Ekki fara í árstíðabundna lyndisröskun

Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir.
Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir.

Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur og blaðamaður hefur tekið saman 6 leiðir til að eiga betri vetur í vetur en í fyrra. Greinin birtist í Jólagjafahandbók Lyfju sem er stútfull af spennandi hugmyndum fyrir jólin: 

Þessa dagana sjáum við Íslendingar lítið til sólar og hefur myrkrið misjöfn áhrif á fólk. Á norðlægum slóðum eru skammdegisþunglyndi og vetrardepurð vel þekkt fyrirbæri - fræðiheitið er SAD, og stendur fyrir Seasonal Affective Disorder, sem á íslensku útleggst árstíðarbundin lyndisröskun. Hvert svo sem heitið er þekkja eflaust flestir lesendur til fyrirbærisins, hvort sem þeir hafa upplifað það á eigin skinni eða hjá samferðafólki.

1. Fáðu þér sólarvekjara

Já þú veist, klukkurnar sem eru með ljósi og vekja þig með notalegri sólarupprás. Fyrir mörg okkar er það hin mesta kvöl og pína að vakna í kolniðamyrkri og eiga að byrja daginn. Svona klukkur eru með mjúkri og þægilegri birtu sem smám saman eykst þar til vekjaraklukkan fer í gang. Hressleikinn vill stundum láta á sér standa - og heilinn okkar er þar sammála. Okkur er eðlislægt og náttúrulegt að vakna við sólarupprás og sofna við sólsetur. Ef við setjum það í samhengi við íslenskan veruleika hér á norðurhjara er kannski ekkert undarlegt að þjóðin sé örlítið spes upp til hópa.

2. Gerðu eitthvað í birtunni

Þegar sólarljósið dvín og birtunnar nýtur ekki við nema örfáa tíma á degi hverjum, er mikilvægt að kreista það úr birtunni sem við mögulega getum. Reyndu fyrir alla muni að fara út fyrir hússins dyr þegar það er bjart. Farðu í pínulítinn göngutúr, gerðu engil í snjóinn, stattu og góndu út í buskann eða fáðu lánaðan hund til að viðra. Það er líka mikilvægt að lýsa upp myrkrið innandyra. Sumir hreinlega elska dagljósaperur og dagljósalampa, en þar er líkt eftir tíðni dagsbirtunnar og dvöl í slíku ljósi gerir lífið bærilegra. Myrkrið getur auðvitað verið kósý, sérstaklega ef kerti, lampar og ljósakeðjur eru notaðar til að skapa notalega stemningu.

3. Taktu D-vítamín 

Sólarljósið er líkamanum nauðsynlegt til að hann hafi nóg af D-vítamíni. Útfjólubláir geislar sólarinnar örva húðina til að mynda forstig D-vítamíns, og lifur og nýru klára svo dæmið. D-vítamín er mikilvægt fyrir margar sakir - það er nauðsynlegt fyrir upptöku kalks úr fæðunni, svo skortur á því eykur líkur á beinþynningu og beinbrotum, sérstaklega meðal eldri einstaklinga. Fyrir utan þetta gegnir D-vítamín ótal mörgum hlutverkum í líkamanum og sýnt hefur verið fram á tengsl D-vítamínskorts við ýmsa sjúkdóma og dánarorsakir. Meðal þeirra eru hjartasjúkdómar og dauðsföll af þeirra völdum, brjóstakrabbamein kvenna og þunglyndi. Hafa skal þó í huga að hér er ekki talað um orsakasamhengi heldur tengsl. Margir vilja halda því fram að allir Íslendingar þjáist af D-vítamínskorti og ættu að taka bætiefni daglega. Svo er gott að muna eftir D-vítamínríkum fæðutegundum sem eru til að mynda lax, makríll, túnfiskur, appelsínusafi og D-vítamínbætt mjólk.

4. Samvera

Maður er manns gaman, og nærandi samvera með skemmtilegu fólki getur verið algjör lífsbjörg yfir myrkustu mánuðina. Við erum næstum því hætt að mæta í óvæntar heimsóknir til vina og kunningja, því miður segja margir, en það þarf svo sem ekki að fara alveg út í sænsku leiðina þó að eitthvað skipulag sé kannski nauðsynlegt. Fyrir þá sem ekki þekkja til er rétt að nefna að sænska leiðin felst í því að plana ALLT af mikilli nákvæmni og með svakalegum fyrirvara; „jú hittast, sjáum til. Í dag er vika 5, hvað segir þú um að hittast í Ikea og fá okkur kjötbollur í viku 16?“. Bjóddu nágrannafjölskyldunni í tómatsúpu og heimabakað brauð (kostar næstum ekkert), haltu spilakvöld, bjóddu ömmu að koma og eldaðu eitthvað spennandi fyrir hana, hringdu í vin sem var að flytja til landsins frá Svíþjóð og bjóddu honum í spaghettíveislu með tveggja daga fyrirvara!

5. Klæddu þig eftir veðri

Það er undarlegt að margir Íslendingar eigi ekki almennileg vetrarföt. Við þurfum vindhelda, hlýja úlpu, skó sem halda okkur þurrum og eru ekki sleipir, og ekki síst húfu og vettlinga. Einkabíllinn hefur allt of lengi gegnt hlutverki úlpunnar í íslensku samfélagi. Hvers vegna í ósköpunum getum við ekki verið jafn skynsöm og Norðmenn, það er sko þjóð sem verður aldrei kalt. Ef við klæðum okkur vel verður vetrarlífið miklu bærilegra og stórhríðin jafnvel skemmtileg. Það getur nú verið ákveðið stuð að fara út að moka tröppurnar og ýta bílum eftir stórhríð ef búnaðurinn er í lagi. Einhvern veginn verða allir svo miklir vinir í ófærð.

6. Hlakkaðu til einhvers

Ef þú hefur upplifað depurð eða þunglyndi veistu kannski að eitt einkennanna getur verið að hlakka ekki til neins. Kannski er eitthvað skemmtilegt framundan, en þú hlakkar samt ekki til. Reyndu að vinna gegn því að lenda í einhverju álíka með því að plana skemmtilega hluti fram í tímann. Ef þú fílar jólin í botn gætirðu byrjað strax í september að pæla í gjöfum og sniðugum leiðum til að pakka þeim inn, kannski er góð vinkona á leið heim frá útlöndum í vetrarfríinu, og kannski er uppáhaldshljómsveitin þín með tónleika í Amsterdam í janúar og það gæti verið æðislegt að kaupa miða og bíða svo eftir snilldartilboði á flugi frá lággjaldaflugfélagi. Eftirvænting er skemmtileg tilfinning og með því að koma henni skipulega inn í lífið getum við notið hennar.

Ráðin að ofan miðast við fólk sem upplifir vetrardepurð eða finnst bara veturinn dálítið þreytandi. Ef þú upplifir mikla vanlíðan eða einkenni þunglyndis skaltu hiklaust leita aðstoðar fagaðila. Einkenni þunglyndis geta meðal annars verið: depurð, áhugaleysi, vanvirkni, kvíði, breytingar á svefni, breytingar á matarlyst, orkuleysi, eirðarleysi og dauðahugsanir. Talaðu við vin eða heilbrigðisstarfsmann - hjálpin er ekki langt undan!

mbl.is

Eva Dögg og Stefán Darri nýtt par

10:52 Vegan mamman og Brauð & Co snillingurinn Eva Dögg Rúnarsdóttir og handboltakappinn Stefán Darri Þórsson eru nýtt par ef marka má samfélagsmiðla. Meira »

„Get ekki hætt að miða mig við aðra!“

05:00 Málið er hins vegar sú hugsun sem er föst innra með mér sem snýst um að aðrir hafi það betra en ég. Eftir að samfélagsmiðlar urðu hluti af lífinu (jamm er 45 ára) þá er ég föst í að miða mig við fólk á mínum aldri, fólk sem er aðeins yngra, fólk sem á betri bíla, skemmtilegri maka, fer í fleiri ferðir og upplifir meiri sigra. Meira »

Ódýrt og svalt gólfefni sem má setja á veggi

Í gær, 21:00 Spónaparket var vinsælt gólfefni á níunda og tíunda áratug síðustu aldar en með tilkomu plastparketsins hvarf það úr íslenskum verslunum. Meira »

Svona massar þú sumartískuna með stæl

Í gær, 18:00 Það tekur á að vera í takt við tískuna. Smartland auðveldar þér það, en hér er samantekt á flottustu trendunum í sumar.  Meira »

Í hnébeygju yfir klósettinu

Í gær, 14:00 Þjálfarinn hennar Kate Beckinsale lætur hana gera hnébeygjur yfir klósettinu.   Meira »

Íþróttaálfurinn og Gylfi á Maldíveyjum

í gær Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í fótbolta eru báðir á Maldíveyjum í brúðkaupsferð ásamt eiginkonum sínum. Þessi tvennu hjón eru þó alls ekki í sömu brúðkaupsferðinni. Meira »

„Fá þau fyrsta skammtinn frían?“

í gær Íslensk móðir hefur áhyggjur af dóttur sinni sem er 16 ára og veltir fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að dóttir hennar dópi sig. Meira »

Þetta er konan sem skipulagði brúðkaupið

í fyrradag Hjónin fengu hina bresku Charlotte Dodd til að skipuleggja brúðkaupið sitt. En þess má geta að hún þykir sú allra færasta á sínu sviði í Bretlandi um þessar mundir. Fyrirmynd hennar er hinn skemmtilegi Franck úr kvikmyndinni Father of the Bride. Meira »

Fáðu magavöðva eins og Cindy Crawford

í fyrradag Fyrirsætan Cindy Crawford hefur fært sig úr líkamsræktar-DVD-diskunum yfir á Instagram þar sem hún sýnir sínar uppáhaldsæfingar. Meira »

Þessir mættu í VIP-teiti COS

í fyrradag Sænska fatamerkið COS opnaði nýlega verslun á Íslandi en á fimmtudagskvöldið var sérstök opnun fyrir VIP-gesti.   Meira »

Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

24.6. Við Vatnsholt í Reykjavík stendur stórglæsileg efri sérhæð sem er fallega og smekklega innréttuð.   Meira »

Ræður ekkert við sig og fer í sund daglega

24.6. „Ég hef tvívegis verið greind með sortuæxli en næ ekki alveg að stjórna hegðun minni tengdri sól. Málið er að ég var hér á árum áður mikið í ljósum og varð alltaf að vera brún.“ Meira »

Bárður og Linda Björk giftu sig í gær

23.6. Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla gengu í hjónaband í gær. Meira »

„Gróðurinn dregur mann til sín“

23.6. Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag. Meira »

Hefur búið í þremur íbúðum á sjö árum

23.6. Kristín Sólveig Kristjánsdóttir læknir að mennt er ákaflega fær í samskiptum og segir að gott heimili sé sá staður þar sem fólk dettur inn um dyrnar og þar sem er gott hjartarúm. Meira »

Svona býr Bergþóra Guðnadóttir

23.6. Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými.   Meira »

Vinkonan alltaf að metast hver sé sætust

23.6. „Þegar við förum út á lífið saman, er hún heltekin af því að bera sig saman við aðrar konur og metur það yfirleitt svo að hún er sætust.“ Meira »

6 lífsráð Dakota Fanning

22.6. Leikkonan Dakota Fanning segist aldrei verða týpan sem borðar ekki sykur eða kolvetni.   Meira »

Kærastinn Jamie fagnaði með Lindu Pé

22.6. Linda Pétursdóttir fyrrverandi alheimsfegurðardrottning og athafnakona útskrifaðist í dag með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Meira »

Furðulegir hattar á veðhlaupakeppninni

22.6. Konunglega veðhlaupakeppnin hefur verið sannkölluð hatta veisla. Elísabet Englandsdrottning lætur sitt ekki eftir liggja.  Meira »

Geta gæludýraeigendur átt falleg húsgögn?

22.6. Litlu loðbörnin eiga það til að tæta upp arma á stólum og jafnvel naga sig djúpt ofan í sessur og púða. Að ekki sé talað um hárin sem dreifast um alla íbúð. Meira »