Þjálfari Rihönnu leysir frá skjóðunni

Rihanna leggur áherslu á að styrkja bæði miðju og rassvöðva …
Rihanna leggur áherslu á að styrkja bæði miðju og rassvöðva á æfingum. AFP

Dede Lagree þjálfar stjörnur á borð við Rihönnu. Lagree segir í viðtali við Shape að Rihanna vilji halda í línurnar og því henti þjálfun hennar vel. Lagree notar ekki lóð en byggir æfingakerfi sitt á tveimur æfingatækjum auk þess sem margar æfinganna er hægt að gera heima í stofu. 

Lagreee segir að þegar Rihanna æfi hjá sér leggi hún áherslu á æfingar sem styrkja miðjuna sem og rassvöðvana. Rihanna sé stolt af mjöðmum, rassi og lærum. 

Hver æfing er framkvæmd í 60 sekúndur á hverri hlið og er gæði umfram magn nokkuð sem Lagree vinnur mikið með. Fólk getur lengt tímann hægt og rólega og æft sig í að gera æfingarnar hægar. Markmiðið er ekki að gera þær hratt. Eftirfarandi fimm maga- og rassæfingar gerir Lagree með Rihönnu en á vef Shape má sjá myndband af Lagree framkvæma æfingarnar.

Gott er að nota teygju og litlar sleipar mottur en fólk getur byrjað á að nota tuskur sem renna vel á gólfinu eða hreinlega nælonsokka. 

Skauta

Fólk stendur með mjaðmabreidd á milli fóta og beygir sig í hnjám rétt eins og það ætli að setjast. Í stöðunni rennir það svo öðrum fætinum til hliðar og aftur inn í upphafsstöðu. Æfingin endurtekin í eina mínútu og svo skipt um hlið. 

Fótalyftur standandi

Gott er að nota teygju utan um báða ökkla. Fólk stendur á öðrum fæti sem er örlítið boginn, hinn fóturinn er beinn aftur. Áður en aftari fætinum er lyft upp er gott að spenna rassvöðvana til að fá fá sem mest út úr æfingunni. Æfingin endurtekin í eina mínútu og svo skipt um hlið. 

Fótalyftur á fjórum fótum

Fólk byrjar æfinguna á fjórum fótum með hné og olnboga í gólfi, hér er einnig gott að vera með teygju utan um báða ökkla. Öðrum fæti er svo lyft upp og lækkaður aftur niður í byrjunarstöðu. Eins og í öðrum æfingum ætti fólk að virkja alla vöðva og þá sérstaklega rass- og lærvöðva og beina fætinum upp í loft. Æfingin endurtekin í eina mínútu og svo skipt um hlið. 

Renna höndum fram í plankastöðu

Fólk byrjar í planka og er með litla sleipa mottu undir lófum eða sleipa tusku. Til skiptis rennir fólk höndunum beint fram og aftur í byrjunarstöðu, plankastöðuna. Æfingin er endurtekin í eina mínútu. 

Renna fótunum aftur

Enn og aftur þarf að vera með litla mottu eða annað sleipt undir fótum. Í stað hefðbundins afturstigs er strekktum fætinum rennt aftur þannig að stöðufóturinn myndi 90 gráður og rennt svo aftur til baka. Æfingin er endurtekin í eina mínútu og svo skipt um fót. 

Rihanna.
Rihanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál