„Þetta gerðist svo fljótt!“

Andrea Ýr Arnarsdóttir er í forsvari fyrir framtakið „Ég á ...
Andrea Ýr Arnarsdóttir er í forsvari fyrir framtakið „Ég á bara eitt líf“ – for­varn­a­starf minn­ing­ar­sjóðsins um bróður hennar Einar Darra sem lést fyrir fimm mánuðum. Ljósmynd/Aron Brink

Í dag opn­ar ný heimasíða Minningarsjóðs Einars Darra sem stendur fyrir þjóðarátakinu „Ég á bara eitt líf“. Á heimasíðunni má finna nýja vef­versl­un með fatalínu sem hönnuð er af fata­hönnuðinum Unu Hlín Kristjáns­dótt­ur, einum af eigendum DUTY. Til sölu á síðunni eru peys­ur, bol­ir, húf­ur og tösk­ur merkt­ar Ein­ari Darra. All­ur ágóði af söl­unni fer í „Ég á bara eitt líf“ – for­varn­astarf minn­ing­ar­sjóðsins. Mark­mið for­varn­a­starfs­ins er að veita mót­spyrnu í formi þekk­ing­ar gegn þeim far­aldri sem virðist vera að fara yfir landið þegar kem­ur að lyfs­seðils­skyld­um lyfj­um. Ein­ar Darri lést ein­ung­is átján ára að aldri, fyr­ir fimm mánuðum vegna lyfjaeitrunar.

Peysurnar sem hannaðar hafa verið fyrir forvarnastarfið eru einstaklega klæðilegar ...
Peysurnar sem hannaðar hafa verið fyrir forvarnastarfið eru einstaklega klæðilegar og flottar. Ljósmynd/ Ásta Kristjánsdóttir.

Andrea Ýr Arn­ars­dótt­ir syst­ir Ein­ars Darra er ein af þeim sem er í for­svari fyr­ir fram­tak­ið. Hún er með sál­fræðimennt­un í grunn­inn sjálf og er hálfnuð með meistargráðu á sviði heil­brigðis­vís­inda. Hún seg­ir starfið sem hún og ástvinir Einars Darra eru í núna ein­ung­is fimm mánuðum eft­ir and­lát hans, erfitt en þau telja það hjálpa sér í sorginni. Það heldur minningu hans á lofti og þau vonast eftir því að það geti bjargað einhverjum. Það sem hræðir þau einna helst við neyslumynstrið sem sjá má í dag hjá ungu fólki er að fólk fær ekki svigrúm til að misstíga sig og rísa upp aftur. Líkt og Ein­ar Darri fékk ekki tækifæri að til að misstíga sig og fjölskyldan fékk ekki tækifæri til að grípa inn í. „Þetta gerðist svo fljótt, hann var tek­inn frá okk­ur strax. Þannig eru þessi lyf sem eru í gangi í dag sem ungu krakk­arn­ir virðast vera að fikta við.“

Eft­ir and­lát Ein­ars Darra fór fjöl­skyld­an að tala við vini og vanda­menn í kring­um hann, þau skoðuðu sím­ann hans og fundu út að hann virt­ist enn þá hafa verið á þessu „fikt“ stigi í neysl­unni. „Ástæðan sem við teljum hafa ýtt undir að hann hafi farið út í þetta er sú að í sam­fé­lag­inu í dag er far­ald­ur á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja á borð við Oxcycontin, Xanax og fleira. Mikið af markaðsefni sem á við unga fólkið okk­ar „normaliser­ar“ neyslu lyf­seðils­skyldra lyfja. Krakk­arn­ir hlaða niður í sím­ann sinn for­riti, þar sem þau fá hraðari heimsend­ingu á þess­um lyfj­um en ef þau væru að panta pizzu. Það hvernig krakk­arn­ir bæði nálg­ast þessi lyf og nota þau er ban­vænt eins og kom fram í til­viki Ein­ars Darra. Við vilj­um segja sög­una eins og hún raun­veru­lega er. Eng­ar glans­mynd­ir eng­ar blekk­ing­ar. Eins vilj­um við vekja at­hygli for­eldra á þeirri staðreynd, að þó að barnið þitt sé í skóla, stundi vinnu og jafn­vel íþrótt­ir, þá er þessi far­ald­ur í gangi og þessi efni flæða út um allt. Við vit­um ekk­ert hvaða barn verður næst.“

Andrea segir mikilvægt að koma þekkingu inn í skólana um ...
Andrea segir mikilvægt að koma þekkingu inn í skólana um áhættuna við að neyta lyfseðilsskyldra lyfja. Allir landsmenn geta tekið þátt í átakinu með því að kaupa vörurnar. Ljósmynd/ Ásta Kristjánsdóttir.

Andrea hvet­ur for­eldra, ungt fólk, ömm­ur og afa til að leggja mál­efn­inu lið. „Með því að kaupa vörurnar þá er fólk að taka þátt í „Ég á bara eitt líf“ – forvarnaverkefnunum og hjálpa þau okkur að hjálpa öðrum með fræðslu og öfl­ugu for­varn­ar­starfi. Við erum að gera samn­inga við sveit­ar­fé­lög, þar sem ég mæti ásamt teymi á vegum Minningarsjóðsins. Við för­um í 7. til 10. bekk, einn bekk í einu, í grunn­skól­um þeirra sveit­ar­fé­laga sem hafa áhuga á að taka þátt. Við höf­um ný­verið gert samn­ing við Hval­fjarðarsveit og erum í samræðum við önnur sveitarfélög. Við upp­lýs­um krakk­ana um lyf­in sem eru í gangi og áhrif þeirra, við töl­um við kenn­ara, for­eldra og setj­um fyr­ir verk­efni og vinnu. Það þarf heilt þorp að ala upp börn í dag. Við erum að ala upp þorpið, setja ákveðna þekk­ingu í hend­urn­ar á þeim sem bera ábyrgð á vel­ferð barn­anna okk­ar. Það er til mik­ils að vinna. Unga fólkið okk­ar er framtíðin. Þess vegna viljum við hvetja alla til að kaupa peysu og bjarga þannig manns­lífum með okk­ur!“

Hægt er að kaupa vör­urn­ar til að styðja fram­takið inn á heimasíðunni Ég á bara eitt líf frá og með deg­in­um í dag.

Einar Darri var ljós í lífi fjölskyldu sinnar. Nú eru ...
Einar Darri var ljós í lífi fjölskyldu sinnar. Nú eru einungis fimm mánuðir frá andláti hans. Þau höfðu enga vitneskju um hvað var í gangi hjá honum, enda stundaði hann nám og vinnu og var að byrja neyslu á lyfjum sem drógu hann til dauða strax. Þau vilja vekja athygli á þeirri staðreynd að ungt fólk er í hættu með lyfseðilsskyld lyf frá upphafi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Meghan glitraði fyrir allan peninginn

11:37 Meghan hertogaynja geislaði í London í gær þegar hún og Harry Bretaprins mættu í sínu allra fínasta pússi á góðgerðarkvöld í leikhúsi. Meira »

Er þetta raunveruleg ást?

09:53 Munurinn á heilbrigðu sambandi versus óheilbrigðu sambandi er að sögn höfunda sá að í heilbrigðu sambandi sé reiði og óvinátta fjarverandi en vinátta og samstaða hinsvegar til staðar í ríkum mæli, en í óheilbrigðu sambandi er eilíf valdabarátta og næring fengin út úr ófriði en ekki friði og kærleika. Meira »

Kaupandi perlu Marie Antoinette setti heimsmet

06:00 Skart sem áður var í eigu Marie Antoinette var selt fyrir metupphæð. Seldist hengiskraut hennar á vel yfir fjóra milljarða.   Meira »

Kidman mætti í pallíettujólakjól

Í gær, 22:00 Stjörnurnar hituðu upp fyrir Óskarinn um helgina og hefðu kjólarnir sómað sér vel í næsta mánuði í jóla-og áramótaveislum.   Meira »

Kristborg og Kolbrún gera skilnaðarþætti

Í gær, 18:00 Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir vinna nú að sjónvarpsþáttunum um skilnaði fólks.   Meira »

Lykillinn að 52 ára löngu hjónabandinu

Í gær, 15:00 Dolly Parton veit hvað er nauðsynlegt þegar kemur að góðu hjónabandi enda búinn að vera gift í rúmlega 52 ár.   Meira »

Frumsýningarveisla í Borgarleikhúsinu

Í gær, 13:00 Frumsýningargestir á Dísablóti Íslenska dansflokksins létu ekki rigninguna um helgina á sig fá og mættu spariklæddir í Borgarleikhúsið á laugardaginn. Dansflokkurinn frumsýndi tvö ný verk eftir íslensku danshöfundana Steinunni Ketilsdóttur og Ernu Ómarsdóttur. Meira »

Fullt út úr dyrum hjá Jóhönnu Vigdísi

í gær Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Hvað er í matinn?, á Bergsson á föstudaginn.   Meira »

sFólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

í gær Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi  Meira »

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

í fyrradag Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

í fyrradag Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

í fyrradag Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

18.11. Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

18.11. „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

18.11. Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

17.11. Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

17.11. „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

17.11. Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

17.11. Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

17.11. „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

17.11. Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »