„Þetta gerðist svo fljótt!“

Andrea Ýr Arnarsdóttir er í forsvari fyrir framtakið „Ég á …
Andrea Ýr Arnarsdóttir er í forsvari fyrir framtakið „Ég á bara eitt líf“ – for­varn­a­starf minn­ing­ar­sjóðsins um bróður hennar Einar Darra sem lést fyrir fimm mánuðum. Ljósmynd/Aron Brink

Í dag opn­ar ný heimasíða Minningarsjóðs Einars Darra sem stendur fyrir þjóðarátakinu „Ég á bara eitt líf“. Á heimasíðunni má finna nýja vef­versl­un með fatalínu sem hönnuð er af fata­hönnuðinum Unu Hlín Kristjáns­dótt­ur, einum af eigendum DUTY. Til sölu á síðunni eru peys­ur, bol­ir, húf­ur og tösk­ur merkt­ar Ein­ari Darra. All­ur ágóði af söl­unni fer í „Ég á bara eitt líf“ – for­varn­astarf minn­ing­ar­sjóðsins. Mark­mið for­varn­a­starfs­ins er að veita mót­spyrnu í formi þekk­ing­ar gegn þeim far­aldri sem virðist vera að fara yfir landið þegar kem­ur að lyfs­seðils­skyld­um lyfj­um. Ein­ar Darri lést ein­ung­is átján ára að aldri, fyr­ir fimm mánuðum vegna lyfjaeitrunar.

Peysurnar sem hannaðar hafa verið fyrir forvarnastarfið eru einstaklega klæðilegar …
Peysurnar sem hannaðar hafa verið fyrir forvarnastarfið eru einstaklega klæðilegar og flottar. Ljósmynd/ Ásta Kristjánsdóttir.

Andrea Ýr Arn­ars­dótt­ir syst­ir Ein­ars Darra er ein af þeim sem er í for­svari fyr­ir fram­tak­ið. Hún er með sál­fræðimennt­un í grunn­inn sjálf og er hálfnuð með meistargráðu á sviði heil­brigðis­vís­inda. Hún seg­ir starfið sem hún og ástvinir Einars Darra eru í núna ein­ung­is fimm mánuðum eft­ir and­lát hans, erfitt en þau telja það hjálpa sér í sorginni. Það heldur minningu hans á lofti og þau vonast eftir því að það geti bjargað einhverjum. Það sem hræðir þau einna helst við neyslumynstrið sem sjá má í dag hjá ungu fólki er að fólk fær ekki svigrúm til að misstíga sig og rísa upp aftur. Líkt og Ein­ar Darri fékk ekki tækifæri að til að misstíga sig og fjölskyldan fékk ekki tækifæri til að grípa inn í. „Þetta gerðist svo fljótt, hann var tek­inn frá okk­ur strax. Þannig eru þessi lyf sem eru í gangi í dag sem ungu krakk­arn­ir virðast vera að fikta við.“

Eft­ir and­lát Ein­ars Darra fór fjöl­skyld­an að tala við vini og vanda­menn í kring­um hann, þau skoðuðu sím­ann hans og fundu út að hann virt­ist enn þá hafa verið á þessu „fikt“ stigi í neysl­unni. „Ástæðan sem við teljum hafa ýtt undir að hann hafi farið út í þetta er sú að í sam­fé­lag­inu í dag er far­ald­ur á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja á borð við Oxcycontin, Xanax og fleira. Mikið af markaðsefni sem á við unga fólkið okk­ar „normaliser­ar“ neyslu lyf­seðils­skyldra lyfja. Krakk­arn­ir hlaða niður í sím­ann sinn for­riti, þar sem þau fá hraðari heimsend­ingu á þess­um lyfj­um en ef þau væru að panta pizzu. Það hvernig krakk­arn­ir bæði nálg­ast þessi lyf og nota þau er ban­vænt eins og kom fram í til­viki Ein­ars Darra. Við vilj­um segja sög­una eins og hún raun­veru­lega er. Eng­ar glans­mynd­ir eng­ar blekk­ing­ar. Eins vilj­um við vekja at­hygli for­eldra á þeirri staðreynd, að þó að barnið þitt sé í skóla, stundi vinnu og jafn­vel íþrótt­ir, þá er þessi far­ald­ur í gangi og þessi efni flæða út um allt. Við vit­um ekk­ert hvaða barn verður næst.“

Andrea segir mikilvægt að koma þekkingu inn í skólana um …
Andrea segir mikilvægt að koma þekkingu inn í skólana um áhættuna við að neyta lyfseðilsskyldra lyfja. Allir landsmenn geta tekið þátt í átakinu með því að kaupa vörurnar. Ljósmynd/ Ásta Kristjánsdóttir.

Andrea hvet­ur for­eldra, ungt fólk, ömm­ur og afa til að leggja mál­efn­inu lið. „Með því að kaupa vörurnar þá er fólk að taka þátt í „Ég á bara eitt líf“ – forvarnaverkefnunum og hjálpa þau okkur að hjálpa öðrum með fræðslu og öfl­ugu for­varn­ar­starfi. Við erum að gera samn­inga við sveit­ar­fé­lög, þar sem ég mæti ásamt teymi á vegum Minningarsjóðsins. Við för­um í 7. til 10. bekk, einn bekk í einu, í grunn­skól­um þeirra sveit­ar­fé­laga sem hafa áhuga á að taka þátt. Við höf­um ný­verið gert samn­ing við Hval­fjarðarsveit og erum í samræðum við önnur sveitarfélög. Við upp­lýs­um krakk­ana um lyf­in sem eru í gangi og áhrif þeirra, við töl­um við kenn­ara, for­eldra og setj­um fyr­ir verk­efni og vinnu. Það þarf heilt þorp að ala upp börn í dag. Við erum að ala upp þorpið, setja ákveðna þekk­ingu í hend­urn­ar á þeim sem bera ábyrgð á vel­ferð barn­anna okk­ar. Það er til mik­ils að vinna. Unga fólkið okk­ar er framtíðin. Þess vegna viljum við hvetja alla til að kaupa peysu og bjarga þannig manns­lífum með okk­ur!“

Hægt er að kaupa vör­urn­ar til að styðja fram­takið inn á heimasíðunni Ég á bara eitt líf frá og með deg­in­um í dag.

Einar Darri var ljós í lífi fjölskyldu sinnar. Nú eru …
Einar Darri var ljós í lífi fjölskyldu sinnar. Nú eru einungis fimm mánuðir frá andláti hans. Þau höfðu enga vitneskju um hvað var í gangi hjá honum, enda stundaði hann nám og vinnu og var að byrja neyslu á lyfjum sem drógu hann til dauða strax. Þau vilja vekja athygli á þeirri staðreynd að ungt fólk er í hættu með lyfseðilsskyld lyf frá upphafi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál