Hvers vegna virkar ketó ekki fyrir alla?

mbl.is/ThinkstockPhotos

Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi talar um ketó-mataræðið og hvers vegna það virkar síður fyrir konur. Um þetta skrifar hún í sínum nýjasta pistli: 

Þetta er eitthvað sem ég trúi að muni breyta hugmyndum þínum um ketó-kúrinn og er þetta einmitt ástæða þess að vinkona mín sá ekki árangur á mataræðinu eins og vinur hennar gerði.

Hvað er ketó-mataræði til að byrja með?

Ketó-mataræðið hefur hlotið mikla umfjöllun undanfarið. Mataræðið er hátt í fitu og próteini en er einstaklega lágt í kolvetnum og þar á meðal ávöxtum. Föstur, eða að borða innan ákveðins tímaramma er gjarnan tekið með ketó-mataræðinu. Hugmyndafræði ketó er að með þessu mataræði samhliða föstum getum við komið líkamanum í svokallað ketósis-ástand þar sem hann brennir meira en áður.

Júlía Magnúsdóttir.
Júlía Magnúsdóttir. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari

Hvernig er ketó-mataræðið öðruvísi fyrir konur en karla?

Til að fyrirbyggja allan misskilning vil ég nefna það strax að ég er ekki að mæla á móti ketó-mataræðinu fyrir allar konur.

En ein ástæða þess að erfiðara getur verið að ná árangri á ketó-mataræðinu fyrir konur en karla er tengd flókinni hormónastarfsemi kvenna. Á meðan karlar fara í gegnum sama hormónaferlið daglega sveiflast hormón kvenna til og frá m.a. vegna tíðahrings kvenna og kynhormónsins estrógens.

Ketó-mataræðið getur haft áhrif á hormón kvenna

Estrógen-hormónið er í hámarki þegar konur fá egglos (en fellur niður á breytingaskeiðinu). Þegar við aukum fituna í mataræðinu um 5% eða meira (eins og gert er í ketó-kúrnum) getur estrógen-magnið í líkamanum aukist um 12% og það sama á við um andrógen-hormónið hjá konum eftir tíðahvörf (sjá hér). Við þessa aukningu á estrógeni getur skapast ójafnvægi í líkamanum sem hefur neikvæð áhrif á ýmsa þætti, s.s. hjarta- og æðakerfið, brennslu, skapbreytingar, svefn og taugakerfi. Kolvetnasnautt mataræði getur einnig haft neikvæð áhrif þegar egglos á sér stað og estrógen þ.a.l. í hámarki.

Skjaldkirtillinn er líka sérstaklega viðkvæmur fyrir skorti á næringu og föstum og sýna rannsóknir að föstur, eins og í ketó-mataræðinu, geta valdið lækkun á skjaldkirtilshormónum (T3) (sjá hér og hér) og aukningu á kortisól, streituhormóninu (vegna þess að líkaminn upplifir föstur sem ógn).

Ef við búum nú þegar yfir mikilli streitu getur kortisól hindrað fitubrennslu í ketó-mataræðinu þar sem orkunni er umbreytt í glúkósa fremur en að nýtast í fitubrennslu.

Í stuttu máli

Konur sem eru búnar að fara í gegnum breytingaskeiðið (eða eru á breytingaskeiðinu), glíma við hormónaójafnvægi (þ.á m. latan skjaldkirtil) eða eru undir mikilli streitu ættu því að fara varlega í ketó-mataræðið og æskilegt væri að vinna úr hormónaójafnvæginu áður en farið er á mataræði eins og ketó. „Mikilvægt er að hlusta á líkamann á meðan á ketó-kúrnum stendur og passa að vera ekki of stífur,“ segir Leanne, höfundur bókarinnar The Keto diet.

Ketó er kúr sem mun alls ekki hæfa öllum (eins og allir sérhæfðir kúrar) og mikilvægt er að hafa í huga að hlusta alltaf á líkama sinn. Við sjáum árangur í langvarandi lausnum og mataræði sem við endumst í. Öll erum við einstök og mikilvægt er að finna hvað hentar okkur, njóta matarins sem við borðum og passa upp á heilbrigða hugsun gagnvart mataræði og vera ekki of ströng við okkur.

Mitt persónulega álit er að ég myndi aldrei velja mér beikon fram yfir banana, ég elska ávexti einfaldlega of mikið og er ekki tilbúin að fara aftur í strangt mataræði eða telja kaloríur.

mbl.is

Hversu oft á að stunda kynlíf?

Í gær, 23:59 Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

Í gær, 21:00 Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

Í gær, 18:00 Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

Í gær, 13:45 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

Í gær, 12:27 Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

Í gær, 09:00 Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

Í gær, 06:00 Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

í fyrradag Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »

Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar

í fyrradag „Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð,“ segir Edda. Meira »

Svona æfði Jenner fyrir sýningu Victoria's Secret

í fyrradag Ofurfyrirsætan Kendall Jenner segist hafa æft vel og passað mataræðið áður en hún steig á svið fyrir Victoria's Secret.   Meira »

Gilda íslensk hjúskaparlög erlendis?

í fyrradag Ég er með spurningu sem varðar riftun hjónabands sem stofnað er til í öðru landi. Getur einstaklingur sem stofnaði til hjúskapar í öðru landi rekið skilnaðarmál á Íslandi? Málsaðstæður eru þær að viðkomandi vill ljúka hjúskap en makinn í heimalandi ekki. Meira »

Ástarsorgin dró hana í Kópavog

í fyrradag Kamilla Einarsdóttir hefur skrifað sögur alla sína ævi en langaði ekki að gefa neitt út. Eftir að bókaútgáfa sýndi verkum hennar áhuga og bauðst til að gefa bók hennar út varð til bókin Kópavogskronika. Meira »

Sjö stig tilfinninga fólks í ástarsorg

í fyrradag Sorg er ekki það fyrsta sem einkennir tilfinningar fólks sem er nýhætt í sambandi. Afneitun og reiði kemur á undan.   Meira »

Afmælisstuð í hámarki hjá Spektra

11.11. Ráðgjafafyrirtækið Spektra ehf. hélt upp á 5 ára afmælið sitt á dögunum og af því tilefni bauð fyrirtækið í afmælispartí í húsakynnum sínum að Laugavegi 178. Meira »

Gerðu trúboðastellinguna betri

11.11. Trúboðastellingin þarf ekki að vera leiðinleg og ætti í rauninni að vera reglulega á matseðlinum en fólk ætti ef til vill að kunna að bragðbæta hana. Meira »

Ódýrir hlutir sem gjörbreyta baðherberginu

11.11. Þegar baðherbergið er fallegt er skemmtilegra að tannbursta sig og gera aðra hluti. Það þarf ekki að gera baðherbergið fokhelt og leggja marmara á það allt til þess að gera það fallegt. Meira »

Nýjasta tískan í naglalökkum

11.11. Í vetur er flott að vera með neglur sem eru svipaðar húðlit handanna. Neglur og varir eru þá ekki í sama lit. Þetta útlit minnir á sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar hendurnar áttu að vera hreinlegar og fínar. Með þessu útliti ber meira á hringum og fylgihlutum. Meira »

Skemmtilega innréttað í Garðabæ

11.11. Við Bjarkarás í Garðabæ stendur 143 fm íbúð sem innréttuð er á heillandi hátt. Flauelshúsgögn, stór listaverk og grófur viður er áberandi. Meira »

Sagðist ekki passa í kjóla frá Beckham

11.11. Meghan hertogaynja er mjög meðvituð um kosti og galla líkama síns. Í gömlu viðtalið segist Meghan vera með of stuttan búk til þess að klæðast kjólum frá Victoriu Beckham. Meira »

Leiddist hræðilega 11 ára í Noregi

11.11. „Ég bjó í Noregi þegar ég var 11 ára eða í hálft ár í smábæ í Noregi þegar mamma mín var í námi. Hún var að læra textíl og ég þurfti að druslast með.“ Meira »

Er þetta ástæðan fyrir aukakílóunum?

10.11. Fólk fitnar ekki bara af því það kaupir alltaf kvöldmat í lúgusjoppu. Það má einnig kenna hormónaójafnvægi um það að fólk bæti á sig þrátt fyrir að það hámi í sig ávexti og hamist í ræktinni. Meira »