„Þetta gerðist svo fljótt!“

Andrea Ýr Arnarsdóttir er í forsvari fyrir framtakið „Ég á ...
Andrea Ýr Arnarsdóttir er í forsvari fyrir framtakið „Ég á bara eitt líf“ – for­varn­a­starf minn­ing­ar­sjóðsins um bróður hennar Einar Darra sem lést fyrir fimm mánuðum. Ljósmynd/Aron Brink

Í dag opn­ar ný heimasíða Minningarsjóðs Einars Darra sem stendur fyrir þjóðarátakinu „Ég á bara eitt líf“. Á heimasíðunni má finna nýja vef­versl­un með fatalínu sem hönnuð er af fata­hönnuðinum Unu Hlín Kristjáns­dótt­ur, einum af eigendum DUTY. Til sölu á síðunni eru peys­ur, bol­ir, húf­ur og tösk­ur merkt­ar Ein­ari Darra. All­ur ágóði af söl­unni fer í „Ég á bara eitt líf“ – for­varn­astarf minn­ing­ar­sjóðsins. Mark­mið for­varn­a­starfs­ins er að veita mót­spyrnu í formi þekk­ing­ar gegn þeim far­aldri sem virðist vera að fara yfir landið þegar kem­ur að lyfs­seðils­skyld­um lyfj­um. Ein­ar Darri lést ein­ung­is átján ára að aldri, fyr­ir fimm mánuðum vegna lyfjaeitrunar.

Peysurnar sem hannaðar hafa verið fyrir forvarnastarfið eru einstaklega klæðilegar ...
Peysurnar sem hannaðar hafa verið fyrir forvarnastarfið eru einstaklega klæðilegar og flottar. Ljósmynd/ Ásta Kristjánsdóttir.

Andrea Ýr Arn­ars­dótt­ir syst­ir Ein­ars Darra er ein af þeim sem er í for­svari fyr­ir fram­tak­ið. Hún er með sál­fræðimennt­un í grunn­inn sjálf og er hálfnuð með meistargráðu á sviði heil­brigðis­vís­inda. Hún seg­ir starfið sem hún og ástvinir Einars Darra eru í núna ein­ung­is fimm mánuðum eft­ir and­lát hans, erfitt en þau telja það hjálpa sér í sorginni. Það heldur minningu hans á lofti og þau vonast eftir því að það geti bjargað einhverjum. Það sem hræðir þau einna helst við neyslumynstrið sem sjá má í dag hjá ungu fólki er að fólk fær ekki svigrúm til að misstíga sig og rísa upp aftur. Líkt og Ein­ar Darri fékk ekki tækifæri að til að misstíga sig og fjölskyldan fékk ekki tækifæri til að grípa inn í. „Þetta gerðist svo fljótt, hann var tek­inn frá okk­ur strax. Þannig eru þessi lyf sem eru í gangi í dag sem ungu krakk­arn­ir virðast vera að fikta við.“

Eft­ir and­lát Ein­ars Darra fór fjöl­skyld­an að tala við vini og vanda­menn í kring­um hann, þau skoðuðu sím­ann hans og fundu út að hann virt­ist enn þá hafa verið á þessu „fikt“ stigi í neysl­unni. „Ástæðan sem við teljum hafa ýtt undir að hann hafi farið út í þetta er sú að í sam­fé­lag­inu í dag er far­ald­ur á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja á borð við Oxcycontin, Xanax og fleira. Mikið af markaðsefni sem á við unga fólkið okk­ar „normaliser­ar“ neyslu lyf­seðils­skyldra lyfja. Krakk­arn­ir hlaða niður í sím­ann sinn for­riti, þar sem þau fá hraðari heimsend­ingu á þess­um lyfj­um en ef þau væru að panta pizzu. Það hvernig krakk­arn­ir bæði nálg­ast þessi lyf og nota þau er ban­vænt eins og kom fram í til­viki Ein­ars Darra. Við vilj­um segja sög­una eins og hún raun­veru­lega er. Eng­ar glans­mynd­ir eng­ar blekk­ing­ar. Eins vilj­um við vekja at­hygli for­eldra á þeirri staðreynd, að þó að barnið þitt sé í skóla, stundi vinnu og jafn­vel íþrótt­ir, þá er þessi far­ald­ur í gangi og þessi efni flæða út um allt. Við vit­um ekk­ert hvaða barn verður næst.“

Andrea segir mikilvægt að koma þekkingu inn í skólana um ...
Andrea segir mikilvægt að koma þekkingu inn í skólana um áhættuna við að neyta lyfseðilsskyldra lyfja. Allir landsmenn geta tekið þátt í átakinu með því að kaupa vörurnar. Ljósmynd/ Ásta Kristjánsdóttir.

Andrea hvet­ur for­eldra, ungt fólk, ömm­ur og afa til að leggja mál­efn­inu lið. „Með því að kaupa vörurnar þá er fólk að taka þátt í „Ég á bara eitt líf“ – forvarnaverkefnunum og hjálpa þau okkur að hjálpa öðrum með fræðslu og öfl­ugu for­varn­ar­starfi. Við erum að gera samn­inga við sveit­ar­fé­lög, þar sem ég mæti ásamt teymi á vegum Minningarsjóðsins. Við för­um í 7. til 10. bekk, einn bekk í einu, í grunn­skól­um þeirra sveit­ar­fé­laga sem hafa áhuga á að taka þátt. Við höf­um ný­verið gert samn­ing við Hval­fjarðarsveit og erum í samræðum við önnur sveitarfélög. Við upp­lýs­um krakk­ana um lyf­in sem eru í gangi og áhrif þeirra, við töl­um við kenn­ara, for­eldra og setj­um fyr­ir verk­efni og vinnu. Það þarf heilt þorp að ala upp börn í dag. Við erum að ala upp þorpið, setja ákveðna þekk­ingu í hend­urn­ar á þeim sem bera ábyrgð á vel­ferð barn­anna okk­ar. Það er til mik­ils að vinna. Unga fólkið okk­ar er framtíðin. Þess vegna viljum við hvetja alla til að kaupa peysu og bjarga þannig manns­lífum með okk­ur!“

Hægt er að kaupa vör­urn­ar til að styðja fram­takið inn á heimasíðunni Ég á bara eitt líf frá og með deg­in­um í dag.

Einar Darri var ljós í lífi fjölskyldu sinnar. Nú eru ...
Einar Darri var ljós í lífi fjölskyldu sinnar. Nú eru einungis fimm mánuðir frá andláti hans. Þau höfðu enga vitneskju um hvað var í gangi hjá honum, enda stundaði hann nám og vinnu og var að byrja neyslu á lyfjum sem drógu hann til dauða strax. Þau vilja vekja athygli á þeirri staðreynd að ungt fólk er í hættu með lyfseðilsskyld lyf frá upphafi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

05:30 Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

Í gær, 23:00 Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

Í gær, 20:31 Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

Í gær, 16:57 Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

Í gær, 15:00 Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

Í gær, 13:30 Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

Í gær, 10:03 Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

í gær Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

í fyrradag Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

í fyrradag „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

í fyrradag Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

í fyrradag „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

í fyrradag „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

14.11. Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

13.11. Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

13.11. Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

13.11. Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

13.11. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

13.11. Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

13.11. Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

13.11. Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »