Ekki fara í árstíðabundna lyndisröskun

Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir.
Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir.

Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur og blaðamaður hefur tekið saman 6 leiðir til að eiga betri vetur í vetur en í fyrra. Greinin birtist í Jólagjafahandbók Lyfju sem er stútfull af spennandi hugmyndum fyrir jólin: 

Þessa dagana sjáum við Íslendingar lítið til sólar og hefur myrkrið misjöfn áhrif á fólk. Á norðlægum slóðum eru skammdegisþunglyndi og vetrardepurð vel þekkt fyrirbæri - fræðiheitið er SAD, og stendur fyrir Seasonal Affective Disorder, sem á íslensku útleggst árstíðarbundin lyndisröskun. Hvert svo sem heitið er þekkja eflaust flestir lesendur til fyrirbærisins, hvort sem þeir hafa upplifað það á eigin skinni eða hjá samferðafólki.

1. Fáðu þér sólarvekjara

Já þú veist, klukkurnar sem eru með ljósi og vekja þig með notalegri sólarupprás. Fyrir mörg okkar er það hin mesta kvöl og pína að vakna í kolniðamyrkri og eiga að byrja daginn. Svona klukkur eru með mjúkri og þægilegri birtu sem smám saman eykst þar til vekjaraklukkan fer í gang. Hressleikinn vill stundum láta á sér standa - og heilinn okkar er þar sammála. Okkur er eðlislægt og náttúrulegt að vakna við sólarupprás og sofna við sólsetur. Ef við setjum það í samhengi við íslenskan veruleika hér á norðurhjara er kannski ekkert undarlegt að þjóðin sé örlítið spes upp til hópa.

2. Gerðu eitthvað í birtunni

Þegar sólarljósið dvín og birtunnar nýtur ekki við nema örfáa tíma á degi hverjum, er mikilvægt að kreista það úr birtunni sem við mögulega getum. Reyndu fyrir alla muni að fara út fyrir hússins dyr þegar það er bjart. Farðu í pínulítinn göngutúr, gerðu engil í snjóinn, stattu og góndu út í buskann eða fáðu lánaðan hund til að viðra. Það er líka mikilvægt að lýsa upp myrkrið innandyra. Sumir hreinlega elska dagljósaperur og dagljósalampa, en þar er líkt eftir tíðni dagsbirtunnar og dvöl í slíku ljósi gerir lífið bærilegra. Myrkrið getur auðvitað verið kósý, sérstaklega ef kerti, lampar og ljósakeðjur eru notaðar til að skapa notalega stemningu.

3. Taktu D-vítamín 

Sólarljósið er líkamanum nauðsynlegt til að hann hafi nóg af D-vítamíni. Útfjólubláir geislar sólarinnar örva húðina til að mynda forstig D-vítamíns, og lifur og nýru klára svo dæmið. D-vítamín er mikilvægt fyrir margar sakir - það er nauðsynlegt fyrir upptöku kalks úr fæðunni, svo skortur á því eykur líkur á beinþynningu og beinbrotum, sérstaklega meðal eldri einstaklinga. Fyrir utan þetta gegnir D-vítamín ótal mörgum hlutverkum í líkamanum og sýnt hefur verið fram á tengsl D-vítamínskorts við ýmsa sjúkdóma og dánarorsakir. Meðal þeirra eru hjartasjúkdómar og dauðsföll af þeirra völdum, brjóstakrabbamein kvenna og þunglyndi. Hafa skal þó í huga að hér er ekki talað um orsakasamhengi heldur tengsl. Margir vilja halda því fram að allir Íslendingar þjáist af D-vítamínskorti og ættu að taka bætiefni daglega. Svo er gott að muna eftir D-vítamínríkum fæðutegundum sem eru til að mynda lax, makríll, túnfiskur, appelsínusafi og D-vítamínbætt mjólk.

4. Samvera

Maður er manns gaman, og nærandi samvera með skemmtilegu fólki getur verið algjör lífsbjörg yfir myrkustu mánuðina. Við erum næstum því hætt að mæta í óvæntar heimsóknir til vina og kunningja, því miður segja margir, en það þarf svo sem ekki að fara alveg út í sænsku leiðina þó að eitthvað skipulag sé kannski nauðsynlegt. Fyrir þá sem ekki þekkja til er rétt að nefna að sænska leiðin felst í því að plana ALLT af mikilli nákvæmni og með svakalegum fyrirvara; „jú hittast, sjáum til. Í dag er vika 5, hvað segir þú um að hittast í Ikea og fá okkur kjötbollur í viku 16?“. Bjóddu nágrannafjölskyldunni í tómatsúpu og heimabakað brauð (kostar næstum ekkert), haltu spilakvöld, bjóddu ömmu að koma og eldaðu eitthvað spennandi fyrir hana, hringdu í vin sem var að flytja til landsins frá Svíþjóð og bjóddu honum í spaghettíveislu með tveggja daga fyrirvara!

5. Klæddu þig eftir veðri

Það er undarlegt að margir Íslendingar eigi ekki almennileg vetrarföt. Við þurfum vindhelda, hlýja úlpu, skó sem halda okkur þurrum og eru ekki sleipir, og ekki síst húfu og vettlinga. Einkabíllinn hefur allt of lengi gegnt hlutverki úlpunnar í íslensku samfélagi. Hvers vegna í ósköpunum getum við ekki verið jafn skynsöm og Norðmenn, það er sko þjóð sem verður aldrei kalt. Ef við klæðum okkur vel verður vetrarlífið miklu bærilegra og stórhríðin jafnvel skemmtileg. Það getur nú verið ákveðið stuð að fara út að moka tröppurnar og ýta bílum eftir stórhríð ef búnaðurinn er í lagi. Einhvern veginn verða allir svo miklir vinir í ófærð.

6. Hlakkaðu til einhvers

Ef þú hefur upplifað depurð eða þunglyndi veistu kannski að eitt einkennanna getur verið að hlakka ekki til neins. Kannski er eitthvað skemmtilegt framundan, en þú hlakkar samt ekki til. Reyndu að vinna gegn því að lenda í einhverju álíka með því að plana skemmtilega hluti fram í tímann. Ef þú fílar jólin í botn gætirðu byrjað strax í september að pæla í gjöfum og sniðugum leiðum til að pakka þeim inn, kannski er góð vinkona á leið heim frá útlöndum í vetrarfríinu, og kannski er uppáhaldshljómsveitin þín með tónleika í Amsterdam í janúar og það gæti verið æðislegt að kaupa miða og bíða svo eftir snilldartilboði á flugi frá lággjaldaflugfélagi. Eftirvænting er skemmtileg tilfinning og með því að koma henni skipulega inn í lífið getum við notið hennar.

Ráðin að ofan miðast við fólk sem upplifir vetrardepurð eða finnst bara veturinn dálítið þreytandi. Ef þú upplifir mikla vanlíðan eða einkenni þunglyndis skaltu hiklaust leita aðstoðar fagaðila. Einkenni þunglyndis geta meðal annars verið: depurð, áhugaleysi, vanvirkni, kvíði, breytingar á svefni, breytingar á matarlyst, orkuleysi, eirðarleysi og dauðahugsanir. Talaðu við vin eða heilbrigðisstarfsmann - hjálpin er ekki langt undan!

mbl.is

Svona æfir frú Bieber

Í gær, 21:00 Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

Í gær, 18:00 Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

Í gær, 16:00 Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

Í gær, 13:00 Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

Í gær, 10:00 Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

Í gær, 05:00 Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

í fyrradag Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

í fyrradag Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

í fyrradag Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

í fyrradag „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

í fyrradag Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

í fyrradag „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

18.1. Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

18.1. „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

18.1. Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

17.1. Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

17.1. Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

17.1. Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »