Síung á sjötugsaldri og hætt öllum öfgum

Christie Brinkley leit ekki út fyrir að vera 64 ára …
Christie Brinkley leit ekki út fyrir að vera 64 ára í desember síðastliðnum. AFP

Fyrirsætan síunga Christie Brinkley ræddi sýn sína á mataræði í viðtali við Women's Health. Brinkley sem verður 65 ára í næsta mánuði virðist bara yngjast en hún hefur prófað ýmislegt í gegnum árin en er komin á það að fjölbreytt fæða sé lykillinn að vellíðan. 

Brinkley segist hafa prófað hina ýmsu megrunarkúra en að lokum komst hún að því að fjölbreytt mataræði er það eina sem virkar. 

„Ég prófaði nokkra mjög skrítna megrunarkúra í byrjun,“ sagði Brinkley. „Allt frá djúsföstum yfir í að borða bara eina matartegund í einu yfir í að borða greip á undan öllu öðru.“

Það er fátt vinsælla í dag en lágkolvetnamataræði. Brinkley segir það geta verið mjög góða aðferð að minnka kolvetni ef fólk vill grennast. Hins vegar segir hún að fólk þurfi að fá að njóta aðeins jafnvel þótt það sé á lágkolvetnamataræði. 

Sjálf hefur Brinkley verið grænmetisæta síðan hún var unglingur. Hún er þó ekki vegan þar sem hún borðar mjólkurvörur líka. Hún er ekki ein af þeim sem heldur því fram að mjólkurvörur séu slæmar enda elskar hún ítalskan mat og segir lífið vera stutt.

Fjölbreytt fæða skiptir öllu máli að mati Christie Brinkley.
Fjölbreytt fæða skiptir öllu máli að mati Christie Brinkley. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál