Byrjaði í crossfit til að verða betri pabbi

Benedikt Bjarnason.
Benedikt Bjarnason. mbl.is/Eggert

Benedikt Bjarnason , framkvæmdastjóri GlobalCall, er rúmlega fertugur og hefur aldrei verið í betra formi að margra mati. Hann segist vera sterkari en áður, bæði á líkama og sál og þakkar það reglulegum crossfit-æfingum, góðum svefni og heilbrigðu mataræði. 

„Ég ákvað fyrir nokkrum árum að reyna að verða betri útgáfa af mér til að geta verið til staðar fyrir mig og fjölskylduna mína eins vel og mögulegt er,“ segir Benedikt sem er giftur Rannveigu Tryggvadóttur og eiga þau þrjú börn saman. „Við erum með stórt heimili þar sem er talsvert álag. Eitt af börnunum okkar er með einhverfu og kannski erum við bara þetta dæmigerða heimili þar sem verkefnin eru mörg, en það skiptir mig miklu máli að geta unnið fulla vinnu en einnig tekið þátt í því sem þarf að gera á heimilinu. Ég sef betur og hef meiri orku til að fást við alls konar hluti þegar ég mæti í crossfit sem ég geri fimm sinnum í viku, vanalega í hádeginu.“

mbl.is/Eggert

Eyðimerkurgangan mikla

Benedikt útskýrir að hann hafi alltaf verið duglegur að æfa. Hann hafi stundað knattspyrnu þegar hann var ungur og fram á fullorðinsár. „Upp úr þrítugu tók síðan við þessi eyðurmerkurganga þar sem maður fór á milli líkamsræktarstöðva að reyna að finna hreyfingu sem ætti vel við mann. Í crossfit fann ég svo loks aftur klefastemninguna sem ég saknaði út hópíþróttunum. Andinn er einstakur og við erum öll jöfn þarna inni. Við deilum reynslu okkar og fíflumst, síðan þegar við erum búin á æfingu förum við öll í okkar daglegu verkefni aftur. Í klukkustund á dag fæ ég að hreinsa hugann alveg af amstri dagsins.

Það var svo fyrir u.þ.b. tveimur árum að ég fór að taka þetta markvissara. Mig langaði að bæta mig. Þá breytist aðeins hugarfarið og maður fer að gera æfingar sem maður er almennt lélegur í. Og þótt ég sé algjör meðalmanneskja í þessari íþrótt get ég núna ýmislegt sem ég gat aldrei áður. Ég get t.d. gengið á höndum, gert svokallað „muscle-up“ í hringjum og árið 2019 er markmiðið að geta farið heljarstökk aftur á bak. Þetta eru allt hlutir sem mér hefði fyrir nokkrum árum aldrei dottið í hug að ég gæti. Auðvitað er þetta langhlaup en þetta er bara svo skemmtilegt og þolinmæðin verður meiri fyrir vikið.“

Aðalmálið að sögn Benedikts er þó að þegar hann fær þessa líkamlegu og andlegu útrás þá virðist allt annað falla á réttan stað. „Líkaminn vill síður ruslmat og ég sofna þreyttur og sæll fyrr á kvöldin. Auðvitað má bæta ýmislegt í mataræði og ég er að vinna í að bæta svefninn en í heild hefur þessi útrás sem ég fæ í crossfit sjálfkrafa bætt mataræði og svefn. Mestu máli skiptir þó að ég tel mig mæta skemmtilegri heim eftir vinnu og þannig er maður vonandi betri faðir og maki. Þannig er maður vonandi ekki síður að hreyfa sig fyrir börnin sín.“

Hvernig virkar crossfit? „Þetta er í raun og veru blönduð þjálfun þar sem við erum í úthalds-, lyftinga- og fimleikaæfingum. Þetta eru æfingar sem gera mann hæfari líkamlega og koma manni í betra form. Maður verður seint fullnuma en maður verður talsvert flinkari með tímanum.“

mbl.is/Eggert

Allir geta stundað crossfit

Benedikt leggur áherslu á að allir geti stundað crossfit en hann segir hina gullnu reglu þá að maður skyldi fara varlega af stað. „Það hentar mér hversu ólíkar æfingarnar eru. Það er hægt að þreyta mann í crossfit á þúsund mismunandi vegu. Á einni og hálfri mínútu eða 30 mínútum; það fer eftir áreynslu og æfingunni.“

Hvernig hefur mataræði þitt breyst?

„Ég borða meira af grænmeti og prótíni. Líkaminn kallar á efni sem byggja hann upp í svona æfingum. Allt sem er óhollt er á undanhaldi þótt það læðist alveg inn á matseðilinn endrum og sinnum.“

Að mati Benedikts er crossfit fyrir alla. Hann segir iðkendur vera þverskurð af samfélaginu. „Í crossfit er fólk á öllum aldri; börn og eldra fólk og allt þar á milli. Crossfit-samfélagið er svo einstakt. Þeir sem þurfa smá hreyfingu og góðan félagsskap ættu að skoða þennan valmöguleika. Eða bara eitthvað allt annað. Ég hefði alveg eins getað endað í hotjóga hefði stöðin fyrir aftan vinnuna verið jógastöð en ekki crossfit,“ segir Benedikt að lokum og leggur áhersluna á að best af öllu sé að finna sér hreyfingu þar sem félagsskapurinn fær mann til að mæta reglulega.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Sjö merki um að hann elski þig

05:00 Er hann ekki búinn að segja þér að þú sért sú eina sanna? Það þarf þó ekki að þýða að hann elski þig ekki.   Meira »

Ertu bara „rebound“?

Í gær, 22:00 Er elskhugi þinn bara að nota þig til þess að komast yfir fyrrverandi maka? Vill hann halda sambandinu hversdagslegu og talar í sífellu um fyrrverandi maka? Meira »

Íslenska undrabarnið frá Google mætti

Í gær, 19:00 Íslenski ofurhuginn Guðmundur Hafsteinsson sem starfar hjá Google mætti í Iðnó á dögunum. Með honum á myndinni er Þórður Magnússon hjá Eyri Invest. Meira »

Dreymir þig um Vipp-eldhúsinnréttingu?

Í gær, 17:14 Danska fyrirtækið Vipp er þekkt fyrir ruslafötur sínar, sápuhaldara og klósetthreinsa. Nú er fyrirtækið komið með eldhúsinnréttingalínu sem hægt er að leika sér endalaust með. Meira »

Þetta bjargar málunum við mígreni

Í gær, 16:00 „Í stað þess að grípa til verkjalyfja er því hægt að taka reglulega inn Ginkgo Biloba, sem unnið er úr laufum musteristrésins. Ginkgo Biloba eða musteristrén eru meðal elstu trjátegunda í heimi og elsta tré sem vitað er um í Kína er talið vera allt að 2.500 ára gamalt.“ Meira »

Notkun þunglyndislyfja 30% meiri hér

Í gær, 15:00 Íslendingar nota 30% meira af þunglyndislyfjum en næsta Norðurlandaþjóð. Þetta kemur fram í þættinum Lifum lengur.  Meira »

Karl Lagerfeld látinn

Í gær, 11:48 Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld er látinn 85 ára gamall. Franskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Þjóðverjinn hefði látist í París. Meira »

8 farðar sem hafa yngjandi áhrif

Í gær, 10:00 Svokallaðir ofurfarðar eru frábærir til að spara tíma og stuðla að fallegri húð en þeir búa yfir virkum innihaldsefnum sem bæta ástand húðarinnar til skemmri og lengri tíma. Hér eru átta farðar sem flokka má sem ofurfarða. Meira »

Svona býr Linda Baldvinsdóttir

í gær Linda Baldvinsdóttir markþjálfi flutti í Bryggjuhverfið síðasta sumar og hefur komið sér vel fyrir. Hún málaði allt í sínum litum og elskar að hafa það huggulegt. Meira »

Sátt við sjálfa sig án fyllinga

í fyrradag Courtney Cox átti mjög erfitt með að sætta sig við að eldast og lét eiga við andlit sitt þannig að hún hætti að þekkja sjálfa sig í spegli. Meira »

Daníel Ágúst mætti með hlébarðaklút

í fyrradag Myndlistakonan Ásdís Spanó opnaði um helgina einkasýninguna Triangular Matrix. Sýningin verður í Grafíksalnum og er opin frá 16. febrúar til 3. mars 2019. Meira »

Svona er æskuheimili Birkis Más

í fyrradag Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var alinn upp í Eskihlíð 14 í 105 Reykjavík. Hann spilaði sinn 88. leik með landsliðinu á dögunum og var valinn íþróttamaður Vals um áramótin. Meira »

Stal Wintour stílnum frá Heiðrúnu Önnu?

í fyrradag Heiðrún Anna stal senunni í bláum leðurkjól í Söngvakeppninni um helgina. Daginn eftir var frú Anna Wintour mætt í bláa leðurkápu. Meira »

Lindex lokar í þrjá daga

í fyrradag Sænska móðurskipið Lindex hefur verið í átta ár í Smáralind en nú mun verslunin loka í þrjá daga vegna endurbóta.   Meira »

Róbert Wessman fluttur í Arnarnesið

í fyrradag Róbert Wessman forstjóri Alvogen er fluttur í Arnarnesið í Garðabæ ásamt unnustu sinni Kseniu Shakhmanova.  Meira »

Muhammad Ali bjó í höll

í fyrradag Einn frægasti íþróttamaður allra tíma bjó í afar íburðarmiklu glæsihýsi á níunda áratugnum.   Meira »

Er andlegur ráðgjafi Oprah Winfrey svarið?

17.2. „Við mælum ekki hamingju með efnahagslegum mælikvörðum. Við þurfum að horfast í augu við opíóðafaraldurinn, við þurfum að horfast í augu við sjálfsmorðstíðnina í landinu. Við þurfum að skoða hvað liggur undir yfirborðinu. Efla vitund, ást og kærleika bandarísku þjóðarinnar.“ Meira »

Geirvörtufullnæging kemur oftast óvænt

17.2. Fólk er með misnæmar geirvörtur en sumar konur upplifa fullnægingu eftir að gælt er við geirvörtur þeirra.   Meira »

Hús Elon Musk minnir á geimskip

17.2. Elon Musk hefur sett glæsihýsi sitt í Los Angeles á sölu. Musk er ekki að flytja til Mars þótt hann hafi fulla trú á hugmyndinni. Meira »

Heitustu skórnir í dag

17.2. Frú Anna Wintour hefur gefið leyfi. Heitustu skórnir í dag eru ekki ákveðin gerð af skóm heldur skiptir munstrið öllu máli.   Meira »

Ljóstrar upp heilsuleyndarmálinu

17.2. Hin skemmtilega Rachel Brosnahan hefur lítinn sjálfsaga þegar kemur að hreyfingu en borðar því mun hollari fæðu.   Meira »
Meira píla