum eft­ir and­lát hans, erfitt en þau telja það hjálpa sér í sorginni. Það heldur minningu hans á lofti og þau vonast eftir því að það geti bjargað einhverjum. Það sem hræðir þau einna helst við neyslumynstrið sem sjá má í dag hjá ungu fólki er að fólk fær ekki svigrúm til að misstíga sig og rísa upp aftur. Líkt og Ein­ar Darri fékk ekki tækifæri að til að misstíga sig og fjölskyldan fékk ekki tækifæri til að grípa inn í. „Þetta gerðist svo fljótt, hann var tek­inn frá okk­ur strax. Þannig eru þessi lyf sem eru í gangi í dag sem ungu krakk­arn­ir virðast vera að fikta við.“

Eft­ir and­lát Ein­ars Darra fór fjöl­skyld­an að tala við vini og vanda­menn í kring­um hann, þau skoðuðu sím­ann hans og fundu út að hann virt­ist enn þá hafa verið á þessu „fikt“ stigi í neysl­unni. „Ástæðan sem við teljum hafa ýtt undir að hann hafi farið út í þetta er sú að í sam­fé­lag­inu í dag er far­ald­ur á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja á borð við Oxcycontin, Xanax og fleira. Mikið af markaðsefni sem á við unga fólkið okk­ar „normaliser­ar“ neyslu lyf­seðils­skyldra lyfja. Krakk­arn­ir hlaða niður í sím­ann sinn for­riti, þar sem þau fá hraðari heimsend­ingu á þess­um lyfj­um en ef þau væru að panta pizzu. Það hvernig krakk­arn­ir bæði nálg­ast þessi lyf og nota þau er ban­vænt eins og kom fram í til­viki Ein­ars Darra. Við vilj­um segja sög­una eins og hún raun­veru­lega er. Eng­ar glans­mynd­ir eng­ar blekk­ing­ar. Eins vilj­um við vekja at­hygli for­eldra á þeirri staðreynd, að þó að barnið þitt sé í skóla, stundi vinnu og jafn­vel íþrótt­ir, þá er þessi far­ald­ur í gangi og þessi efni flæða út um allt. Við vit­um ekk­ert hvaða barn verður næst.“

Andrea segir mikilvægt að koma þekkingu inn í skólana um ...
Andrea segir mikilvægt að koma þekkingu inn í skólana um áhættuna við að neyta lyfseðilsskyldra lyfja. Allir landsmenn geta tekið þátt í átakinu með því að kaupa vörurnar. Ljósmynd/ Ásta Kristjánsdóttir.

Andrea hvet­ur for­eldra, ungt fólk, ömm­ur og afa til að leggja mál­efn­inu lið. „Með því að kaupa vörurnar þá er fólk að taka þátt í „Ég á bara eitt líf“ – forvarnaverkefnunum og hjálpa þau okkur að hjálpa öðrum með fræðslu og öfl­ugu for­varn­ar­starfi. Við erum að gera samn­inga við sveit­ar­fé­lög, þar sem ég mæti ásamt teymi á vegum Minningarsjóðsins. Við för­um í 7. til 10. bekk, einn bekk í einu, í grunn­skól­um þeirra sveit­ar­fé­laga sem hafa áhuga á að taka þátt. Við höf­um ný­verið gert samn­ing við Hval­fjarðarsveit og erum í samræðum við önnur sveitarfélög. Við upp­lýs­um krakk­ana um lyf­in sem eru í gangi og áhrif þeirra, við töl­um við kenn­ara, for­eldra og setj­um fyr­ir verk­efni og vinnu. Það þarf heilt þorp að ala upp börn í dag. Við erum að ala upp þorpið, setja ákveðna þekk­ingu í hend­urn­ar á þeim sem bera ábyrgð á vel­ferð barn­anna okk­ar. Það er til mik­ils að vinna. Unga fólkið okk­ar er framtíðin. Þess vegna viljum við hvetja alla til að kaupa peysu og bjarga þannig manns­lífum með okk­ur!“

Hægt er að kaupa vör­urn­ar til að styðja fram­takið inn á heimasíðunni Ég á bara eitt líf frá og með deg­in­um í dag.

Einar Darri var ljós í lífi fjölskyldu sinnar. Nú eru ...
Einar Darri var ljós í lífi fjölskyldu sinnar. Nú eru einungis fimm mánuðir frá andláti hans. Þau höfðu enga vitneskju um hvað var í gangi hjá honum, enda stundaði hann nám og vinnu og var að byrja neyslu á lyfjum sem drógu hann til dauða strax. Þau vilja vekja athygli á þeirri staðreynd að ungt fólk er í hættu með lyfseðilsskyld lyf frá upphafi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

16:00 Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

13:30 Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

09:47 Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

05:12 Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

Í gær, 21:00 Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

Í gær, 18:00 Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

í gær Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

í gær Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

í gær Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

í gær Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

í fyrradag Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

í fyrradag Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

19.1. Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

19.1. „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

19.1. „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

18.1. Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

18.1. „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »