Þetta bjargar málunum við mígreni

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hef áður skrifað um Ginkgo Biloba, en það er endalaust hægt að fjalla um þetta frábæra jurtaefni. Í hefðbundnum kínverskum lækningum hefur Ginkgo Biloba verið notað í þúsundir ára til að meðhöndla höfuðverki og mígreni,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Í stað þess að grípa til verkjalyfja er því hægt að taka reglulega inn Ginkgo Biloba, sem unnið er úr laufum musteristrésins. Ginkgo Biloba eða musteristrén eru meðal elstu trjátegunda í heimi og elsta tré sem vitað er um í Kína er talið vera allt að 2.500 ára gamalt.

Í þessari grein beini ég aðallega sjónum að því sem Ginkgo getur gert fyrir æðakerfið í höndum og fótum, höfuðverki, heilann og heilabilun á efri árum.

Útvíkkandi áhrif á æðar

Það sem mér finnst einna mest spennandi við Ginkgo Biloba er að það býr yfir þeim eiginleikum að hafa útvíkkandi áhrif á æðarnar. Þar virkar því vel á flest það í líkamanum sem tengist of hægu blóðflæði. 

Margar konur (ég hef ekki enn hitt karlmenn með þessi einkenni) fá dofa í fingurgómana og þeir kólna upp, næstum eins og kal sé komið í þá. Þessi einkenni kallast Raynaud‘s-heilkenni, en það stafar yfirleitt af því að blóðflæði er ekki nægilegt til fingranna. Engar lækningaaðferðir hafa fundist við þessum vanda, en þegar ég leitaði eftir náttúrulegum leiðum til að meðhöndla mitt eigið Raynaud‘s-heilkenni lenti ég á síðu bandaríska læknisins dr. Andrew Weil. Þar kemur fram að eina efnið sem hann geti mælt með við Raynaud‘s sé Ginkgo Biloba.

Ég var því fljót að ná mér í Ginkgo Biloba og hef tekið það nokkuð reglulega síðan. Einkennin hafa með öllu horfið en ég held áfram að taka það inn vegna þess að það er eitt af þessum efnum sem verndar heilann okkar.

Bætir minnið og skerpir hugann

Í hefðbundinni kínverskri læknisfræði er allt miðað við „qi“ eða orku líkamans. Þar hafa því fræin af Ginkgo Biloba-trénu verið notuð til að opna „orkufarvegi” að mismunandi líffærakerfum, þar á meðal nýrum, lifur, heila og lungum.

Vegna þeirra blóðþynnandi eiginleika sem Ginkgo Biloba hefur, eykur það ekki bara blóðflæði til hand- og fótleggja, heldur einnig til höfuðsins og dregur þá úr höfuðverkjum ef þeir eru tengdir of hægu blóðflæði. Jafnframt hefur það áhrif á blóðflæði til heilans og er því talið geta komið í veg fyrir heilablóðfall.

Ginkgo Biloba hefur af vestrænum vísindamönnum einnig verið rannsakað vegna eiginleika þess til að draga úr kvíða, streitu og öðrum einkennum sem tengjast Alzheimer’s sjúkdómnum og aldurstengdri heilabilun.

Engin lækning hefur enn fundist við Alzheimer‘s, en lífsstíll og mataræði eru meðal annars talin geta haft áhrif á það hvort fólk fær heilabilun á efri árum. Í rannsókn sem greint er frá á vef NCBI kemur fram að þegar fólki með heilabilun var gefinn stór skammtur eða um 240 mg af Ginkgo Biloba á dag, gat efnið bætt minnið hjá þátttakendum í rannsókninni. Jafnframt jók það færni þeirra í að sjá um ýmsa daglega þætti eins og heimilishald og eigin þrif. Ekki kom fram í rannsókninni hversu langt genginn sjúkdómurinn var hjá þátttakendum.

Rannsóknin gaf líka til kynna að Ginkgo geti dregið úr ýmsum geðrænum vandamálum. Meðal annars sló það á tilfinningalegt álag umönnunaraðila úr fjölskyldu og vinahópi þeirra sem þátt tóku í henni.

Í Þýskalandi hefur Ginkgo Biloba verið notað til að meðhöndla þá sem komnir eru með merki um heilabilun eða Alzheimer’s-sjúkdóminn. Það virðist hægja á framgangi heilabilunareinkenna, einkum ef þau eru talin tengjast æðahrörnunarsjúkdómum. 

Heimildir: www.drweil.com - www.livestrong.com - www.ncbi.nlm.nhi.gov - www.healthline.com

mbl.is

Svona forðastu stress og áhyggjur

05:00 Karitas Sveinsdóttir, innanhússhönnuður og eigandi HAF STORE og HAF STUDIO, segir bjarta liti vinsæla um þessar mundir. Hún segir alltaf í tísku að þiggja aðstoð fyrir fermingar og fólk ætti að sama skapi að forðast stress. Meira »

Náttúrulegar töfraolíur sem umbylta

Í gær, 23:47 Margar af þekktustu fyrirsætum heims nota RAAW by Trice-vörurnar. Flestir mæla með Bláu töfradropunum sem virka einstaklega vel á ójafna húð og bólur. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur sem og þeir sem eru með feita húð mæla sérstaklega vel með dropunum. Meira »

Misstum allt, en hann heldur áfram

Í gær, 20:00 „Mig langar að forvitnast varðandi manninn minn, en í hruninu misstum við allt. Þá hafði hann verið að fjárfesta í alls konar verkefnum, hlutabréfum og gjaldeyri. Vandinn var sá þá að þetta var allt meira og minna fjármagnað með skuldum,“ segir íslensk kona. Meira »

Formaðurinn lét sérsauma á sig kjól

Í gær, 16:36 Guðrún Hafsteinsdóttir fékk Selmu Ragnarsdóttur til að sérsauma á sig kjól fyrir árshóf SI í Hörpu. Voru þær strax sammála um að hafa kjólinn ekki svartan. Meira »

Endurbættri útgáfu af hrukkubana fagnað

Í gær, 13:58 Dr. Björn Örvar, einn af stofendum Bioeffect, kynnti nýja tvennu fyrir fáum útvöldum í gær. Um er að ræða Bioeffect EGF+ 2A Daily duo sem eru húðdropar sem vinna saman. Meira »

Er bótox hættulegt?

Í gær, 10:30 Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún tveimur spurningum um fínar línur og bótox. Meira »

„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

í gær Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómantík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum? Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum. Meira »

Heimilið er afar litríkt og heillandi

í fyrradag Borðstofa Selmu Blair er eins og kaffitería en innanhúshönnuður hennar sótti innblástur í gamlan heimavistarskóla sem leikkonan var í. Meira »

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

í fyrradag Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul, staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

í fyrradag Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar, er hrærð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

í fyrradag Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

í fyrradag „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

20.3. Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

19.3. Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

19.3. Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

19.3. Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

19.3. Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar, hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

19.3. „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

19.3. „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

19.3. Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

18.3. Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »