„Mér leið ekki vel þegar ég var vegan“

Þorbjörg Hafsteinsdóttir prófaði að vera vegan í afmarkaðan tíma og ...
Þorbjörg Hafsteinsdóttir prófaði að vera vegan í afmarkaðan tíma og fann að það hentaði henni ekki. Ljósmynd/Laufey Guðrún Sigurðardóttir

Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti, prófaði að vera vegan í tvö ár en hætti því vegna þess að hún fitnaði og fann fyrir meiri bólgum í líkamanum. Hún ræðir hér um helstu nýjungar í heilsuheiminum. 

Ljósmynd/Laufey Guðrún Sigurðardóttir

„Það er ýmislegt spennandi í kortunum þegar kemur að tískustraumum í heilsusamlegum lífsstíl og næringu. Fyrir mig sem fagpersónu er nauðsynlegt og spennandi að fylgjast með því sem er að gerast „úti í heimi,“ bæði á opinberum vettvangi og viðurkenndum stofnunum en einnig í grasrótinni þar sem nýjar, og gamlar stefnur vakna, vaxa og verða stundum mjög vinsælar og næstum byltingarkenndar. Vegan-byltingin er gott dæmi um grasrótarsamtök sem hafa náð gríðarlegum áhuga og fjölda áhangenda um allan heim. Vegan-lífsstíll á þó ekki rætur sínar að rekja í heilsusamlegum lífsstíl þó að sumir hafa farið þá leið í von um betra heilsufar,“ segir Þorbjörg.

Þorbjörg segir að fólk sem er vegan lifi ekki endilega heilsusamlegu lífi.

„Vegan-áhangendur bera hag dýranna fyrir brjósti, ekki sína eigin heilsu. Við erum orðin mun upplýstari um velferð og misþyrmingu dýra síðan vegan fór fyrir alvöru af stað. Vegan er ekki lengur tískustraumur enda orðið „mainstream“ sem mun halda áfram að vaxa. En það er ekki bara vegan-fólkið og grænmetisæturnar sem kalla eftir meira úrvali af jurtamat. Umhverfisþættir og loftslagsbreytingar benda á kjötræktun sem stóran áhrifavald í loftlagsbreytingum og upphitun jarðarinnar. Það eru flestir sammála um að kjötneysla verður að minnka og við verðum að fara að huga meira að lífrænni ræktun. Allir nema kannski carnivore-áhangendur sem borða bara kjöt. Ég meina bara kjöt, ekkert grænmeti. Ef við hugsum yin og yang og segjum að vegan sé yin þá er carnivore yang. Við komum til með að heyra mun meira um carnivore á næstu árum, sem er grasrót sem nær auknum vinsældum, aðallega vegna heilsusamlegs ávinnings sem kjötátið framkallar. Þvert á móti vegan, sem ekki stenst vísindalegar rannsóknir hvað varðar heilsusamlegan ávinning, styðja vísindin carnivore eða zero carb (núll kolvetni). Skýringin er margþætt en í stuttu máli þá minnkar insúlínframleiðsla við það að fá engin kolvetni. Það gerir það að verkum að fitumyndun minnkar og líka bólgur.

Eins hafa margar carnivore-ætur fundið bót meina sinna varðandi meltingarvandamál sem er einn hornsteinninn. Það er álitið að maðurinn sé ekki hannaður til að melta og þola plöntur og trefjar, sérstaklega plöntur og grænmeti sem hefur bara verið ræktað í 100 ár eða skemur.

Í carnivore-samfélaginu er talað um að plöntur vilji ekki láta borða sig. Þær innihalda efni til að verja sig með og sumir þola þessi efni ekki. Trefjarnar eru líka vandamál og það er einnig rætt hvort það sé í lagi að hvetja okkur til að borða allt þetta grænmeti til að fá meiri trefjar fyrir meltinguna þegar við getum ekki melt stóran part af trefjunum. Þetta er umræðan og hún er frekar sterk og carnivore-fólkið er með frekar góðar vísindalegar staðreyndir,“ segir Þorbjörg.

Ljósmynd/Laufey Guðrún Sigurðardóttir

Þorbjörg segir að carnivore sé næsta skref á eftir Ketogenic diet eða ketómataræði sem nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir á Íslandi.

„Ketó er ekki nýtt mataræði. Fyrst og fremst er afar líklegt að forfeður okkar hafi verið á ketó og carnivore. Það er að segja lifað á kjöti og fitunni af kjötinu, innmat eins og lifur, hjörtum, nýrum og heila og drukkið vatn. Þar sem hægt var að fá fisk var hann líka étinn. Sennilega hafa forfeður okkar borðað eitthvað af plöntum. Það er þó óvíst hvaða plöntur það gætu hafa verið. Allt sem við þekkjum og sjáum í grænmetis- og ávaxtaborðinu í dag var ekki til fyrir 40.000 árum.

Sennilega hefur fólk borðað einhverjar rætur og stundum ber, en það er ósennilegt að menn hafi notað mikinn tíma og orku í að grafa upp rætur en frekar veitt dýr þegar það var mögulegt.

Þannig að frumfólkið hefur án efa verið í ketósu, sem er ástand þegar líkaminn brennir ketónum frá fitu, sem var ákjósanlegt þar sem þau gátu notað sína eigin fitu sem orkugjafa og heilinn var vakandi og árvakur. Það var nauðsynlegt til að varast hættur og árásir frá rándýrum. Án efa hefur frumfólkið svelt inn á milli með þeim kostum sem við sjáum í dag og notfærum okkur í mismunandi gerðum af föstum sem við munum sjá miklu meira af á nýju ári,“ segir Þorbjörg.

Þorbjörg segir að venjulega noti fólk glúkósa sem orkugjafa. Hún segir að við fáum hann í formi kolvetna eins og í brauði, korni, mjöli, sterkju, pasta, ávöxtum, sterkjuríku grænmeti, djúsum, viðbættum sykri, gosi, sælgæti og áfengi.

„Allt þetta meltist misjafnlega auðveldlega í glúkósa sem kveikir í insúlínframleiðslu sem setur heilsu okkar í hættu.

Ég er sjálf meðvituð um allar þessar stefnur og er, eins og flestir ættu að vera, snortin af ástandinu. Ég hef áhyggjur af ofurkjötáti, fréttum af dýramisþyrmingu, ofhitun jarðarinnar, plastmengun í hafinu við strendurnar, mikro-plasti í fiskum og drykkjarvatni, þar á meðal okkar grunnvatni. Ég er leið yfir að jöklarnir eru að bráðna og útrýmingu dýra í kjölfarið. Ég er líka leið yfir að manneskjurnar þjást vegna næringarskorts oftast vegna þess að þær vita ekki hvað þær eiga að borða, hafa ekki þekkinguna eða úthaldið til að breyta. Ég get ekki axlað þetta ein. Það getur enginn. En það er hægt að vera meðábyrgur og leggja sitt af mörkum,“ segir hún.

Þorbjörg bendir á að verkefnin séu mörg og við verðum að axla meiri ábyrgð. Hún segist sjálf vera í siðferðilegum vanda varðandi kjötát. Hún borðaði ekkert kjöt í tvö ár en er nú farin að borða fisk aftur og örlítið af kjöti.

„Mér leið ekki vel þegar ég var vegan. Það hentaði ekki mér og ég átti í vandræðum með bólgumyndun og verki í líkamanum. Meltingin var ekki góð og ég fitnaði á því. Ég er alls ekki að hallmæla vegan á nokkurn hátt en það hentar ekki mínum líkama.“

Þorbjörg hefur haldið námskeið hérlendis í yfir 20 ár og í janúar er hún með tvenns konar námskeið, annars vegar Ljómandi og hinsvegar Ketó.

„Ég hef haldið að minnsta kosti 20 Ljómandi námskeið sem segir smá um vinsældir þess, enda virkar það vel sem lífsstílsbreyting fyrir alla með mataræðið sem algjöran grunn. Mataræðið er hreint, gott hráefni sem flestir þekkja, án viðbætts sykurs og sterkju og án glútens. Þetta mataræði hentar öllum. Ef það er ein tegund mataræðis sem allir ættu að byrja á í fjölskyldunni þá er það andbólgufæðið sem ég er búin að kenna og fræða fólk um síðustu 25 árin. Það virkar, þú grennist, vaknar og kemst í líkamlegt og andlegt jafnvægi.

Ketó er svolítið annað því markmiðið er öðruvísi. Þó svo að útkoman sé svipuð þeirri á Ljómandi mataræðinu. Mismunurinn er að ketó má líkja við megrun á sterum! En samt má ekki gera ketó að megrunarkúr eða fitukúr því það er ekki það alls ekki. En fyrir marga er farið á ketó með markmiði að grenna sig og það er í sjálfu sér allt í lagi mín vegna, enda er það víst ekki úr vegi að gera eitthvað róttækt, nóg er af fitunni á Íslendingum. En ég heyri, bæði hér og í alþjóðlega ketósamfélaginu, að margir eru að misskilja konseptið og borða rangt og komast aldrei í ketósu eða hoppa inn og úr fitubrennslu og glúkósabrennslu. Í staðinn fyrir að grennast þá fitna menn. Þetta gerir fólk ekki hjá mér á mínu námskeiði ef rétt er farið að! Það þarf að vanda sig, það þarf skýr markmið og að vera tilbúinn að neita sér um allt mögulegt sem menn eru vanir að fá í vissum aðstæðum. Þess vegna er stór partur af ketó að tileinka sér rétt hugarástand. Á mínu ketó tek ég tillit til gæða hráefnis. Það hentar bæði grænmetisætum sem borða fisk og þeim sem borða kjöt. Ég er ekki hrifin af ruslfæði eða hráefni með grunsamlegum uppruna. Mitt ketó er og á að vera hollt og heilsusamlegt og vinna með líkamanum og ekki á móti honum og vera hormóna vandamál,“ segir hún.

Þorbjörg hefur unnið sem næringarþerapisti í bráðum 30 ár.

„Ég var næstum handtekin fyrir að vekja athygli á skaðsemi sykurs bæði í Danmörku og hér heima. Þá var ég talin vera öfgafull. Svo kom glútenumræðan og ég fékk einn skellinn enn. Í dag er skaðsemi sykurs og glútens hluti af daglegri umræðu. Það eru ekki margir sem taka mark á opinberum næringarráðleggingum lengur. Fólk notar google, bækur, námskeið og gúrúa. Það er og verður algengara að fólk prófar sig áfram í leit að því sem hentar því. Við erum að gera okkur ljóst að það er ekki ein tegund mataræðis sem hentar öllum.Við erum með misjafnlega þarfir, aðhyllumst mismunandi menningu og lífssýn, erum með mismunandi gen og persónulega heilsusögu. Það er ekki gefið að opinbert ráð að borða 600 g af grænmeti á dag, borða heilkorn og drekka ½ l af mjólk daglega sé hollt og gott fyrir alla.

Lífefnafræði og nördaþekking um hvernig líkaminn vinnur og hvað sé hægt að gera til að draga úr öldrun, minnka bólgur, skapa orku í öllum frumum og í heila, vera mun einbeittari og skýrari og fyrirbyggja bólgusjúkdóma, krabbamein, ótímabæra öldrun er í gangi og við komum til að heyra miklu meira um þetta allt saman,“ segir hún.

Fyrir tíu árum skrifaði Þorbjörg bókina 10 árum yngri á 10 vikum sem vakti heimsathygli.

„Í dag eru menn að tengja við líkamann og hvernig við getum notfært okkur þekkinguna um hvernig hann virkar. Functional Keto, sem ég kenni og er sjálf á, er partur af því. Ég er búin að vera á ketó síðan í sumar og mér líður vel. Uppþemban og loftmyndunin af plöntufæðunni er farin, sem er stórkostlegt, bólgurnar eru minni en ég er með sterkan erfðaþátt í gigt. Ég er enn skýrari í hausnum og get unnið endalaust á ketónum. Ég er líka að gera allt mögulegt annað. Til dæmis að taka markvisst inn hagnýt bætiefni og efni sem yngir og eflir, er á mismunandi gerðum af föstum sem ganga út á að fá líkamann til að borða sjálfan sig, fer í köld böð, stunda útiveru, líkamsrækt án tækja, fer í jóga, nota hugleiðslu og hreinar plastlausar húðvörur. Og svo nýt ég lífsins,“ segir hún.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Góð ráð fyrir pör í fjarsambandi

Í gær, 20:30 Það getur verið erfitt að vera í fjarsambandi, en dæmið ekki bókina af kápunni og tileinkið ykkur heldur þessi ráð.   Meira »

Stuttbuxurnar sem breyta lífi þínu

Í gær, 17:00 Stuttbuxurnar eru ekki bara flottar heldur nytsamlegar því hægt er að geyma hinar ýmsu nauðsynjar í vasanum á þeim.  Meira »

Hlátur meðal við sorginni

Í gær, 13:00 Alda Magnúsdóttir sjúkraliði starfar sem jógakennari og hláturjógaleiðbeinandi. Hlátur er henni ofarlega í huga og segir hún það að hlæja vera allra meina bót. Hún byrjaði í hláturjóga í kjölfar þess að hún missti eiginmann sinn. Meira »

Ásdís Rán vill að karlinn splæsi

Í gær, 10:00 Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir segist vera gamaldags þegar kemur að samskiptum kynjanna. Hún vill að karlinn splæsi.   Meira »

Svona lengir frú Beckham leggina

Í gær, 05:00 Victoria Beckham er bara rétt yfir 160 sentimetrar á hæð en virðist þó með afar langa leggi og hendur í nýrri hönnun sinni.   Meira »

Guðdómlegt frá Jil Sander

í fyrradag Þeir sem eru orðnir þreyttir á öllum litunum og brjálæðinu í tískunni um þessar mundir geta farið að anda rólega. Vetrarlína Jil Sander er einstaklega falleg þar sem ljósir litir í bland við svart er sett saman með einföldum töskum. Meira »

Hús Sveins á 239 milljónir með sundlaug

í fyrradag Við Kvisthaga 12 í 107 Reykjavík stendur glæsilegt 399 fm hús með sundlaug. Íbúar hússins eru hjónin Sveinn R. Eyjólfsson fyrrverandi blaðaútgefandi og Auður Sigríður Eydal. Hún er skráð fyrir fasteigninni. Meira »

Hefur þú fengið ketó flensuna?

í fyrradag Ketó flensan er að margra mati fráhvörf sem fólk fer í gegnum þegar að það hættir að borða hvítan sykur. Að vera meðvitaður um þessi einkenni og þá staðreynd að flensan gengur yfir á nokkrum dögum hefur hjálpað mörgum að komast í gegnum ketó flensuna. Meira »

Prófuðu kremin sem má smyrja á brauð

í fyrradag Franska snyrtivörumerkið Clarins kynnti á dögunum nýja línu sem ber nafnið My Clarins. Vörurnar eru hreinar, einfaldar og vegan vænar, svo hreinar að ef þær myndu bragðast vel myndum við líklega smyrja þeim á brauð! Af því tilefni var boðið í hádegisverð á Vox Home þar sem góssið var prófað á meðan gestir gæddu sér á léttum réttum. Meira »

Á þetta að vera kjóll?

í fyrradag Kjóllinn sem vakti hvað mestu athyglina að þessu sinni var kjóllinn sem Montana Brown klæddist. Hann var algjörlega gegnsær og sýndi bakendann þannig að Brown hefði allt eins getað verið í sundfatnaði við verðlaunaafhendinguna. Meira »

Hugrún Harðar mætti í kögurjakka

21.2. Hugrún Harðardóttir mætti í glæsilegum leðurjakka með kögri þegar Davines kynnti það heitasta sem er að gerast í dag.   Meira »

Lilja og Baltasar - skilin að borði og sæng

21.2. Lilja Sigurlína Pálmadóttir og Baltasar Kormákur eru skilin að borði og sæng. Hjónin hafa verið áberandi í samfélaginu síðan þau hnutu hvort um annað fyrir um 20 árum. Meira »

Andlegt ofbeldi? Ég hef sögu að segja...

21.2. „Aldrei fengið kvartanir né lent í neinu á öllum þessum vinnustöðum eins og ég upplifði hjá Fjármálaeftirlitinu. Þótt oft hafi gengið mikið á. Segir það ekki eitthvað?“ Meira »

Katrín Olga geislaði í gulri dragt

21.2. Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Viðskiptaráðs var eins og vorboðinn ljúfi í gulri dragt þegar Viðskiparáð hélt Viðskiptaþing á dögunum. Meira »

Hámarkaðu vinnuna með hvíld frá vinnu

21.2. Er svo mikið að gera í vinnunni að þér líður eins og þú hafi ekki tíma til að taka kaffi eða slaka á í hádegismatnum? Það kann að vera að þessi hugsun borgi sig ekki. Meira »

Svona býr Höskuldur bankastjóri Arion

21.2. Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka býr við Skildinganes í Reykjavík. Fasteignamat hússins er 105.650.000 kr.  Meira »

Kynlífið er alltaf eins

20.2. „Við stunduðum gott kynlíf þangað til fyrir nokkrum mánuðum þegar mér fannst við vera gera það sama aftur og aftur.“  Meira »

Þórdís Kolbrún skar sig úr í teinóttu

20.2. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mætti í teinóttri dragt á Viðskiptaþing sem haldið var á dögunum. Meira »

Frönsk fegurð undir áhrifum New York

20.2. „Það er draumi líkast að við fáum að hanna snyrtivörulínu í samstarfi við svo þekkt lúxusmerki í snyrtiheiminum,” segja Jack McCollough og Lazaro Hernandez en þeir eru stofnendur og aðalhönnuðir bandaríska tískuhússins Proenza Schouler. Meira »

Ekki gera þessi mistök í hjónaberberginu

20.2. Gunna Stella útskýrir hvers vegna okkur líður oftar en ekki betur á hótelum en hér eru nokkrar ástæður.   Meira »

Ragnheiður selur 127 milljóna hús

20.2. Ragnheiður Arngrímsdóttir flugmaður og ljósmyndari hefur sett sitt fallega hús í Tjarnarbrekku á sölu.   Meira »