Heilsuleyndarmál Anne Hathaway

Anne Hathaway.
Anne Hathaway. mbl.is/AFP

Leikkonan Anne Hathaway segist ekki hugsa of mikið út í heilsuna dagsdaglega en hugsar því mun meira út í hvernig neysla hennar hefur áhrif á umhverfið. Hathaway sem er 36 ára segir í forsíðuviðtali Shape að hún hreyfi sig meira en vanalega þegar hún er að undirbúa sig undir kvikmynd. 

„Ég reyni að komast í jóga þrisvar eða fjórum sinnum í viku. Það er þó allt önnur saga þegar ég er að vinna að kvikmynd. Ég æfi með þjálfara og geri kannski mikið af styrktaræfingum og lotuþjálfun þegar ég þarf þess,“ segir Hathaway. 

Leikkonan er ekki á sérstökum kúr heldur borðar mat út frá umhverfissjónarmiðum. 

„Þegar kemur að fæðu skiptir það mig mestu máli að ég kaupi mat sem kemur ekki í pakkningum. Fyrir utan það reyni ég að borða ekki rautt kjöt og ég borða ekki svínakjöt.“

Hathaway segir jafnvægi skipta öllu máli hjá henni þegar kemur að heilsu. Segist hún lengi hafa liðið illa með sjálfa sig en nú sé henni hins vegar hætt að líða þannig. Hún segist vera komin á þann stað í lífinu að hún gefi sér meiri tíma fyrir sjálfa sig og þá sem skipta hana máli. 

„Áður en ég átti son minn fann ég fyrir meiri pressu að fylla dagkránna mína. Ef ég var ekki að vinna fannst mér ég vera að eyða tíma mínum. Nú veit ég hvernig ég á að taka mér frí yfir árið og það koma tímar sem ég get ekki unnið af því ég þarf að vera heima með honum.“

„Svo ég versla miklu minna. Ég elda miklu meira. Ég les miklu meira. Ég skrifa miklu meira. Ég á í meiri samskiptum. Ég gef mér meiri tíma til fyrir það sem skiptir mig máli af því allt í einu hef ég meiri tíma.“

Anne Hathaway.
Anne Hathaway. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál