Tekur þú nóg til að halda heilsu?

„D-vítamínskortur er vandamál víða um heim og er talið að ekki minna en þriðjungur jarðarbúa þjáist á einhvern hátt vegna þess. Passa þarf sérstaklega vel upp á inntöku D-vítamíns yfir vetrartímann,“ segir Hrönn Hjálmarsdóttir heilsumarkþjálfi í pistli um D-vítamín: 

D-vítamín gegnir gríðarlega víðtæku hlutverki í líkamsstarfsemi okkar og hafa fjölmargar rannsóknir gefið okkur vísbendingar um hversu alvarlegar afleiðingar D-vítamínskortur hefur í för með sér. T.a.m. er heilbrigði beina, hjarta, öndunarfæra og heila beintengt neyslu á D-vítamíni og svo getur það hugsanlega verið forvörn gegn ýmsum krabbameinum.

Skortur of algengur

Sumir vísindamenn telja að það sé mun hærra hlutfall en 1/3 sem þjáist af D-vítamínskorti. Stór hluti skýringarinnar er talinn vera að við eyðum mun meiri tíma innandyra en nokkurn tímann áður í sögunni. Vitað er um að minnsta kosti 100 mismunandi sjúkdómseinkenni eða sjúkdóma sem tengjast D-vítamínskorti. D-vítamín er talið leika lykilhlutverk gegn bólgum í líkamanum og skortur getur átt þátt í því að ónæmiskerfið virkar ekki sem skyldi. Eftirfarandi getur m.a. orsakast af D-vítamínskorti:

  • Hjartasjúkdómar
  • Minnisglöp
  • Sykursýki I og II
  • Liðagigt
  • Smitsjúkdómar
  • Meðgöngueitrun
  • Beinkröm / beinþynnig
  • Aukin hætta á öllum helstu krabbameinum

Hver eiga gildin að vera?

Landlæknisembættið telur að D-vítamíngildin eigi ekki að fara undir 50 nmól/l og eru það svokölluð skortsmörk. Dr. Michael Holick, sem er einn helsti sérfræðingur í heimi um D-vítamín og mikilvægi þess, telur að lágmarksgildi ætti að vera 75 nmól/l og reyndar eru fleiri sérfræðingar þeirrar skoðunar. Ef við erum nálægt skortsmörkum má kannski segja að hættan á skorti sé frekar fyrir hendi, þ.e.a.s. ef við sleppum því að taka það inn.

Ráðlagður dagskammtur ekki allaf nóg

Margir þurfa að taka inn meira af D-vítamíni en sem nemur opinberum ráðleggingum. Helsta ástæðan er líklega sú að allt of margir eru í skorti eða við skortsmörk á meðan ráðlagðir dagsskammtar miðast við að viðhalda gildunum en ekki hækka þau. Þar sem D-vítamín er fituuppleysanlegt efni getur líkamsfita safnað því saman og þess vegna þurfa þeir sem eru yfir kjörþyngd meira D-vítamín en þeir sem grennri eru.

400 mannslíf

Dr. Greg Plotinikoff, læknaforstjóri hjá Penny George-heilbrigðisstofnuninni, Abbott Northwestern-spítalanum í Minneapolis, fullyrðir að inntaka á D-vítamíni sé einhver hagkvæmasta heilbrigðismeðferð sem til er og eru fjölmargir vísindamenn því sammála. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að einungis með því að hækka D-vítamíngildi í blóði úr um 50 nmól/l í 110 nmól/l væri hægt að fækka ótímabærum dauðsföllum í Bandaríkjunum um 400 þúsund. Það myndi gera um 400 mannslíf hér á landi.

D-dagurinn 2. nóvember

Í ár er alþjóðlegi D-vítamíndagurinn haldinn í 9. skipti en tilgangurinn með þessum degi er að nota tækifærið til að minna fólk á mikilvægi þess að taka inn D-vítamín, hvaða áhrif skortur hefur á okkur og hvað það er sem við fáum út úr því að vera dugleg að passa upp á inntöku. Það er nauðsynlegt að taka D-vítamín alla ævi og byrja að gefa ungbörnum það frá tveggja vikna aldri þar sem það kemur ekki með móðurmjólkinni.

D-vítamín-munúði tryggir hámarksupptöku

D-vítamín-munnspreyin frá Better You hafa svo sannarlega slegið í gegn en um er að ræða vörur sem eru sérstaklega hannaðar fyrir mismunandi aldurshópa alveg frá tveggja vikna aldri. Rannsóknir hafa sýnt að D-vítamín sem úðað er út í kinn fer mun hraðar út í líkamann en venjulegar töflur af sama styrkleika og upptakan er betri. Meltingarfærasjúkdómar verða sífellt alengari og getur melting okkar verið undir álagi vegna ýmiskonar veikinda. Með því að úða D-lúx út í kinn förum við framhjá meltingarkerfinu og tryggjum góða nýtingu. Hvað varðar litlu krílin er D-lúx infant-munnúðinn afar hentugur þar sem engin hætta er á magaverkjum og hann er alveg bragðlaus. Hann hefur einnig unnið til verðlauna sem besta bætiefnið fyrir ungbörn.

D-Lúx hentar grænmetisætum og sykursjúkum, sem og þeim sem eru á glúteinlausu fæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál